Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 84
10. mars 2012 LAUGARDAGUR52 52 menning@frettabladid.is Nótur gömlu nútíðarinnar er heiti nýrrar bókar Þór- dísar Björnsdóttur sem hún samdi með hjálp að handan og gaf sjálf út hjá nýstofn- uðu útgáfufélagi sínu og systur sinnar. „Útgáfufélagið ÚTÚR ÝMSU kom þannig til að ég var búin að fara með bókina Nótur gömlu nútíðar- innar á milli forlaga og fá neitun. Ég er ekki þannig gerð að ég gef- ist auðveldlega upp og ákvað þess vegna, ásamt systur minni, að stofna forlag. Þessi bók er fyrsta verk af mörgum sem við ætlum að gefa út,“ segir Þórdís Björnsdótt- ir skáld. Ný bók hennar Nótur gömlu nútíðarinnar er ljóðabók og raun- ar ekki gefin út undir nafni henn- ar heldur er Emmalyn Bee skrifuð fyrir henni. „Þetta er sérstök bók. Mér finnst ég eiginlega ekki vera höfundur hennar. Ég skrifaði bókina með hjálp pendúls, ég lét pendúlinn velja stafina og út úr því kom þessi texti, eða grunnurinn að þessum texta. Ég hef verið að nota pend- úl lengi og gert ýmsar tilraunir. Þessi bók byrjaði sem samtal og svo sagði sá sem var að tala við mig, það var sem sagt einhver að tala við mig í gegnum pendúlinn að handan, að hann vildi skrifa bók. Og þetta er bara byrjunin, hann vill skrifa meira og næsta verkefni forlagsins er skáldsaga í þrem- ur bindum, sú fyrsta er tilbúin en bók númer tvö eiginlega líka,“ segir Þórdís sem upplýsir að veran í handanheimi heiti Zurkof. „Hann segist að minnsta kosti heita Zur- kof, en hann lýgur rosalega mikið þannig að ég veit ekki hvort það er satt. Og höfundarnafnið á bók- inni Emmanuel Bee stendur fyrir þessa samvinnu,“ segir Þórdís og bætir við að útgáfufélagið ætli líka að gefa út óvenjuleg spáspil og bækur eftir systur hennar, Brynju Dís Björnsdóttur. „Það fylgir því mikið frelsi að vera með sitt eigið útgáfufélag sem mér þykir frábært. Ég hef mjög miklar skoðanir á hönnun og umbroti og þykir gaman að standa í þessu sjálf,“ segir Þórdís að lokum. sigridur@frettabladid.is BÓK AÐ HANDAN NEI EÐA JÁ Þórdís með pendúlinn sem sveiflast í hring yfir stöfunum ef handanveran Zurkof samþykkir þá en til hliðar ef hann vill þá ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Von okkar færir okkur þjáningar vegna nöturs gæfulausrar næturinnar. Fyrirfram mótaðar hugsanir finna gæfu okkar næturstað. Hugsanir næra hráslagalega puðnúandi göngu okkar. Gæfan færir okkur gæfuleysuna svo við megum verða við sjálf. NÓTUR GÖMLU NÚTÍÐARINNAR RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON , doktor í íslenskri stuðla- setningu, er nýr formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Steindór Andersen hefur gegnt því starfi undanfarin ár við góðan orðstír en afhenti Ragnari Inga veldissprotann á aðalfundi í gærkveldi. Kvennaskólinn í Reykjavík - opið hús 13. mars 2012 - Þriðjudaginn 13. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og for- ráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, www.kvenno.is. Verið velkomin. Skólameistari LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON FÖSTUDAGINN 16. MARS KL. 20 - FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.