Fréttablaðið - 24.03.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 24.03.2012, Síða 2
24. mars 2012 LAUGARDAGUR2 Tómas, verður þetta ekki að vera alveg hárnákvæmt hjá rakaranum? „Alveg hárrétt, annars förum við í hár saman.“ Tómas Hlíðarsson vekur víða athygli fyrir þann nýstárlega sið að raka mynstur í hár sitt. Auk þess mun sendiherrann deila persónulegri reynslu sinni af þátttöku í öllum sjö formennskutíðum Dana í ESB. Sendiherra Danmerkur, Søren Haslund, ræðir áherslur Dana í formennsku fyrir Evrópusambandið á opnum fundi í Evrópustofu, mánudaginn 26. mars kl. 17:00-18:00. Formennska Dana í ESB Opinn fundur í Evrópustofu: Erindið fer fram á ensku. Allir velkomnir! Suðurgötu 10 | 101 Reykjavík | Sími 527 5700 | evropustofa.is SPURNING DAGSINS BANDARÍKIN „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjafor- seti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virð- ist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmiss konar mót- mæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls,“ segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger sak- sóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur,“ sagði Lee þegar hann tilkynnti um brott- hvarf sitt. - gb Lögreglustjóri og saksóknari víkja úr embætti í Flórída vegna dráps á unglingspilti: Obama vill láta rannsaka málið til hlítar BILL LEE Lögreglustjórinn í Sanford víkur úr embætti tíma- bundið meðan málið er rannsakað. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Vitinn á Breiðinni á Akra- nesi verður opinn almenningi í dag. Tilraunir verða gerðar með opnun vitans fyrir ferðamenn á laugardögum á næstunni. Hægt verður að fara upp í vit- ann og njóta útsýnisins. - þeb Vitinn á Breið á Akranesi: Opna vitann fyrir almenning EFNAHAGSMÁL Frumvarp að eins konar regnhlífarlögum fyrir alla fjármálastarfsemi landsins verð- ur lagt fram á þingi í haust, ef hug- myndir sem settar eru fram í nýrri skýrslu um framtíðarskipan fjár- málakerfisins verða að veruleika. Tilgangurinn með slíkri ramma- löggjöf væri að samþætta reglur um banka, verðbréfafyrirtæki, lífeyrissjóði og opinbera lána- sjóði á borð við Íbúðalánasjóð, og tryggja þannig að í grundvallar- atriðum gildi sambærilegar reglur um alla þá starfsemi, og jafnframt að kveða með skýrum hætti á um verkaskiptingu opinberra stofnana og hvar ábyrgðin liggur á eftirliti með stöðugleika fjármálakerfisins í heild sinni. Hluti af slíkri löggjöf væri sér- stakt stöðugleikaráð undir forystu efnahags- og viðskiptaráðherra. Fyrirmyndin að því yrði samráðs- hópur Seðlabankans um fjármála- stöðugleika, sem starfaði árin fyrir hrun, en stöðugleikaráðið hefði þó mun víðtækari heimildir til upplýs- ingaöflunar og inngripa. Hugmyndin sem sett er fram í skýrslunni er að í ráðinu sætu einn- ig fjármála- og velferðarráðherra, Seðlabankastjóri og forstjórar Fjár- mála- og Samkeppniseftirlits. Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, setti vinnu við skýrsluna af stað í fyrrahaust og núverandi ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, kynnti hana til sögunnar í gær. Á fundinum áréttaði Steingrím- ur að í skýrslunni væri ekki að finna beinar tillögur heldur frem- ur hugmyndir að leiðum sem hægt væri að fara til að koma í veg fyrir að sams konar ástand skapaðist aftur á íslenskum fjármálamarkaði og það sem leiddi til hrunsins 2008. „Það verður ekki undan því vik- ist að taka þetta allt til endurskoð- unar,“ sagði Steingrímur á fundin- um í gær. Steingrímur hefur þess vegna skipað sérfræðingahóp sem ætlað er að fara yfir skýrsluna og skila tillögum um breytingar á lagaum- gjörð fjármálamarkaðarins fyrir haustið. Í hópnum sitja Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sem einnig hafði veg og vanda af skýrslugerð- inni, Gavin Bingham, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá BIS-bank- anum í Basel, og Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjár- málaeftirlitsins. Jafnframt kom fram í máli Stein- gríms að meðal þess sem yrði skoð- að sérstaklega væri aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka- þjónustu, sem flest rök hnigu að, og staða innistæðutryggingakerfisins. stigur@frettabladid.is Regnhlífarlög sett um fjármálamarkað Stöðugleikaráð skipað æðstu mönnum, með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og inngripa, er meðal hugmynda sem settar eru fram í nýrri skýrslu um framtíð íslensks fjármálakerfis. Von er á frumvörpum til lagabreytinga á haustþingi. VIÐAMIKIL SAMANTEKT Í skýrslunni, sem er rúmar hundrað blaðsíður, er farið yfir orsakir þess ástands