Fréttablaðið - 24.03.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 24.03.2012, Síða 6
24. mars 2012 LAUGARDAGUR6 Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 svefnpláss fyrir 2 140x200 cm svefnpláss fyrir 2 140x200 cm einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - extra þykk og góð springdýna einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - góð springdýna SUPREME RECAST deluxe kr. 169.800 kr. 149.800 DAGUR & NÓTT EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s birti í gær uppfært mat á lánshæfi ríkissjóðs. Í mat- inu kemur fram að fyrir fram endurgreiðsla ríkis- sjóðs og Seðlabankans á lánum frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum hafi haft jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs þótt einkunn þess sé ekki breytt. Ríkissjóður og Seðlabankinn tilkynntu þann 16. mars síðastliðinn að til stæði að endurgreiða alls 116 milljarða króna af lánum frá AGS og Norður- löndunum. Nemur sú upphæð um 20% þeirra lána sem tekin voru hjá þessum aðilum. Í umsögn Moody‘s segir að endurgreiðslan geri endurgreiðsluferil stjórnvalda auðveldari viðfangs. Þá sparist um 10 milljarðar króna sem annars hefðu farið í vaxtagreiðslur. Þá fjallaði Moody‘s um þrengingu gjaldeyrishaft- anna sem Alþingi samþykkti þann 12. mars síðast- liðinn. Segir Moody‘s aðgerðina endurspegla hversu flókið það sé að viðhalda gjaldeyrishöftum. Fyrir- tækið telur hana þó hafa verið nauðsynlega og segir trúðverðugleika afnámsáætlunar stjórnvalda hafa aukist við hana. Loks segir í umsögn fyrirtækisins að losun haftanna sé ögrandi viðfangsefni sem sé enn skammt á veg komið. - mþl Moody‘s fjallar um fyrir fram endurgreiðslu á AGS-lánum og þrengingu hafta: Bætir horfur um lánshæfi ríkissjóðs FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Moody‘s kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir fram endurgreiðsla á hluta lána frá AGS og Norður- löndunum spari stjórnvöldum 10 milljarða króna í vaxta- greiðslur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna. Þrátt fyrir að ríkið komi til móts við konur sem vilja láta fjarlægja púðana úr brjóstum sínum, þurfa þær samt sem áður að greiða lágmarksgjald fyrir aðgerðina, sem er 30 þúsund krónur. „Svo er maður hræddur um konurnar sem eru með púða en þora ekki að láta fjarlægja þá vegna þess að þær vilja ekki enda brjóstalausar. Þær hafa einfald- lega ekki efni á því að fá nýja púða,“ segir Saga. Eins og fram hefur komið verða nýir púðar ekki settir í konurnar í sömu aðgerð, þó þær greiði sjálfar fyrir þá. Búið er að fjarlægja PIP-púða úr ellefu konum á Landspítalanum og eru áætlað- ar fleiri aðgerðir út næsta mánuð. Sumir púðarnir eru komnir í mauk og hafa aðgerðirnar reynst mun umfangsmeiri en búist var við í fyrstu, að sögn Sögu. „Það eru mjög slæm tilvik,“ segir Saga. „En sem betur fer eru þeir ekki allir svona slæmir.“ Henni finnst líklegt að fleiri tugir kvenna muni fara í formlega lögsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem bæði flutti inn PIP-púðana og setti þá í konurnar, þegar aðgerðunum lýkur. - sv PIP-púðar sem fjarlægðir voru úr konum á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi voru komnir í mauk: Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð PIP FJARLÆGÐUR Á LANDSPÍTALANUM Saga Ýrr lýsir sumum púðunum sem teknir voru úr brjóstum kvennanna á LSH eins og appelsínumarmelaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlut- fall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnun- arkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skil- yrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verð- ur það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunar- kerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigu- markaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorsk- aflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vant- ar kvóta. Þessi afli er utan við fyrr- nefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum teg- undum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opin- ber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlut- deild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heim- ildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Óljóst með makrílinn Gjaldtaka á sjávarútveginn verður tvíþætt samkvæmt nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða. Handhafar kvóta fá nýtingarleyfi, ekki samning við ríkið. Þorskafla umfram 202 þúsund tonn verður skipt milli útgerða og leigupotts. Á LOÐNU Góð afkoma útgerðanna mun skila auknum tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjald mun kosta grunnþjónustu eins og hafrannsóknir og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR KJÖRKASSINN Er það þín tilfinning að dregið hafi úr einelti á Íslandi? Já 30% Nei 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú notað spjaldtölvu? Segðu skoðun þína á Vísir.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.