Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 102
10. mars 2012 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN Nafn: Elsa Nielsen Starf: Grafískur hönnuður Aldur: 37 ára Búseta: Seltjarnarnes Foreldrar: Anna Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri og Kjartan Nielsen kerfisfræðingur. Fjölskylda: Gift Páli Ásgeiri Guð- mundssyni og á þrjú börn. Stjörnumerki: Krabbi. Elsa er grafískur hönnuður og hannaði klukkuna Lukku ásamt Þor- björgu Helgu Ólafsdóttur. „Þetta er auðvitað svekkjandi en ég er ekki þannig týpa að ég svekki mig á hlutum sem ég get ekki breytt,“ segir fyrirsætan Kol- finna Kristófersdóttir sem missti af tískuvikunni í París vegna þess að hún tognaði á fæti. Kolfinna er nú komin heim til Íslands þar sem hún hvílir fótinn samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Ástæðan fyrir tognuninni ku vera mikið álag en Kolfinna þurfti að klæðast himinháum hælum í flest- um sýningum á tískuvikunni. „Ég byrjaði að finna til í London því að skórnir sem við fengum voru fárán- legar háir og óþægilegir. Ég hélt samt áfram og fór til Mílanó þar sem ég hitti hönnuði og vann oft alla nóttina. Þegar ég var svo á leið- inni til Parísar versnaði þetta svo mikið að ég þurfti að leita til læknis sem sagði mér að hvíla í allavega tvær vikur,“ segir Kolfinna sem nýtur þess núna að slappa af á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo, hefur heldur betur sleg- ið í gegn í fyrirsætuheiminum en hún hefur gengið tískupallana fyrir hönnuði á borð við Marc Jacobs, Karl Lagerfeld og Donatellu Ver- sace á tískuvikunum. Einnig var Kolfinna valin flottasta fyrirsæta tískuvikunnar í London af lesend- um Style.com. „Þetta er búið að vera mikil törn og mér fannst geðveikt að hitta og vinna með Karl Lagerfeld og Dona- tellu Versace,“ segir Kolfinna og viðurkennir að það hafi fyrst verið stressandi að ganga tískupallana og vera mynduð bak og fyrir af heims- pressunni. „Ég var rosa stressuð fyrst í New York en svo vandist þetta. Ég fæ samt fiðrildi í magann fyrir hverja sýningu en það er bara skemmtilegt,“ segir Kolfinna sem heldur aftur út á vit ævintýranna í næstu viku. - áp Missti af tískuvikunni í París sökum meiðsla SVEKKJANDI Heitasta fyrirsæta landsins, Kolfinna Kristófersdóttir, missti af tískuvikunni í París er hún tognaði á fæti en hún hvílir sig nú á Íslandi. Lifestream Bowel+ meltingarensímin tryggja betri meltingu, meiri upptöku á næringaefnum. Lagar uppþembu og verki í maga og ristli. Gott við Candida. Fljótvirkt. Regluleg inntaka tryggir vellíðan. Inniheldur: Meltingarensím • HUSK trefjar 5 teg acidofilusgerla • Inulin FOS probiotic og prebiotics. Nútíma meðhöndlun á matvælum eyðileggur ensímin í matnum því skortir flesta meltingarensím. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fæst: Apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Nettó. Bragðgott, 2 tsk á dag Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Lau 10/3 kl.19 UPPSELT Sun 11/3 kl.16 örfá sæti laus Fim 15/3 kl.19 aukasýning Fös 16/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 17/3 kl.19 UPPSELT Sun 18/3 kl.16 ný sýning Fös 23/3 kl.19 ný sýning Lau 24/3 kl.19 ný sýning Sjónvarpsþættirnir Game of Thro- nes verða Evrópufrumsýndir á Stöð 2 þann 2. apríl. Fyrsti þáttur- inn verður því sýndur á sjónvarps- stöðinni