Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 10. mars 2012 59
Britney Spears er í þann mund að skrifa
undir samning um að vera dómari í
sjónvarpsþáttunum X-Factor. Talið er að
hún fái í sinn hlut tíu milljónir dollara,
eða um 1,2 milljarða króna, fyrir næstu
þáttaröð.
Stutt er síðan maðurinn á bak við
þættina, Simon Cowell, hrósaði hinni
þrítugu söngkonu í útvarpsþætti. „Það
að hún sé enn umtalaðasta, ekki bara
poppstjarnan, heldur manneskjan í
heiminum í dag þýðir að hún býr yfir
einstökum hæfileikum,“ sagði hann og
hélt áfram: „Hún er þrautseig. Það að
hún hafi komist í gegnum alls konar
hluti og er enn sjóðheit með vinsælar
plötur sýnir að hún er afar sérstök.“
Áhorfið á fyrstu þáttaröðina af X-
Factor var undir væntingum í fyrra
og var áhorfið meira á keppinaut-
inn American Idol. Búið er að reka
dómarana Paulu Abdul og Nicole
Sherzinger. Cowell hefur ekkert
viljað segja hvaða dómarar taka
við af þeim en hefur staðfest að
þeir verða báðir kvenkyns.
Spears er ein af mörgum
sem hafa verið orðaðar við
dómarastólinn. Janet Jack-
son var ein þeirra en talið er
að hún hafi ekki getað tekið
að sér starfið vegna væntan-
legrar tónleikaferðar.
Leikarahjónin fyrrverandi Billy
Bob Thornton og Angelina Jolie
ákváðu að skilja vegna þess að
Thornton vildi ekki eignast börn
með Jolie. Þetta segir fyrrver-
andi eiginkona hans, Melissa
deBin-Parish. Hún var gift
Thornton á árunum
1978 til 1980 og
segir að lítill
áhugi hans á
börnum hafi fært
þau í sundur.
„Ég veit að hann
vildi ekki hafa
börn í kring-
um sig á þeim
tíma. Skoðið
bara hvað gerð-
ist. Hún ætt-
leiddi Maddox
og hann hvarf
á braut,“ sagði
hún. Thornton
og Jolie hittust
árið 1999 og gift-
ust eftir tveggja
mánaða sam-
band. Þremur
mánuðum eftir
að Jolie ættleiddi
Maddox skildu þau.
Engin börn
með Jolie
ENGIN BÖRN Billy Bob
Thornton er sagður ekki hafa
viljað eignast börn með Jolie.
Tvíburasysturnar Ashley og
Mary-Kate Olsen viðurkenna í
nýju viðtali við Elle UK að þær
fái gjarnan sömu hugmyndina á
sama tíma.
Systurnar slógu í gegn á barns-
aldri fyrir leik sinn í sjónvarps-
þáttunum Full House en hafa nú
alfarið snúið sér að fatahönnun
og öðrum rekstri. Þær segjast
mjög nánar, svo nánar að stund-
um virðast þær deila sama huga.
„Við löðumst að ólíkum hlutum
en erum þó alltaf sammála. Ég
er ekki viss um að við áttum
okkur á hversu samstilltar við í
raun erum. Þetta er næstum eins
og einn heili sem deilist á tvær
manneskjur,“ sagði Ashley við
blaðamann Elle.
Hugsa eins
SAMSTILLTAR Ashley og Mary-Kate
Olsen eru mjög samrýndar og hugsa
eins. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Kyra Sedgwick hefur
verið gift leikaranum Kevin Bacon
í 23 ár en segist enn fá fiðring í
hvert sinn sem hún sér eiginmann
sinn.
„Kjarninn í sambandinu hefur
ekki breyst mikið öll þessi ár.
Þegar hann gengur inn í herbergi
fæ ég enn fiðring og hugsa: „Mikið
er hann myndarlegur.“ Þið getið
spurt hvern sem er, ég held að til-
finningar mínar í hans garð séu
nokkuð augljósar. Ég er enn að
kynnast honum og tilhugsunin um
að eldast með honum finnst mér
bæði spennandi og ógnvænleg,“
sagði leikkonan í nýlegu blaðavið-
tali.
Fær fiðrildi í magann
ÁSTFANGIN Kyra Sedgwick fær fiðring í
hvert sinn sem hún sér eiginmann sinn,
Kevin Bacon.
NORDICPHOTOS/GETTY
Britney Spears á leið í X-Factor
Á LEIÐ Í X-FACTOR?
Britney Spears er
sögð ætla að taka
að sér dómarahlut-
verkið í X-Factor.