sem hér skapaðist fyrir hrun og í hruninu, og hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞJÓÐKIRKJAN Agnes M. Sigurðar- dóttir, sóknarprestur í Bolungar- vík, og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Nes- kirkju, fengu flest atkvæði í kjöri til bisk- ups. Talið var í gær. Þar sem eng- inn fékk meira en helming atkvæða þarf að kjósa aftur á milli Agnes- ar og Sigurðar. Það verður gert í byrjun apríl. Agnes varð efst í kjör- inu með 131 atkvæði, Sig- urður næst- ur með 120 atkvæði og á eftir þeim komu Sigríður Guðmarsdóttir með 76 atkvæði, Örn Bárður Jónsson með 49, Kristján Valur Ingólfsson með 37, Gunnar Sigurjónsson með 33, Þórhallur Heimisson með 27 atkvæði og síðastur varð Þórir Jökull Þorsteinsson með tvö atkvæði. Kjörsókn var 95 pró- sent. - sh Talið í kjöri til biskups: Kosið aftur á milli Agnesar og Sigurðar AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR SR. SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON DÓMSMÁL Dómari hafnaði í gær kröfu Lárusar Welding og Guð- mundar Hjaltasonar um að þeir fengju afhenta geisladiska með hljóð- og myndupptökum af skýrslum sem þeir gáfu hjá sér- stökum saksóknara við rannsókn á tíu milljarða lánveitingu Glitn- is til Milestone. Niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar. Lárus, sem var forstjóri Glitn- is, og Guðmundur, sem var yfir fyrirtækjasviði hans, eru ákærð- ir fyrir umboðssvik við lánveit- inguna. Þeim hafði verið veittur frest- ur þar til í gær til að skila grein- argerðum í málinu en það gerðu þeir þó ekki í gær. Búist er við að boðað verði til annars þing- halds fljótlega þar sem greinar- gerðunum verður skilað. - sh Lárus og Guðmundur tapa: Upptökur af yfirheyrslum ekki afhentar GENF, AP Mannréttindaráð Samein- uðu þjóðanna hvatti stjórnvöld í Sri Lanka í gær til að rannsaka að fullu meinta stríðsglæpi á meðan borgarastyrjöld stóð í landinu. Stjórnarherinn og aðskilnaðar- sinnar Tamíltígra bárust á bana- spjótum í 26 ár fram að fulln- aðarsigri stjórnvalda árið 2009. Rannsaka á glæpi hjá báðum hinna stríðandi fylkinga. Stjórnvöld í Sri Lanka brugð- ust ókvæða við tilmælunum, sem þeir sögðu vera afskipti af innan- ríkismálum þeirra. - þj SÞ um stríðið í Sri Lanka: Vilja sjá stríðs- glæparannsókn DÓMSMÁL Einn þriggja pólskra manna sem réðst inn í verslun úrsmiðsins Franks Michelsen á Laugavegi í október og rændi þaðan 49 úrum hefur játað verkn- aðinn. Hann situr nú í varðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Sviss og framseldur til Íslands. Einn hefur þegar verið dæmd- ur í fimm ára fangelsi vegna málsins. Sá kom aldrei inn í verslunina heldur ók mönnunum þremur og ætlaði að flytja úrin úr landi falin í bíl. Hann sagðist bara hafa hlýtt skipunum. Sá framseldi hefur aðra sögu að segja. Hann vísar ábyrgð á skipulagningu ránsins að nær öllu leyti á bílstjórann. Þriðji ræninginn er í haldi í Sviss vegna þarlendrar lögreglu- rannsóknar og þess fjórða er leit- að í Póllandi. - sh Úraræningi í varðhaldi: Vísar mestri sök á bílstjórann LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn frá embætti Ríkislögreglustjóra fylgja nú ráðherrunum Steingrími J. Sig- fússyni og Ögmundi Jónassyni hvert fótmál. Þá eru heimili þeirra vöktuð allan sólarhringinn. Ástæðan er sú að ráðherrunum hafa borist hótanir, að því er fram kom í fréttum RÚV í gær. Öryggisgæsla mun einnig hafa verið aukin í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, en henni fylgja þó ekki lögreglu- menn. Ekkert þeirra þriggja vildi tjá sig um málið við fjölmiðla í gær umfram það að þau fylgdu fyr- irmælum lög- reglu í þessum efnum. „Mér þætti betra að ræða þetta mál ekki við fjölmiðla, fjölskyldu minnar vegna og margra ann- arra,“ sagði Steingrímur á tröpp- um stjórnarráðshússins. „Lögreglan hefur passað vel upp á mig, eins og hún vonandi gerir upp á okkur öll,“ sagði Ögmund- ur Jónasson, sem er ráðherra lög- reglu- og dómsmála, og kvaðst ekki vita hvort aðgerðirnar tengd- ust skipulögðum glæpagengjum. „Þú verður bara að spyrja lögregl- una,“ sagði Ögmundur. „Lögreglan hefur fullkomlega með þetta að gera og við skiptum okkur ekkert af þessu máli. Við hlýðum því sem þeir segja í hví- vetna.“ Ríkislögreglustjóri vildi hins vegar engar upplýsingar veita um málið og sagði það aldrei gert í málum sem þessum. - sh Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni hafa borist hótanir: Lífverðir gæta tveggja ráðherra ÖGMUNDUR JÓNASSON Það verður ekki undan því vikist að taka þetta allt til endurskoð- unar. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.