Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 24
10. mars 2012 LAUGARDAGUR24 N ei,“ svarar Björg- vin Björgvinsson ákveðinn þegar hann er spurður að því hvort hann eigi sér nokkur önnur áhugamál en fótbolta. Það eru orð að sönnu því frá unga aldri hefur líf hans snúist um knattspyrnu, framan af í gegnum áhuga og áhorf á leiki, en síðasta áratuginn hefur hann einnig gegnt stöðu aðstoðarmanns Willums Þórs Þórssonar knatt- spyrnuþjálfara. Á þessum tíu árum hafa Björg- vin og Willum starfað saman hjá fjórum félögum: KR, Val, Keflavík og Leikni. Í dag þjálfa þeir Breið- holtsliðið síðastnefnda sem leikur í 1. deild í í sumar og Björgvin segir markmiðið fyrir mót skýrt. „Þegar Willum skrifaði undir samning við Leikni sagði hann að markmiðið væri að koma Leikni upp í Úrvals- deildina og það ætlum við að gera, með öllum tiltækum ráðum. Spenn- ingurinn eykst eftir því sem mótið nálgast og það er góð stemning í hópnum,“ segir aðstoðarþjálfarinn sem fagnaði 34 ára afmæli sínu á þriðjudaginn. „Ég fékk köku og það voru hamborgarar í matinn í tilefni dagsins. Hamborgarar eru þó ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér enda borða ég nánast allt. Nema súr- mat, hann er alls ekki góður,“ segir Björgvin og hlær, en hann hefur verið í hjólastól nánast frá fæð- ingu, býr á sambýlinu Bleikargróf og starfar hjá Bjarkarási milli þess sem hann sækir æfingar og horfir á fótbolta. Grjótharður Púllari Björgvin fæddist í Keflavík en flutt- ist í Kópavoginn um þriggja ára aldur. Hann fékk snemma áhuga á fótbolta og rifjar upp að sigur- leikur Liverpool gegn Newcastle hafi kveikt neistann. „Liverpool vann stórsigur og þá vaknaði knatt- spyrnuáhuginn fyrir alvöru. Ég hef verið grjótharður Liverpool-maður æ síðan og herbergið mitt er troð- fullt af Liverpool-dóti. Ég fer líka í pílagrímsferðir á heimavöll liðs- ins, Anfield, á tveggja til þriggja ára fresti og hef alls séð fimm leiki þar, þrjá sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Þá fer ég alltaf í skoðunarferðir um leikvanginn og heimsæki Liver- pool-verslanirnar sem mér þykir mjög gaman,“ útskýrir Björgvin, en fyrirliðinn Steven Gerrard er í mestu uppáhaldi hjá honum af leik- mönnum Liverpool. „Ég held líka mikið upp á danska varnarmann- inn Daniel Agger, sérstaklega vegna þess að þegar íslenska landsliðið lék við Danmörku fyrir nokkrum árum gaf Agger mér treyjuna sem hann spilaði í eftir leikinn. Treyjan hang- ir uppi á vegg hjá mér.“ Segi mína skoðun á málunum Samstarf Björgvins og Willums Þórs hófst fyrir tíu árum þegar Björgvin vandi komur sínar á leiki KR-liðsins í Vesturbænum, en Will- um var þá þjálfari liðsins. „Ætli ég hafi ekki byrjað að fara á KR-völlinn vegna þess að ég var orð- inn hungraður í titla,“ segir Björg- vin og hlær. „Willum fór að spjalla við mig og spurði hvort ég væri til í að aðstoða hann við þjálfunina og við höfum unnið saman síðan. Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími. Ég hjálpa honum við að stýra æfing- unum og gef ráð þegar það á við. Svo mæti ég auðvitað á alla leiki og læt heyra vel í mér á línunni. Willum hvetur mig alltaf til að segja mína skoðun á málunum og mér leiðist það ekki,“ bætir hann við, en Willum sækir Björgvin og þeir keyra saman á bíl þess síðarnefnda, sem er sér- hannaður fyrir hjólastól, á allar æfingar. „Það fer mikill tími í þetta, sérstaklega þegar við vorum hjá Keflavík og keyrðum Reykjanes- brautina fram og til baka á hverjum degi, en þeim tíma var vel varið.