innan við sólarhring eftir frumsýninguna á HBO í Banda- ríkjunum. Fyrsta þáttaröð Game of Thrones sló í gegn er hún var sýnd í fyrra og bíða því margir fullir eftirvæntingar eftir framhaldi þáttanna. Nýja þáttaröðin var að hluta til tekin upp hér á landi síð- asta haust og flutti Fréttablað- ið meðal annars fréttir af því. Að sögn Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrár- sviðs 365, þykir fréttnæmt að sjónvarpsstöð á Íslandi skuli slá öðrum evrópskum sjónvarpsstöðv- um við í þessum málum, en í fyrra var það sjónvarpsstöðin Sky sem hlaut frumsýningarréttinn. Þátta- röðin verður ekki sýnd í flestum Evrópulöndum fyrr en í maí. „Við óskuðum eftir því við HBO að fá að sýna fyrsta þáttinn sól- arhring á eftir frumsýningunni í Bandaríkjunum og fengum það. Það kann að vera að Íslands- tengingin hafi liðkað aðeins til fyrir okkur,“ segir Pálmi sem fékk góðu fregnirnar á fimmtu- daginn. Einhverjar tilfæringar verða gerðar á dagskrá Stöðvar 2 í kjölfarið svo hægt verði að hefja sýningar á Game of Thrones svo snemma. Pálmi kveðst afar ánægður með fréttirnar enda sé þáttaröð- in mjög vinsæl og eigi sér marga aðdáendur hér á landi. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi þáttanna og er mjög spenntur fyrir næstu seríu. Það kitlar auðvitað líka að fá að sjá Ísland á sjónvarpsskján- um.“ Game of Thrones verða á dag- skrá á mánudagskvöldum klukk- an 21. - sm Fyrstir með Game of Thrones FRUMSÝNDIR Á ÍSLANDI Kit Harington fer með hlutverk í Game of Thrones sem voru að hluta til teknir upp á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við fáum útrás fyrir sköpunargáf- una í gerð sjónvarpsefnis,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, annar hluti tvíeykisins Simmi og Jói. Margir ráku upp stór augu á fimmtudagskvöld þegar þeir sáu að félagarnir eru meðframleiðend- ur þáttanna Andraland, sem hófu göngu sína á RÚV á fimmtudags- kvöld. Það á sér eðlilegar skýr- ingar þar sem Simmi og Jói eiga fjórðungshlut í Stórveldinu, sem framleiðir Andraland ásamt fjöl- mörgum öðrum þáttum. „Hugi Halldórsson, félagi okkar úr Popptíví, kom með þessa spenn- andi hugmynd á sínum tíma,“ segir Simmi. Þeir Jói slógu til og stofnuðu Stórveldið með honum. Simmi segir þá vinina því hafa komið heilmikið að framleiðslu sjónvarpsþátta þótt þeir séu jafn- framt áberandi í fjölmiðlum. Þeir hafi framleitt marga þætti með Stórveldinu, til dæmis Ameríska drauminn með Audda, Sveppa, Villa og Gillz, Mannasiði með Gillz og matreiðsluþætti Rikku. Auk framleiðslu sjónvarpsefn- is og þáttarins Simma og Jóa á Bylgjunni á laugardagsmorgnum reka þeir Hamborgarafabrikkuna. Simmi segir áhersluna á verk- efni ráðast af þeim hugmyndum sem þeir fái. „Við erum svo lán- samir að geta valið okkur verk- efni þar sem sköpunarkrafturinn nýtur sín, bæði í Stórveldinu og á Bylgjunni.“ Simma finnst vanta frjóa skapandi fjölmiðlamenn í sjónvarp og auglýsir eftir þeim hér með. SIGMAR VILHJÁLMSSON: VIÐ FÁUM ÚTRÁS FYRIR SKÖPUNARGÁFUNA HAMBORGARAGREIFAR FRAMLEIÐA SJÓNVARPSEFNI SJÓNVARPSEFNI OG HAMBORGARAR Simmi og Jói eru meðframleiðendur Andra- lands, sem var frumsýndur á RÚV á fimmtu- daginn. Þeir eiga fjórðungshlut í Stórveldinu, sem hefur framleitt fjölmarga þætti undan- farið, t.d matreiðsluþátt Rikku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.