Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa & næring LAUGARDAGUR 10. MARS 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Sölumaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hugmyndin er að þátttak-endur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og læri að setja saman veislu með tiltölulega litlum tilkostnaði og fyrirhöfn,“ segir Mar- entza Poulsen smurbrauðsjómfrú létt í bragði. Þar á hún við fyrirhug- að matreiðslunámskeið á vegum Sæmundar Fróða, Lærðu listina við smurbrauðsgerð, sem haldið verður í húsnæði Hótel- og matvælaskól- ans í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 19. til 22. mars. Á námskeiðinu kennir Marentza hvernig búa á til hefðbundið smur- brauð og smárétti á ódýran og til- tölulega einfaldan hátt þar sem hollustan er aldrei langt undan. „Fólk þjálfar leikni sína í að velja og áætla hráefni í rétti. Hvernig ná á réttum handtökum við að smyrja brauð, snittur, tapas, canapé og pinnamat, velja skraut og vinna að skrautgerð, vinna með eggja- og kjöthlaup, brauðtertugerð, sam- lokugerð og að smyrja hefðbundin smurbrauð,“ nefnir Marentza sem dæmi. Þá segist hún ætla að fjalla um hvernig halda á fyrirhafnarlitla veislu við mismunandi tækifæri og nefnir fermingarveislur sem dæmi. „Reynslan hefur kennt mér að þægilegt getur verið að halda veisl- ur sem eru bæði sitjandi og stand- andi. Þá er ekki nauðsynlegt að fara út af heimilinu, þó að rýmið sé ekki mikið og þarf þá ekki að fá lánaða fleiri stóla eða borð fyrir utan hús- gögnin á heimilinu. Oft myndast meiri stemning við þær aðstæður, gestirnir og fermingarbarnið ná að tengjast betur ef gestirnir fá ekki tækifæri til þess að hópa sig saman í grúppur eins og oft vill verða í sitj- andi boðum. Allt umfang verður miklu minna fyrir foreldra sem eru að fara að ferma, eiga ekki mikið á milli handanna og vilja gera sína veislu sjálfir. Þetta minnkar álagið.“ Námskeiðið segir Marentza því vera kjörið fyrir byrjendur sem og lengra komna í matargerð hvort sem nýta á kunnáttuna heima í eld- húsi eða í atvinnuskyni. „Ávinning- urinn er tvímælalaust mikill.“ Upplýsingar og skráning eru á vefsíðunum www.idan.is og www. sfrodi.is eða veittar í síma 590-6400 og 594-4082. Ljúffeng listaverk Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú er annáluð fyrir matargerð sína. Hún miðlar af reynslu sinni á námskeiði í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi 19.-22. mars. Marentza Poulsen kennir gerð hefðbundins smurbrauðs og smárétta á námskeiði í Hótel- og matvælaskólanum í mars. MYNDIR/STEFÁN Kínverska hugmyndin um góða heilsu snýst um lífs-stílinn í heild. Fólk þarf að finna sitt jafnvægi, bæði andlega og líkamlega og það er hugmynd- in að baki heilsumeðferðunum hjá okkur,“ segir Qing, eigandi Heilsu- drekans. Hún segir líkama manneskj- unnar taka stanslausum breyting- um yfir æviskeiðið. Því dugi ekki sama meðferð á alla, finna þurfi hvað henti hverjum og einum hverju sinni. Í Heilsudrekanum starfa einungis kínverskir sérfræð- ingar sem vinna eftir aldagömlum kínverskum hugmyndum. „Þegar við tökum á móti fólki spjöllum við um hvaða ástæður liggja að baki líðan þess. Gott er að punkta niður hvernig svefninn er, hvernig viðkomandi borðar og hve- nær, hvað hann drekkur og hve- nær og hvernig hann klæðir sig m iðað v ið árstíð og einn- ig hvernig mat- a r æ ð ið b r e y t i s t miðað við árstíð. Kínverska að- ferðin snýst um smáatriðin, við skoðum daglegt líf og venjur og ráðleggjum meðferð í samræmi við það.