Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 12
12 10. mars 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 L eita þarf aftur til upphafsára Stígamóta til að finna sam- bærilegar tölur og í fyrra um komur til samtakanna. Ný mál á árinu voru 313 en fleiri hafa ekki leitað til til Stígamóta síðan 1994. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fróðlegri árs- skýrslu Stígamóta en í fyrra urðu þau tímamót hjá samtökunum að á þeirra vegum var opnað sólarhringsathvarf eða heimili sem sérstaklega er ætlað konum sem eru á leið úr vændi eða hafa verið seldar mansali. Opnun Kristínarhúss, en svo nefnist athvarf Stígamóta, er mikil og þörf viðbót við þá þjónustu sem þolendum kynferðisofbeldis hefur staðið til boða á vegum Stígamóta. Eftir því sem árin hafa liðið hefur komið fram vaxandi þörf á að sinna þessum hópi því þrátt fyrir að fyrsta ástæða þess að fólk leiti til Stígamóta sé oftast sifjaspell eða nauðgun þá hafa skjólstæðingar með vaxandi trausti farið að greina ráðgjöfum sínum frá því að hafa stundað vændi. Þetta er í fyrsta sinn sem konum í þessum aðstæðum stend- ur til boða búsetuúrræði og langtímameðferð sem sniðin er að þörfum þeirra. Fram til þessa áttu þær þess kost að dvelja í Kvennaathvarfinu en þjónustan þar er sniðin að öðrum hópi þolenda ofbeldis, þ.e. þolendum ofbeldis í nánum samböndum. Sömuleiðis höfðu Stígamót stundum milligöngu um að konur leituðu sér þjónustu erlendis en ekki þarf að fjölyrða um hversu miklu máli það skiptir að geta nú boðið konum á leið úr mansali og vændi samhæfða þjónustu með bæði húsaskjóli og sérhæfðri meðferð á vegum sömu samtaka. Sem fyrr er þorri þeirra sem leita til Stígamóta konur. Hlutur karla sem kemur í Stígamót vex þó hægt og sígandi og í fyrra voru 11,5 prósent þeirra sem leituðu til samtakanna karlar. Tæp 94 prósent þeirra sem höfðu beitt skjólstæðinga Stígamóta ofbeldi voru karlar og helst sú tala nokkuð stöðug. Þótt mikill meiri- hluti þolenda kynferðislegs ofbeldis séu konur er ljóst að nokkur hópur drengja verður fyrir slíku ofbeldi og að ofbeldi gagnvart drengjum liggur jafnvel í enn meira þagnargildi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart stúlkum og konum. Þjónusta Stígamóta er því einstaklega mikilvæg drengjum og karlmönnum sem hafa verið í vændi eða orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hvorki meira né minna en 5.946 einstaklingar hafa leitað aðstoðar Stígamóta á 22 starfsárum samtakanna. Sumir þeirra hafa væntanlega staðið stutt við meðan aðrir hafa jafnvel árum saman unnið að því að byggja upp sjálfsmynd sína undir leiðsögn Stígamótakvenna. Þannig hafa samtökin stutt konur og karla í gegnum erfiðari vinnu og uppbyggingu á lífi sínu en flestir ganga nokkru sinni í gegnum. Samtök sem stutt hafa slíkan fjölda fólks til betra lífs skipta samfélagið miklu máli. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Það væri skaði ef örlög stjórnarskrármálsins yrðu endaslepp. Af hinu myndi þó hljótast enn meira tjón ef hugmyndir að breytingum fengju ekki fullnægjandi fræðilega skoðun og umræðu. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort einhver ráð séu til að draga málið upp úr keld- unni. Forsætisráðherra hefur notað stjórnarskrármálið til að magna pólitísk átök. Það gleður suma en skilar litlu. Vilji menn ná árangri væri vænlegra að leita eftir sam- stöðu á Alþingi þegar málið kemur til kasta þess á ný. Við skipan í stjórnarskrár- nefndina 2005 kröfðust fulltrú- ar Samfylking- arinnar og VG neitunarvalds. Formaðurinn, Jón Kristjáns- son þáverandi heilbrigðisráðherra, brást vel og hyggilega við þeirri ósk. Með engu móti er unnt að segja að full- trúar minnihlutans hafi misnot- að þá stöðu. En hún skýrir samt hvers vegna nefndin þurfti lítið eitt lengri tíma. Ef brugðið yrði á þetta ráð nú væri það ekki meira stílbrot en svo að stjórnarflokkarnir gætu með sanni sagt að þeir væru sam- kvæmir sjálfum sér. Annað úrræði gæti verið að skipta heildarendurskoðuninni í tvo áfanga. Þannig mætti afgreiða fyrir næstu alþingiskosningar þau álitaefni sem pólitískt eru brýnust og hafa fengið nægjanlega umræðu og fræðilega skoðun á undanförn- um árum. Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Auðlindamálin eru pólitísk-asta viðfangsefnið við end-urskoðunina. Að því leyti er rétt að hafa það sem forgangsverkefni. Þá spyrja menn: Er það ekki pólitískt óleysanlegt mál? Þegar skyggnst er undir yfir- borð umræðunnar fer því fjarri. Það er sennilega mest rædda álitaefnið. Í áliti auðlindanefndar undir for- ystu Jóhannesar Nordal voru fyrir áratug settar fram hugmyndir um stjórnarskrárbindingu auðlinda- ákvæðis. Á bak við þær var sam- staða allra þáverandi þingflokka. Undirnefnd stjórnarkrárnefnd- arinnar frá 2005 undir forystu Bjarna Benediktssonar ræddi svip- aða lausn. Fyrir kosningarnar 2007 varð samkomulag um texta að auð- lindaákvæði milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þó að óráð hafi þótt að afgreiða hann í skyndi. Annað mikilvægt og ítarlega skoðað viðfangsefni er að setja stjórnarskrárákvæði um málsmeð- ferð og þjóðaratkvæðagreiðslu, komi til þess að taka þurfi ákvörð- un um aðild Íslands að alþjóðasam- tökum þar sem fullveldisákvörðun- um er að ákveðnu marki deilt með öðrum þjóðum. Um þetta hefur verið góð samstaða alveg óháð því hvort menn eru fylgjandi eða and- vígir því að slíkt skref verði stigið. Mikilvægt er að ákveða leikregl- urnar um mál af þessu tagi áður en tekist er á um efnisatriði hugs- anlegs samkomulags. Í því sam- bandi má nefna spurninguna um hvort gera á kröfu til þess að ákveð- inn hundraðshluti kosningabærra manna þurfi að samþykkja slíka samninga auk meirihluta þeirra sem greiða atkvæði. Þá mætti breyta ákvæðum stjórn- arskrárinnar um kjördæmaskipan og kosningar á þann veg að heim- ilt yrði að skipa þeim málum með almennum lögum enda fengju þau staðfestingu þjóðarinnar í allsherj- aratkvæðagreiðslu. Eins má stjórn- arskrárbinda ákvæði um hvern- ig standa skuli að breytingum á stjórnarskránni í samræmi við samkomulag allra flokka í skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 2007. Stærsta álitaefnið þrautrætt Hér hafa verið nefnd mik-ilvæg pólitísk viðfangs-efni sem auðveldlega má setja í forgang. Með vísan í forsöguna má ætla að unnt verði að ná um þau breiðri samstöðu á Alþingi. Það væri betra að draga þessi afmörkuðu viðfangsefni upp úr keldunni en að taka áhættuna af því að málið sökkvi í heild. Álitaefni varðandi þingræðisregl- una, aðgreiningu valdþátta og for- setaembættið gætu komið til end- urskoðunar á næsta kjörtímabili. Allt eru það spurningar sem þarfn- ast meiri fræðilegrar umfjöllun- ar og dýpri almennrar umræðu en kostur hefur verið á. Stutt er síðan veigamiklar breytingar voru gerð- ar á köflunum um Alþingi og mann- réttindi. Engin brýn þörf er því á að hraða endurskoðun þeirra svo að hætta sé á að hlutir komi mönnum í opna skjöldu eftir á. Með skiptingu af þessu tagi gæti niðurstaða síðari áfanga legið fyrir í góðum tíma fyrir forsetakosning- ar árið 2016. Samtímis áfangaskipt- ingu stjórnarskrárvinnunnar má einnig semja um að jafnhliða næstu alþingiskosningum verði sérstakt þjóðaratkvæði um framhald aðildar- viðræðnanna við Evrópusambandið. Samstaða um slíka málsmeðferð þessara tveggja stóru mála gæti gjörbreytt pólitísku andrúmslofti í landinu. Það sem meira er: Þungu oki yrði létt af væntanlegum hús- bónda eða húsfreyju á Bessastöðum; jafnvel svo að enginn þyrfti að sitja þar af einskærri skyldurækni gegn vilja sínum. Oki létt af Bessastöðum Árshátíð FEB Árshátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin í félagsheimilinu Stangarhyl 4, laugar daginn 17. mars næstkomandi kl. 19. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir skemmtir, „Öðlingarnir“, Blásarasveit FÍH, leika létt lög o.fl. verður til skemmtunar. Vinabandið leikur síðan fyrir dansi. Hátíðarmatseðill er á boðstólum og miðaverð er 5.500 krónur. Allir félagsmenn og gestir þeirra eru velkomnir. Miðapantanir og nánari upplýsingar í síma 588 21 11 og á skrifstofu félagsins að Stangarhyl 4. Skemmtinefnd FEB Langt er síðan fleiri hafa leitað til Stígamóta en í fyrra: Slæmar fréttir eða góðar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.