Fréttablaðið - 24.03.2012, Qupperneq 8
24. mars 2012 LAUGARDAGUR8
D vítamín
dropar fyrir börn
Þú getur nálgast LIVOL D-vítmín
bækling á næstu heilsugæslu.
Icepharm
a
Okkur vantar
hreint og
beint fólk
ISS óskar eftir flokkstjórum og
almennu starfsfólki í ræstingar
Flokkstjóra á heilbrigðisstofnun vinnutími 8-16
Flokkstjóra vinnutími 8-16
Flokkstjóra vinnutími 8-13
Almenna starfsmenn á hótel 50-100% vinnu
Almenna starfsmenn dagvinna 60-100% vinna
Almenna starfsmenn kvöldin 25-75% vinna
Umsækjendur verða að
vera íslenskumælandi.
Vinsamlegast athugið að skila þarf
inn ljósriti af sakavottorði frá heimalandi
með umsóknum.
Umsókn er hægt að fylla út á heimasíðu
ISS, www.iss.is eða á skrifstofu ISS að
Austurhrauni 7, 210 Garðabæ.
Nánari upplýsingar gefur
starfsmannstjóri, siggah@iss.is
lifandi fyrirtæki
Sameinaði lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum sínum
til kynningarfunda í Reykjavík og á Akureyri um
upphaf lífeyristöku. Fundunum er ætlað að gefa svör
við helstu spurningum sem vakna um lífeyrismál þegar
starfslok nálgast.
KYNNINGARFUNDIR
FYRIR VÆNTANLEGA
LÍFEYRISÞEGA
Til umfjöllunar verða:
• Ákvæði samþykkta sjóðsins um lífeyristöku.
• Atriði sem mestu ráða um hvenær sjóðfélagar ákveða að
hefja töku lífeyris.
• Tengsl lífeyris frá sjóðnum við lífeyri almannatrygginga.
• Aðrar hagnýtar upplýsingar sem tengjast þessum tímamótum.
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
51
33
3
Fundarstaðir og tími
REYKJAVÍK: 27. mars, kl. 17.00 í Borgartúni 30.
AKUREYRI: 11. apríl, kl. 16.00 að Skipagötu 14, 4. hæð.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á fundinn í Reykjavík eigi
síðar en mánudaginn 26. mars, í síma 510 5000 eða
með því að senda tölvupóst á mottaka@lifeyrir.is, með
upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer.
Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
FRAKKLAND Franska lögreglan seg-
ist ekki hafa neina ástæðu til að
halda að Mohammed Merah hafi
verið í sambandi við hryðjuverka-
samtökin al Kaída, hvað þá feng-
ið skipanir frá þeim, jafnvel þótt
hann hafi fullyrt það sjálfur.
Hinn 23 ára gamli Merah féll
fyrir byssukúlu leyniskyttu á
fimmtudag, þegar sérsveit lögregl-
unnar réðst inn í íbúð hans í Tou-
louse í Frakklandi eftir meira en
þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði
myrt sjö manns, þar af þrjú börn,
í samtals þremur skotárásum á
rúmlega viku.
Rannsókn lögreglunnar beinist
meðal annars að því hvort hann
hafi verið einn að verki. Helst
beinist athyglin að eldri bróður
hans, Abdelkader, sem er 29 ára,
og svo að Olivier Corel, sem jafn-
an er nefndur „hvíti emírinn“ og
er grunaður um að hafa reynt að fá
unga múslima í Frakklandi til liðs
við málstað hryðjuverkamanna.
Abdelkader er í haldi lögregl-
unnar ásamt kærustu sinni. Móðir
þeirra bræðra er einnig í gæslu-
varðhaldi. Þeir bræður eru fransk-
ir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír,
en foreldrar þeirra skildu fyrir
nærri tuttugu árum.
Lögreglan útilokar ekki að
Abdelkader hafi verið vitorðsmað-
ur eða jafnvel sá sem atti yngri
bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið
hans fundust vopn og sprengiefni.
Að sögn franskra fjölmiðla neit-
ar hans hins vegar allri aðild að
morðunum og haft er eftir rann-
sóknarmönnum að hann sé engan
veginn jafn líklegur eða fús til
ofbeldisverka og yngri bróðirinn.
Báðir tilheyrðu bræðurnir
hreyfingu salafista, sem er strang-
trúarhreyfing súnní-múslima, með
mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og
víðar. Lögreglan hefur verið gagn-
rýnd fyrir að hafa ekki áttað sig
á því sem Merah var með í undir-
búningi þrátt fyrir að hafa fylgst
lauslega með bræðrunum árum
saman.
„Það telst ekkert lögbrot í sjálfu
sér að vera í salafistahreyfingu,“
sagði Francois Fillon, forsætisráð-
herra Frakklands, og tók fram að
lögreglan hefði ekki fundið neinar
beinar vísbendingar um að hætta
stafaði af Merah: „Við höfum
engan rétt til þess að fylgjast stöð-
ugt með einhverjum sem hefur
enn ekki framið neinn glæp.“
Rob Wainwright, yfirmaður
Evrópulögreglunnar Europol,
segir hins vegar ljóst að hvort
sem Merah hafi verið í beinum
tengslum við al Kaída eða ekki, þá
hafi verk hans greinilega sótt inn-
blástur til al Kaída.
gudsteinn@frettabladid.is
Lögreglan efast um
tengsl við al Kaída
Forsætisráðherra Frakklands kemur lögreglunni til varnar. Engar vísbendingar
um að Merah hafi fengið skipanir frá al Kaída. Fjölskylda tilræðismannsins
höfð í gæsluvarðhaldi. Grunur beinist meðal annars að bróður hans.
SÁRT SAKNAÐ Mæðgur leggja blóm við barnaskóla í Toulouse, þar sem þrjú börn og einn kennari létu lífið fyrr í mánuðinum.
NORDICPHOTOS/AFP