Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 6
10. mars 2012 LAUGARDAGUR6
Verð frá
Við ætlum að elta góða veðrið í allt sumar og bjóðum
flug á frábæru verði til Barcelona á Spáni, Bologna
á Ítalíu og Basel í Sviss. Hafðu sólarolíuna til taks og
bókaðu sól og sumaryl á www.icelandexpress.is
Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum
Settu upp
sólgleraugun
fyrir sumarið!
25.900 kr.
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is
HópadeildIcelandExpressFáðu tilboð fyrir hópinn þinn!
IÐNAÐUR Ólöglegt er að flytja inn
sorp og spilliefni frá Bandaríkjun-
um, að mati Árna Finnssonar, for-
manns Náttúruverndarsamtaka
Íslands. Í bréfi sem Árni hefur
sent þingmönnum kemur fram að
ákvæði Basel-samningsins komi í
veg fyrir slíkan innflutning.
Bréfið sendi Árni í kjölfar þess
að Fréttablaðið greindi frá því að
bandaríska sorpeyðingarfyrirtæk-
ið Triumvirate Environmental hefði
lagt fram kauptilboð í sorpeyðingar-
stöðina Kölku á Suðurnesjum. Kaup-
tilboðið lagði Triumvirate fram með
það fyrir augum að flytja úrgang
frá Norður-Ameríku til Íslands og
brenna í sorpeyðingarstöðinni, sem
er í Helguvík.
Basel-samningurinn svokallaði
er alþjóðasamningur sem hefur
það að markmiði að draga úr flutn-
ingi spilliefna á milli landa. Þá er
honum sérstaklega ætlað að koma
í veg fyrir að spilliefni frá ríkum
löndum séu losuð í fátækum löndum.
Í bréfi Árni er vísað til tveggja
greina í samningum. Samkvæmt
þeirri fyrri er aðildarríki að samn-
ingum ekki leyfilegt að flytja inn
sorp frá ríki sem hefur ekki aðild
að honum en Bandaríkin hafa
ekki staðfest
samninginn.
Greinin gildir
nema Ísland og
Bandaríkin geri
með sér sér-
stakan tvíhliða
samning sem þó
má ekki ganga
s k e m u r e n
ákvæði Basel-
samningsins gera. Segir Árni að
slíkur samningur hafi ekki verið
gerður og því sé fyrirhugaður inn-
flutningur óheimill samkvæmt
lögum. - mþl
Segir fyrirætlanir bandaríska sorpeyðingarfyrirtækisins Triumvirate ólögmætar:
Ólögmætt að flytja inn sorp
ÁRNI FINNSSON
FÓLK „Ég er búin að eiga hunda síðan 1983 og þetta
er held ég það allra skemmtilegasta sem ég hef
kynnst í sambandi við hunda,“ segir Brynja Tomer,
sem átti hugmyndina að því að hundar bættust í hóp
heimsóknarvina Rauða krossins, sem heimsækja
ýmsa samfélagshópa í hverri viku.
Brynja hafði verið á ráðstefnu í Svíþjóð árið 2005
þar sem umfjöllunarefnið var hvernig hundar gætu
bætt lífsgæði manna. Hundarnir heimsækja nú
einkaheimili, hjúkrunarheimili, spítala og sambýli
meðal annars ásamt eigendum sínum. Hundarnir
þurfa að standast próf hjá Brynju til að fá að heim-
sækja fólk. „Þetta er ofboðslega gefandi, það sem
er svo gaman við þetta er að allir njóta góðs af. Þeir
sem fá hundana í heimsókn hafa yfirleitt gaman að
því að umgangast dýr.“
Fríða Björnsdóttir á þrjá hunda og fékk nýlega
leyfi fyrir þá alla. Hún hefur farið í nokkur skipti
með hundinn Möndlu á Hrafnistu í Kópavogi og
hefur haft gaman af því. - þeb
Hundavinir hjá Rauða krossinum heimsækja fólk í hverri viku og vekja lukku:
Ofboðslega gefandi fyrir alla
ÁNÆGJA Á HRAFNISTU Lára Herbjörnsdóttir kann greinilega
vel við Möndlu, sem Fríða Björnsdóttir hefur komið með í
heimsókn á Hrafnistu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigurjón M. Egilsson
stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
ICESAVE Tilskipun um innistæðu-
tryggingar var rétt innleidd hér
á landi og engin mismunun átti
sér stað innan innistæðutrygg-
ingakerfisins milli íslenskra og
erlendra innistæðueigenda. Þetta
kemur fram í greinargerð vegna
málsvarnar íslenskra stjórnvalda
í Icesave-málinu sem send var til
EFTA-dómstólsins í fyrradag og
gefin var út í gær.
Stjórnvöld vísa því kröfu Eftir-
litsstofnunnar EFTA (ESA) alfarið
á bug, eins og segir í tilkynningu
og krefjast þess að dómstóllinn
hafni kröfu ESA.
