Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. mars 2012 19 Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. Annars vegar var þetta fyrirtækjamenn- ingin, sem ég þóttist sjá að mark- aði sterkt rof í íslenskri menn- ingu og íslensku mentalíteti, hins vegar nokkuð sem virtist þá vera jaðarfyrirbæri og við getum kall- að öfgamaskúlínisma. Ég lagðist í síður eins og kallarnir.is og seinni síður og skoðaði tungutak, birt- ingarmyndir ákveðinna viðhorfa og samskiptamáta og ekki síst hug- myndalegan grunn. Hvaða hug- myndir höfðu þessir strákar eins og Kallarnir sem síðan urðu sumir hverjir vinsælir í fjölmiðlum? Því er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum svo vel sé en ríkur þáttur í þeim er ákveðin tegund húmors sem einkennist af því að vera ekki fyndinn. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að nauðgunarhótanir eru ekki fyndnar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las texta eftir kunningja minn þar sem fyrir kemur góð spurning: Hvernig fara menn að því að bera upp tillöguna um að fremja hópnauðgun? Svarið við spurningunni er algerlega handan seilingar ef ég miða við þá meira og minna sívílíseruðu menn sem ég umgengst alla jafna. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund hvernig hægt væri að ýja að slíku innan hóps þótt hægt sé að reyna að sjá það fyrir sér hvernig nauðg- unarórar grassera í einum stökum kolli ofbeldismanns. Það er að segja: Jú, það er hægt að ímynda sér hvernig þetta gerist ef þessi ákveðna tegund öfgamas- kúlínisma er ríkjandi í þröngum hópi og það er auðveldara að sjá það fyrir sér að slíkt sé meira en fræðilegur möguleiki þegar þessi sama tegund af herskáum öfga- maskúlínisma er einnig ríkjandi í nærumhverfi tiltekins hóps, hvað þá ef hún er útbreidd í sam- félaginu. Og öfgamaskúlínisminn hefur ótvírætt breiðst út. Við getum líkt þessu við leikritið Nashyrningana eftir Eugène Ionesco: Einn af öðrum breytast íbúar bæjar í nas- hyrninga sem hlaupa út um allt og ryðja öllu úr vegi sem fyrir verður. Þeir skynsömustu þrjóskast lengst við, halda í vitið, siðmenninguna, mennskuna, sjálfstæða hugsun sína, en um síðir verða allir nas- hyrningar. Er ekki reyndar eitthvert nas- hyrningssyndróm nokkuð víða í íslensku samfélagi þessa dag- ana? Manni finnst stundum að samfélagsumræðan einkennist af því að tala með einu horni á nef- inu fremur en beinlínis tveimur hrútshornum svo að næsta skref sé að hlaupa rymjandi um götur og skeyta hvorki um kvikt né dautt. Of sjaldan er minnt á hug- sjónir, of sjaldan er reynt að sjá framtíðina fyrir sér eins og hún ætti að vera, of oft er einblínt með einþykkju á nýjasta smotterí dagsins í stað þess að taka slag- inn við stóru málin, hnattræna hlýnun, jarðveginn sem skapast hefur í íslensku samfélagi fyrir öfgahreyfingar. Okkur hættir til að kveikja á auðveldustu hugsun- um og ryðjast áfram í réttmætri reiði okkar án þess að skoða málin. Ef nashyrningssyndrómið smeyg- ir sér inn í fleiri anga samfélags- ins, hvern krók og kima, er hætt við að illa fari. Ekki síst skulum við passa okkur sjálf, að breytast ekki í nashyrninga. Ekki eina ein- ustu tegund nashyrninga. Í þessu grúski mínu þarna um árið fannst mér sem ég hefði kom- ist nærri einhverjum hugmynda- legum kjarna öfgamaskúlínism- ans. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er að sjá sem barn- Öfgamaskúlínismi ungir drengir geti smitast af þess- ari menningu, menningu öfga- maskúlínismans. Svo er að sjá sem hetjur hennar geti náð til þeirra með sinni ófyndnu fyndni og lagt grunn að andrúmslofti þar sem allra verstu uppástungur eru félagslega samþykkjanlegar. Höldum okkur við líkingar úr bókmenntum. Risasnákurinn Hýdra með höfuðin níu varð ekki unninn því fyrir hvert höfuð sem höggvið var af spruttu tvö ný. Ein- hvern veginn þannig koma hetjur öfgamaskúlínismans manni fyrir sjónir, hverfi einn koma tveir nýir. Og það er enginn Herkúles í sjón- máli til að taka kvik- indið. Fyrir mína parta hef ég ekkert sérstak- lega mikla trú á því að höggva burt höfuðin. Bæði er að ég er ekki Herkúles og svo hefur mér fundist síðustu ár einhvern veginn frjórra og eðlilegra að mennta- menn eins og ég sjálfur grunuðu sjálfa sig um græsku, tækju gagn- rýni femínismans til sín og skoðuðu jafnrétti í eigin hópi í stað þess að framvísa gagnrýninni takk fyrir á Jón Jóns- son verkamann og lýsa sjálfa sig femínískan Herkúles. En hvernig er í alvöru hægt að ráðast gegn menningu sem gerir alvondar uppá- stungur segjanlegar? Með herskáum hætti, til dæmis. Með aktív- isma. Með gjörningum, með skrifum, í gegnum stjórnmál, í gegnum bókmenntir, með því að grafa undan mas- kúlínistamenningunni sjálfri, með því að öðlast skilning á henni, með því að ráðast gegn lygð, hræsni, hálfvelgju, tvískinn- ungi. Með því að karlmenn sjáist sem mest gera eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni: Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tón- list, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs. Öfga- maskúlínismann má brjóta á bak aftur með því að ráðast að sjálfri hugmyndalegri rót hans. Samfélagsmál Hermann Stefánsson rithöfundur Öfgamaskúl- ínismann má brjóta á bak aftur með því að ráðast að sjálfri hug- myndalegri rót hans. arionbanki.is – 444 7000 Þriðjudaginn 13. mars verður haldinn fræðslufundur um skattaskil einstaklinga þar sem Guðrún Björg Bragadóttir, viðskiptafræðingur á skatta- og lögfræði- sviði KPMG fer yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð skattframtals. Samsköttun maka og foreldra og barna Meðferð frádráttar vegna styrkja, viðhalds og/eða endurbóta á húsnæði Reglur um barnabætur og vaxtabætur Fundurinn verður í Arion banka, Borgartúni 19 og hefst kl. 17.30. Spurningum um skattamál verður svarað í lok fundar. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Skattamál á mannamáli Þér er boðið á fræðslufund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.