Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 34
10. mars 2012 LAUGARDAGUR34 V ið tökum á móti konum sem búa við mikla fátækt en vilja auka tækifæri sín. Þær koma hingað mismikið niðurbrotn- ar en margar þeirra hafa þurft að gefa frá sér börn til ættleiðingar vegna bágborinna aðstæðna. Sumar þeirra eldri eru hér að læra að lesa og skrifa, aðrar koma á námskeið í lífsleikni, heilbrigði og tölvunotkun og við aðstoðum líka 10-18 ára stúlkur úr hverfinu við heimanám. Stærsta áskor- unin til þessa er þó tólf mánaða pró- gramm sem veitir Enza-konum brautar- gengi í rekstri smáfyrirtækja.“ Svona byrjar Ruth Snædahl Gylfadóttir að lýsa hlutverki fræðslumiðstöðvar samtak- anna Enza í fátækrahverfinu Mbekweni í Höfðaborg í Suður-Afríku. Ruth hlaut fyrir skemmstu sæmdartitilinn Embla ársins af samnefndum félagsskap hér á landi. Hagvön í Afríku Ruth hefur búið í Höfðaborg síðustu sex ár ásamt manni sínum, Kolbeini Kristins- syni, og tveimur sonum. Hún var reyndar hagvön í Afríku því sem barn var hún í Simbabve, sem hét Ródesía þá, og dvaldi í Höfðaborg á miklum umbrotatímum frá 1990 til 1995. „Ég er búin að vera hér í Afríku einn þriðja af ævinni,“ segir Ruth sem frá haustdögum 2008 hefur sinnt sjálfboðastarfi fyrir Enza. „Lífið hefur gefið mér tækifæri til að láta gott af mér leiða,“ segir hún. „Ég hafði um langt skeið alið þann draum í brjósti að stofna hjálparsamtök fyrir konur í Suður-Afríku og byggja þannig brú á milli íslenskra og suður-afrískra kvenna með jafnréttissjónarmið að leið- arljósi. Í ágúst 2008 fékk ég sex íslenskar konur, sem hafa fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu úr íslensku og erlendu atvinnulífi, til að starfa með mér í stjórn Enza og sjá um fjáröflun á Íslandi. Fimm þeirra eru enn í stjórninni og hafa staðið eins og klettur við hlið mér í þessu verk- efni.“ Yfir 200 konur og stúlkur fóru í gegn- um fræðslumiðstöð Enza á síðasta ári og brottfall af námskeiðum þar er innan við 2%, að sögn Ruthar. „Af þeim 80 sem luku lífsleikninámskeiði hafa 37 fengið fast starf á almennum vinnumarkaði og allar voru enn í starfi sex mánuðum síðar,“ segir hún. „Við erum með virkt utanumhald um alla nemendur sem hafa útskrifast af námskeiðum hjá Enza og fylgjum öllum eftir með markvissum hætti.“ Fengu afmælispening frá einni Eitt af því sem Enza leggur áherslu á er að útvega atvinnuskapandi verkefni fyrir konurnar sínar og eftir þær liggja lykla- kippur, töskur og leikföng svo nokkuð sé nefnt. „Við fengum að gjöf sjö iðnaðar- saumavélar frá Rótarý International og góð kona í Svíþjóð gaf okkur rúmlega tvær milljónir íslenskar sem hún fékk í tilefni fimmtugsafmælis. Gjöfin frá henni var eyrnamerkt starfsmenntun og sautján konur taka þátt í slíku verkefni núna. Þær luku allar lífsleikni og tölvu- námi á síðasta ári og dreymdi um að reka eigið smáfyrirtæki til að sjá sér og sínum farborða. Enza hefur lagt inn umsókn um að starfsnámið fái faggildingu hjá stjórnvöldum,“ lýsir Ruth. Hún getur þess að Guðbjörg í fyrirtækinu Aurum sé að hanna armbönd, hálsfestar, töskur og fleira fyrir Enza sem ætlunin sé að fram- leiða til styrktar verkefninu og konunum. Allt úr afrískum efnum, leðri og steinum. Einn fastráðinn starfsmaður er við vinnu daglega hjá Enza, að sögn Ruthar, en einstök verkefni eins og lestrarkennsla eldri kvenna og starfsmenntakennsla eru í höndum fagaðila. Kennsla á tölvur er svo unnin í sjálfboðavinnu. Enza-kon- urnar sem búa í nálægð við fræðslumið- stöðina skiptast á að vakna á nóttinni og vakta húsið og aldrei hefur verið gerð til- raun til innbrots þar, þrátt fyrir öll verð- mætin sem þar eru. Góður hljómgrunnur Í dag er Enza skráð í þremur löndum, Íslandi, Suður-Afríku og Bretlandi. Ruth segir það forsendu þess að hægt sé að afla fjár á þessum stöðum. „Fjölmargir hafa gefið fé til samtakanna,“ segir hún og tekur sem dæmi að góðgerðasjóður Auðar Capital hafi veitt þeim 1,5 milljóna króna styrk árið 2009 og á góðgerðadegi Haga- skóla á síðasta ári hafi safnast 700 þúsund krónur. „Svo hefur rödd Enza fengið góðan hljómgrunn víða um heim,“ segir hún. „Stjórnvöld hér hafa líka tekið þeim afar vel. Á síðasta ári veittu þau okkur viður- kenninguna Mayoral Awards sem er mikill heiður, enda einungis veitt þeim samtök- um sem skara fram úr á sviði samfélags- ábyrgðar og aðstoðar.“ ■ Orðið Enza er er úr Zulu-tungumálinu. Það hefur jákvæða skírskotun og þýðir að gera eða framkvæma. ■ Í stjórn Enza á Íslandi eru auk Ruthar Snædahl þær Erna Bryndís Halldórsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir viðskiptafræðingur, Jóhanna Waagfjörð hagfræðingur og Unnur Steinsson, markaðs-og sölustjóri Lyfju. ■ Í heilbrigðisfræðslu Enza er áhersla lögð á HIV-fræðslu, berklavarnir, kynheilbrigði, hreinlæti og mataræði. ■ Sex konur útskrifuðust úr lífsleikni- og tölvunámi 8. mars og haldin var útskriftar- veisla. Einnig var stofnaður kvennakór í samvinnu við tónlistarskóla. ■ Meira um samtökin á www.enza.is ■ UM ENZA Lífið hefur gefið mér tækifæri Hjálparsamtökin Enza í útjaðri Höfðaborgar vinna að því að koma konum sem búa við sára fátækt á braut sjálfstæðis og sjálf- bjargar. Stofnandi þeirra, Ruth Snædalh Gylfadóttir, sagði Gunnþóru Gunnarsdóttur sitt lítið af hverju um samtökin. RUTH Í FÁTÆKRAHVERFINU MBEKWENI „Rödd Enza hefur fengið góðan hljómgrunn víða um heim. Stjórnvöld hér í Suður-Afríku hafa líka tekið þeim afar vel. Á síðasta ári veittu þau okkur viðurkenninguna Mayoral Awards sem er mikill heiður,“ segir hún. MYND/BERGLIND BALDURSDÓTTIR FJÖLSKYLDAN Kolbeinn, Kristinn Albert, Ruth og Marteinn með heimilishundana Kókó og Kát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.