Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 13

Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 13
Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - 1 2- 07 23 Í nóvember 2010 úrskurðaði samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið að reglur Reykjavíkurborgar um úthlutun sérstakra húsaleigubóta brytu gegn jafnræðis- reglu. Ráðuneytið beindi þeim tilmælum til borgarinnar að breyta reglunum þannig að leigjendur í húsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins stæðu jafnfætis öðrum þegar kemur að úthlutun bótanna. Álit ráðuneytisins má lesa á slóðinni: http://www.obi.is/utgafa/urskurdir-og-alit/ Enn bólar ekkert á viðbrögðum frá borginni. Enn fá umsækjendur um sérstakar húsaleigubætur neitun án þess að mál hvers og eins sé skoðað, á grundvelli reglna sem ráðuneytið segir stríða gegn góðri stjórnsýslu og tilgangi laganna. Öryrkjabandalag Íslands kallar eftir skjótum við- brögðum frá stjórnendum Reykjavíkurborgar – annað er óásættanlegt. Ekkert um okkur án okkar Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á stjórnsýslumáli nr. 3/2010 (SAM10010038) 18. nóvember 2010 vegna reglna Reykjavíkurborgar við úthlutun sérstakra húsaleigubótaÞann 12. ágúst 2010 barst samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kvörtun frá Daníel Isebarn Ágústssyni fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands og Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins (hér eftir nefnd X) vegna fyrirkomulags Reykjavíkurborgar við úthlutun sérstakra húsaleigubóta. [...] Í málinu liggur fyrir að Reykjavíkurborg hefur sett sér reglur varðandi greiðslu sérstakra húsa- leigubóta, þ.e. reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík (hér eftir nefndar reglurnar). Í 3. mgr. 3. gr. þeirra segir: „Sérstakar húsaleigubætur eru fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu á almennum markaði eða í félagslegu leiguhúsnæði, þjónustuíbúðum eða öðru húsnæði í eigu eða á forræði Félagsbústaða hf., umfram almennar húsaleigubætur.“ Á grundvelli framangreinds ákvæðis hefur Reykjavíkurborg hafnað því að greiða þeim einstaklingum sem leigja húsnæði í eigu félags- og líknarsamtaka sérstakar húsaleigubætur þar sem slíkar íbúðir uppfylli ekki það skilyrði að flokkast sem íbúðir á almennum markaði. [...] Telur ráðuneytið að sú mismunun sem Reykjavíkurborg hefur valið þ.e. að hafna beiðni frá öðrum einstaklingum en þeim sem leigja annað hvort hjá Félagsbústöðum hf. eða á almennum markaði, án þess að fram fari heildstætt mat á aðstæðum umsækjenda, sé ekki mismunun er byggist á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið telur að sjónarmið að baki mismununinni sé ekki í samræmi við markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og gangi auk þess beinlínis gegn þeim markmiðum og tilgangi sem sérstöku húsaleigubótunum var ætlað að ná.[...] Því verður að telja að sú regla, sem fram kemur í 3. gr. reglnanna um að einungis þeir sem leigi hjá Félagsbústöðum hf. eða á almennum markaði geti átt rétt á sérstökum húsaleigubótum, sé til þess fallin að mismuna aðilum og sé í andstöðu við það grundvallarsjónarmið sem felst í jafnræðisreglu stjórnsýslunnar. Þá er einnig til þess að líta að jafnræðisreglan er sett til hagsbóta fyrir borgarana í samskiptum þeirra við handhafa hins opinbera valds, en markmið stjórnsýslu- laga er að tryggja réttaröryggi borgaranna í þeim samskiptum. Er það mat ráðuneytisins að borginni hafi borið að miða reglur sínar við það að allir þeir sem uppfylli skilyrði 4. og 7. gr. reglnanna séu í sambærilegri stöðu hvað varðar möguleika til úthlutunar á sérstökum húsaleigu- bótum. Annað feli í sér brot gegn þeirri jafnræðisreglu sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri í störfum sínum. Á grundvelli framangreinds beinir ráðuneytið þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að hún breyti reglum sínum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í samræmi við framan- greint. Fyrir hönd ráðherra Ragnhildur Hjaltadóttir Hjördís StefánsdóttirHVAÐ ÞARF REYKJAVÍKURBORG MÖRG ÁR TIL AÐ BREGÐAST VIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.