ESA telur að íslenska ríkið
hafi brotið gegn fyrrnefndri til-
skipun með því að íslenska inni-
stæðutryggingakerfið hafi hyglað
innistæðueigendum í íslenskum
bönkum með því að færa þær inni-
stæður inn í nýja banka án þess að
tryggja greiðslur til innistæðueig-
enda Icesave-reikninga í Bretlandi
og Hollandi.
Hvað varðar brot á innistæðu-
tryggingartilskipuninni segir í
málsvörninni að ekki hafi verið
brotið gegn henni, enda sé hvergi
kveðið á um að íslenska ríkinu hafi
borið að leggja tryggingarsjóðnum
til fjármuni ef eignir hans dygðu
ekki til. Ekkert slíkt trygginga-
kerfi geti staðist allsherjar banka-
hrun og hvergi sé til þess ætlast.
Þá hafi innistæðueigendur í Hol-
landi og Bretlandi fengið greitt úr
tryggingarsjóðum sinna ríkja og
þeir sjóðir fái greiðslur úr búi
Landsbankans. Allir innistæðu-
eigendur, hvort sem er í innlend-
um eða erlendum útibúum gömlu
bankanna, hafi fengið forgangsrétt
við skipti úr búum bankanna. Því
sé tryggt að enginn muni skaðast
og enginn innistæðueigandi sé því
lakar settur en annar.
Stjórnvöld vísa kröfu
ESA alfarið á bug
Í málsvörn íslenskra stjórnvalda vegna Icesave-málsins er því haldið fram að
tilskipun um innistæðutryggingar hafi verið rétt innleidd og engin mismunun
hafi átt sér stað varðandi meðferð íslenskra og erlendra innistæðueigenda.
EFTA-DÓMSTÓLLINN Íslensk stjórnvöld krefjast þess í málsvörn sinni að dómstóll-
inn hafni kröfu ESA í Icesave málinu. MYND/YAPH
„Ekkert innstæðutryggingakerfi stenst allsherjar bankahrun og ljóst er af
lögskýringargögnum og ýmsum úttektum að ekki er til þess ætlast. Við hrun
bankakerfis þarf að grípa til annarra aðgerða. Það var gert á Íslandi með
því að setja neyðarlögin og stofnsetja á grundvelli þeirra nýja banka. Allir
innstæðueigendur í innlendum sem erlendum útibúum fengu forgangsrétt
við skipti á búum gömlu bankanna. Með því hefur verið tryggt að enginn
innstæðueigandi varð lakar settur.“
Úr málsvörn stjórnvalda í Icesave-málinu
Enginn innistæðueigandi lakar settur
Ef dómstóllinn mun fallast á að
brotið hafi verið gegn tilskipun-
inni byggja íslensk stjórnvöld á
því að um óviðráðanlegar aðstæð-
ur hafi verið að ræða og því skuli
skylda ríksins falla niður. Trygg-
ingafjárhæðin sem um ræðir nemi
650 milljörðum króna, sem jafn-
gildi skatttekjum íslenska ríkis-
ins í hálft annað ár og þess háttar
fjármunir hafi ekki staðið Íslandi
til boða á þeim tíma sem um ræðir.
Hvað varðar mismunun milli
innistæðueigenda segir í máls-
vörn stjórnvalda að kröfur ESA
séu á misskilningi byggðar. Hvorki
íslenska innistæðutryggingakerf-
ið né íslenska ríkið hafi greitt
íslenskum innistæðueigendum.
Eignir Landsbankans greiði kröf-
ur bæði innlendra og erlendra
innistæðueigenda. Mismunandi
aðferðir við endurskipulagningu
bankakerfisins hafi verið „full-
komlega réttlætanlegar“ og það sé
viðurkennt af ESA og Hæstarétti.
ESA fær frest til að bregðast
við þessari greinagerð stjórnvalda
og leggja fram sín andsvör, sem
stjórnvöld hyggjast svara áður en
málflutningur hefst á síðari hluta
ársins. Tim Ward fer fyrir máls-
vörn íslenskra stjórnvalda.
thorgils@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Væntanleg starfslok for-
stjóra Norðurorku voru kynnt
starfsmönnum fyrirtækisins á
fundi í gærmorgun.
Fram kemur í tilkynningu
stjórnar Norðurorku að fráfar-
andi forstjóri, Ágúst Torfi Hauks-
son, hafi sagt upp starfi sínu.
„Ágúst mun að eigin ósk hverfa til
annarra starfa,“ segir þar.
Í annarri tilkynningu frá Jarð-
borunum kom svo fram að Ágúst
Torfi hefði verið ráðinn þar sem
forstjóri og hefji störf á næstunni.
- óká
Skiptir um forstjórastól:
Frá Norðurorku
til Jarðboranna
Hefur þú áhyggjur af umsvifum
glæpagengja á Íslandi?
Já 61,2%
Nei 38,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fylgist þú með fréttum af
Landsdómi?
Segðu þína skoðun inni á Vísi.is
KJÖRKASSINN