“ Hjá Heilsudrekanum er boðið upp á heilsumeðferð sem inni- heldur fjölbreytta möguleika, meðal annars bólgu- og gigtar- meðferðir og nálastungur. Þá er inni í pakkanum heilsudekur sem byggist upp á kínversku nuddi og þá er kennd kínversk leikfimi, til dæmis hugræn kínversk teygju- leikfimi með rólegum hreyfing- um, Tai Chi og Qi gong. Einnig er kennt Kung fu fyrir unglinga og börn. „Við vinnum gegn ýmiss konar kvillum með hefðbundnum kín- verskum lækningum og notum meðal annars til þess kínverskar jurtir,“ útskýrir Qing. „Við seljum margar tegundir a f k í n- versku tei gegn ólík- um kvillum, svo sem svefn- leysi, höfuðverk, háum blóðþrýst- ingi og meltingar- stíflum svo eitthvað sé nefnt. Við hjálpum fólki að finna hvaða te hentar því og hversu oft það þarf að drekka það. Þetta snýst allt um að finna þína eigin leið til að efla líkama þinn.“ Hægt er að kaupa heilsumeð- ferð sem heildarpakka eða kaupa einungis leikfimi, heilsudekur eða te. Nánari upplýsingar er að finna á www.heilsudrekinn.is. Jafnvægi á heilsuna Í gegnum áraþúsundir hafa Kínverjar þróað mjög fullkomnar aðferðir til að efla líkama og heilsu. Þeim aðferðum má kynnast í Heilsudrekanum í Skeifunni 3j. Qing, eigandi Heilsudrekans, segir kínversku hugmyndina að góðri heilsu snúast um smáatriðin. MYND/VALLI FÆÐA SEM HÆGIR Á ÖLDRUN Andoxunarefni vernda frumuhimnur líkamans fyrir tæringu og stundum er gengið svo langt að segja þau hægja á öldrun líkamans. Litríkir ávextir og grænmeti innihalda mikið af náttúrulegum andoxunar- efnum. Dæmi um ávexti sem innihalda mikið magn andoxunarefna eru hindber, brómber, jarðarber, bláber og ananas. Úr þessum ávöxtum má einmitt búa til fyrirtaks hristing til að byrja daginn með. HEIMAELDAÐ Í HÁDEGISHLÉINU Hádegismaturinn er mikilvægur í dagsins önn. Takmarkaðu því ferðirnar út í sjoppu eftir óhollum samlokum og gosi og sparaðu líka ferðirnar á veitingastaði, það er hollara fyrir veskið og þig. Eldaðu þess í stað næringarríkan og staðgóðan mat heima að morgni og taktu með þér í vinnuna. Með smá fyrirhyggju er lítið mál að malla súpu meðan þú hefur þig til og grípa með á brúsa. Lauksúpa með grænmeti fyrir 4 10 sjallottlaukar smátt skornir 2 kartöflur afhýddar og skornar 2 gulrætur afhýddar og skornar Þá má nota lúku af frosnum grænum baunum og því grænmeti sem þú átt í ís- skápnum í það skiptið. 50 g smjör 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 200 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk Skerðu niður grænmetið kvöldið áður. Skelltu því svo í pott að morgni og helltu soðinu yfir og láttu það malla í 20 mínútur meðan þú hendist í sturtu. Bættu þá rjómanum út í og láttu suðuna koma upp og helltu súpunni á brúsa. Gríptu með þér brauð til að hafa með. VÍTAMÍN Því er haldið fram að líkaminn þurfi þrettán mismunandi gerðir vítamína úr fæðu til að starfa eðlilega og gegnir hvert og eitt misjöfnu hlutverki í líkamanum. Skortur á þeim eykur líkur á hörgulsjúkdómi. Vítamínum má skipta í vatnsleysanleg vítamín og fituleysanleg vítamín. B-vítamínin, sem eru átta alls, og C-vít- amín teljast til vatnsleysanlegra vítamína. A-, D-, E- og K-vítamín eru aftur á móti fituleysanleg vítamín. Sé vatnsleysanlegra vítamína neytt í of miklu magni skilar umframmagnið sér út með út með þvagi og eru afleiðingarnar að mestu skaðlausar. Fituleysanlegt magn safnast hins vegar fyrir í líkamanum, aðallega í lifrinni og getur haft ýmis hættuleg áhrif. Heimild: visindavefur.hi.is Fyrir 4. 1 dl hindber 1 dl bláber 1 dl jarðarber 1 dl skorinn ananas 1 banani 2 dl klaki 2 dl fjörmjólk Komið öllu í blandara, maukið vel og hellið í glös. Eins er sniðugt að hella maukinu í íspinnamót og frysta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.