Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 4
10. mars 2012 LAUGARDAGUR4 sem er beitt ofbeldi og vegna þess að ábyrðin á ofbeldinu er ekki sett þar sem hún á heima, nefnilega hjá þeim sem beita ofbeldi.“ Tæp fjörutíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta, eða 109 ein- staklingar, höfðu ekki rætt ofbeldið við neinn fagaðila áður. 27 prósent höfðu rætt við sálfræðing, sextán prósent við lækni og þrettán prósent geðlækni. Flestir höfðu þó sagt ein- hverjum frá ofbeldinu áður en leitað var til Stígamóta. Algengast er að vini eða vinkonu hafi verið sagt frá ofbeldinu, en í 180 skipti hafði vini verið sagt frá því. 130 höfðu sagt maka frá, 127 sögðu móður frá og 121 hafði sagt fagaðila frá ofbeld- inu. thorunn@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Rúmur þriðjung- ur þeirra sem leituðu sér hjálpar á Stígamótum í fyrra vegna kyn- ferðisofbeldis höfðu verið í sjálfs- vígshugleiðingum. Sextán prósent, eða 45 einstaklingar, höfðu gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfs- víga. Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta. „Við vitum auðvitað að sjálfsvígs- hugleiðingar eru þekktar almennt í samfélaginu en ég er alveg viss um að það er ekki þannig að meira en einn þriðji Íslendinga er að gæla við sjálfsvíg,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Algengustu afleiðingar kynferðis- ofbeldis eru léleg sjálfsmynd, kvíði, skömm, depurð og sektarkennd samkvæmt fólki sem kom í viðtöl á Stígamót í fyrra. Yfir sjötíu prósent viðmælenda upplifðu þessar tilfinn- ingar. Flestir, eða 78,8 prósent höfðu upplifað lélega sjálfsmynd og kvíða og 77 prósent upplifðu skömm. Tæp- lega sjötíu prósent höfðu upplifað svipmyndir, sem eru myndir eða minningar tengdar kynferðisofbeld- inu sem skjóta skyndilega upp koll- inum og valda hugarangri. Þá eru reiði, erfið tengsl við maka eða vini, ótti og tilfinningalegur doði meðal algengra afleiðinga. „Okkar fólk er að dröslast í gegnum lífið með skömm og sekt- arkennd yfir mannréttindabrot- um sem einhverjir aðrir frömdu á þeim. Það er eitthvað öskrandi rangt við það,“ segir Guðrún. „Þetta eru ansi langlífar ranghugmyndir sem við erum að eyða miklu púðri í að breyta vegna þess að það eru enn svo ríkjandi fordómar um það fólk Rúmur þriðjungur hefur íhugað sjálfsvíg 45 einstaklingar sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu gert tilraunir til sjálfs- vígs og rúmur þriðjungur hafði íhugað það. Flestir upplifa skömm og sektar- kennd því ábyrgðin er ekki lögð á ofbeldismenn, segir talskona samtakanna. Á STÍGAMÓTUM 313 ný mál komu til kasta Stígamóta í fyrra. Rúmur þriðjungur fórnarlamba hafði hugleitt sjálfsvíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástæður fyrir komu á Stígamót 2011 Fjöldi Hlutfall Sifjaspell 103 17% Grunur um sifjaspell 5 0,8% Nauðgun 143 23,6% Grunur um nauðgun 12 2% Nauðgunartilraun 29 4,8% Klám 23 3,8% Vændi 12 2% Kynferðisleg áreitni 101 16,6% Andlegt ofbeldi 89 14,7% Líkamlegt ofbeldi 63 10,4% Ofsóknir ofbeldismanns 20 3,3% Annað 3 0,5% Ekki viss 4 0,7% *Fólk sem kemur til Stígamóta er oft að vinna úr gömlum áföllum og þau geta verið mörg. Þess vegna eru ástæður komu mun fleiri en einstaklingarnir. SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp Íslands safnaði um 280 þúsund krónum með sölu á fatnaði í Kola- portinu um síðustu helgi. Þessi upphæð dugir þó einungis fyrir einni mjólkurúthlutun í Reykja- vík og Reykjanesbæ, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, for- manns Fjölskylduhjálparinnar. „Söfnunin gekk vel en þetta er samt eins og dropi í hafið. Þeir sem þurfa aðstoð skipta þúsund- um,“ segir hún. Fjölskylduhjálpin ætlar að vera með fatamarkað í Kola- portinu nú um helgina. Fatnaður er einnig seldur í húsakynnum hennar í Eskihlíð. - ibs Sala Fjölskylduhjálparinnar: Dugar fyrir einni mjólk- urúthlutun GRIKKLAND „Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkis- ins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gær- morgun. Niðurstaðan varð sú að nærri 86 prósent þeirra banka og vog- unarsjóða, sem eiga samtals 177 milljarða evra af alls 206 millj- arða heildarskuld