“ Ekki aftur snúið Björgvin segir mikið og gott vin- áttusamband hafa myndast milli sín og Willums á þessum árum sem þeir hafa starfað saman, en viður- kennir jafnframt að báðir eigi þeir til að vera nokkuð ákveðnir. „Við pössum vel saman og samstarfið gengur eins og í sögu. Við erum ekki alltaf sammála um allt, en greiðum fljótt úr öllum ágreiningsefnum. Ég hef líka kynnst öllum þeim leik- mönnum sem við höfum unnið með mjög vel og þeir eru rosalega flott- ir strákar,“ segir Björgvin og til- tekur Andra Stein Birgisson, sem lék undir stjórn Willums og Björg- vins hjá Keflavík og nú hjá Leikni, og fyrrum Valsmennina Pálma Rafn Pálmason og Birki Má Sæv- arsson, sem báðir eru atvinnumenn í Skandinavíu, sem leikmenn sem hann hefur sérlega mikið álit á af þeim sem hann hefur unnið með. Aðspurður segist Björgvin harð- ákveðinn í að halda áfram að vinna með Willum eins lengi og hugs- ast getur. „Það er ekki aftur snúið þegar maður byrjar á þessu,“ segir hann að lokum. Willum hvetur mig alltaf til að segja mína skoðun á málunum og mér leiðist það ekki. Lætur heyra í sér á línunni Björgvin Björgvinsson hefur verið aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar knattspyrnuþjálfara í áratug og hjá fjórum félögum, en þeir starfa nú saman hjá Leikni í Breiðholti. Kjartan Guðmundsson ræddi við Björgvin, sem er forfallinn fótboltaáhugamaður, um starfið og tímann sem er vel varið. HARÐUR PÚLLARI Heimili Björgvins á sambýlinu Bleikargróf er skreytt munum tengdum eftirlætis enska liðinu, Liverpool, í hólf og gólf. Í baksýn sést danska landsliðstreyja Daniels Agger sem varnarmaður Liverpool færði Björgvini að gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Fyrst og fremst hefur Bjöggi gríðarlegan áhuga og ástríðu fyrir knattspyrnu. Slíkt smitar út frá sér og er svo mikilvægt í öllum íþróttum, sama hvort um ræðir þjálfara, leik- menn, stjórnarmenn eða áhorf- endur. Hann er líka grjótharður og er mættur út á völl í tíu stiga gaddi. En Bjöggi hefur líka góða sýn á leikinn. Hann hefur farið á þjálfaranámskeið hjá KSÍ, gefur góð ráð í sambandi við æfingar og hefur áunnið sér virðingu leikmanna í gegnum þetta allt. Það er mikill stuðningur af honum,“ segir Willum Þór Þórsson knattspyrnu- þjálfari og samstarfsmaður Björgvins. Willum sækir Björgvin á allar æfingar og segir góða vináttu hafa þróast milli þeirra. „Það er smá aukasnúningur að sækja Bjögga en ekkert til að tala um, enda er hann virkilegur skemmtilegur, mikill húm- oristi og lífgar upp á þessar ferðir á æfingar, til dæmis þegar við vorum hjá Keflavík og keyrðum suður með sjó. Svo er Bjöggi líka afar traustur og tryggur sínu fólki. Þótt við séum Leiknismenn í dag fer hann einu sinni í viku í Valsheimilið og fylgist vel með KR-ingum og Keflvíkingum. Hann stendur með sínum.“ Willum er Chelsea-maður en Björgvin stuðningsmaður Liverpool. Aðspurður segir Willum Björgvin eitt sinn hafa verið fremur viðkvæman fyrir neikvæðum skotum á Liverpool en það hafi breyst með tímanum. „Við hlæjum að þessum ríg í enska boltanum, enda er nóg fyrir okkur að taka ábyrgð á liðinu okkar. Undan- farin ár hef ég, sem Chelsea-maður, verið í þeirri aðstöðu að geta skotið harkalega á Liverpool en nú er hann farinn að geta bombað harkalega á móti. Þetta er bara skemmtilegt.“ Hann segir samstarfið ganga mjög vel. „Það er oft talað um að ég geti verið hvass og farið mikinn á línunni í leikjum, en ég held að það sé misskilningur því Bjöggi ber ábyrgðina á mestu af þessu. Ef ég kalla eitthvað inn á völlinn, til dæmis áhersluatriði sem þarf að minna á, tónar Bjöggi það margfalt. Ég held að Bjöggi sé orðinn miklu meira vandamál fyrir dómara heldur en ég nokkurn tíma,“ segir Willum og hlær. BJÖRGVIN ER HÁVÆRARI EN ÉG AÐSTOÐARÞJÁLFARI Willum Þór og Björgvin hafa farið saman á flestar æfingar hjá KR, Val, Keflavík og Leikni síðasta áratuginn. Willum segir mikilvægt að hafa Björgvin með sér á línunni, enda gefi hann góð ráð og áhugi hans smiti út frá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.