Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 10
10. mars 2012 LAUGARDAGUR Geir H. Haarde fyrir Landsdómi - dagur 5 Framkvæmdastjóri alþjóða- markaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlaga- hópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahand- bók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráð- gjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska trygg- ingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvit- aðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni“. Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjár- mögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögn- unar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunum Fulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti“. Þeir treystu ekki því sem stjórnend- ur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseigna- tengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föru- neytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sam- bandi“ eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikning- unum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venju- legum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið mynd- ir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Styrkir úr Pokasjóði Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2012. Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 18. mars nk. Umsóknir skulu fylltar út á www.pokasjodur.is en þar eru allar upplýsingar um sjóðinn, fyrirkomulag og styrki. Í ár hefur verið ákveðið að ein- skorða styrki við tvö málefni, mannúðarmál og umhverfismál. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjóðnum. UMSÓKNARF RESTUR RENNUR ÚT 1 8. MARS Treystu ekki Kaupþingi Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is VANDAMÁL Sturla sagði að íslenskt eignarhald á erlendum fyrirtækjum lækk- aði eitt og sér virði þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.