gríska ríkisins við einkafyrirtæki, ætla að fella niður 53,5 prósent skuldanna. Þetta þýðir a ð g r í s k a stjórnin getur beitt þving- unarákvæði í lögum, sem reyndar voru sett eftir á, og fela í sér að þau fjármálafyrir- tæki, sem ekki vildu vera með í skuldaniður- fellingunni, verða þvinguð til að taka þátt. Þar með losna Grikkir á einu bretti við 107 milljarða evra af 350 milljarða heildarskuldum gríska ríkisins. „Í dag er búið að leysa þetta vandamál,“ voru viðbrögðin frá Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seta, sem sagðist afar kátur með að vera laus við gríska vandann. Aðrir hafa þó varað við of mikilli bjartsýni, og benda á að líklega þurfi Grikkir á frekari aðstoð að halda innan nokkurra mánaða: „Það eru mistök að halda að búið sé að leysa gríska vand- ann.“ - gb Grikkir losna við nærri þriðjung ríkisskulda sinna á einu bretti: Venizelos fagnar nýju tækifæri EVANGELOS VENIZELOS STJÓRNMÁL Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir báðust í gær afsökunar á því ef skrif þeirra um hnífaárás á lögmannsstofu fyrr í vikunni hafi verið sær- andi eða meiðandi fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá þingmönnunum, sem báðir hafa verið gagnrýndir fyrir framgöngu sína í tengslum við málið. Í yfirlýsingunni segja Þór og Margrét umræðuna óvægna og ítreka að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt og þau for- dæmi það í öllum birtingar- myndum. - þeb Þingmenn Hreyfingarinnar: Biðja hlutaðeig- andi afsökunar MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR ÞÓR SAARI MOSFELLSBÆR Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hvetur íbúa bæjarins til að auka flokkun sorps. Í byrjun júní verður endur- vinnslutunnum fyrir pappírsúr- gang dreift til allra íbúa bæjar- ins. Bærinn áætlar að spara um 25 prósent kostnaðar við urðun sorps með aukinni endurvinnslu. Mosfellsbær verður þar með annað sveitarfélagið á höfuðborg- arsvæðinu á eftir Kópavogi til að endurvinna úrgang frá hverju heimili. Hvern mánuð fara tæp 130 tonn í förgun frá bænum. - gs Endurvinnsla í Mosfellsbæ: Flokkunartunn- ur við heimilin SVÍÞJÓÐ Börn og ungmenni verja meiri tíma í hefðbundna miðla en netið, samkvæmt sænskri rann- sókn. 75 prósent af tímanum sem börn á aldrinum 9 til 14 ára verja í miðla fer í að horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, tónlist og hefð- bundinn lestur. Í aldurshópnum 15 til 24 ára er hlutfallið 60 prósent. Lestur hefur minnkað undan- farin 30 ár, einkum lestur fag- og kennslubóka. Facebook höfðar til fleiri ungmenna en dagblöð. Til- tölulega fá ungmenni nota spjald- tölvur, rafbækur og twitter. - ibs Miðlanotkun ungmenna: Halda sig við gömlu miðlana VIÐSKIPTI Brynjólfur Bjarna- son, fyrrum forstjóri Símans og Skipta, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hann var hjá Símanum og Skiptum frá 2002 til 2010, forstjóri Granda hf. 1984-2002 og framkvæmda- stjóri Almenna Bókafélagsins frá 1976-1983. Brynjólfur er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands og lauk MBA prófi frá University of Minnesota. Framtakssjóður Íslands er í eigu sextán lífeyrissjóða, Lands- bankans og VÍS. Sjóðurinn á eignarhluti í sjö fyrirtækjum. - þj Nýr framkvæmdastjóri: Brynjólfur til Framtakssjóðs BRYNJÓLFUR BJARNASON GENGIÐ 10.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,1664 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,94 125,54 197,13 198,09 165,24 166,16 22,221 22,351 22,21 22,34 18,573 18,681 1,5273 1,5363 192,65 193,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Sölusýning VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 13° 9° 9° 12° 9° 9° 9° 21° 16° 11° 6° 25° 5° 14° 14° 7°Á MORGUN 8-16 m/s Hægast syðst. MÁNUDAGUR Snýst í S- og SA-átt og hvessir . 5 3 0 2 -1 1 -2 2 6 -2 11 16 11 8 6 5 6 7 4 10 8 3 -1 1 2 4 3 -2 1 3 5 ÁFRAM S-ÁTTIR Í Í dag snýst vindur í S- og SV-átt og hvessir, fyrst vestantil en síðan í öðrum lands- hlutum. Á morgun verður strekk- ingur eða allhvasst framan af degi en lægir síðdegis og á mánudaginn hvessir á ný er líður á daginn. Hlýnar tímabundið í dag. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.