Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 13
Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
1
2-
07
23
Í nóvember 2010 úrskurðaði samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið að reglur Reykjavíkurborgar um
úthlutun sérstakra húsaleigubóta brytu gegn jafnræðis-
reglu. Ráðuneytið beindi þeim tilmælum til borgarinnar
að breyta reglunum þannig að leigjendur í húsnæði á
vegum Öryrkjabandalagsins stæðu jafnfætis öðrum
þegar kemur að úthlutun bótanna.
Álit ráðuneytisins má lesa á slóðinni:
http://www.obi.is/utgafa/urskurdir-og-alit/
Enn bólar ekkert á viðbrögðum frá borginni. Enn fá
umsækjendur um sérstakar húsaleigubætur neitun án
þess að mál hvers og eins sé skoðað, á grundvelli reglna
sem ráðuneytið segir stríða gegn góðri stjórnsýslu og
tilgangi laganna.
Öryrkjabandalag Íslands kallar eftir skjótum við-
brögðum frá stjórnendum Reykjavíkurborgar – annað
er óásættanlegt.
Ekkert um okkur án okkar
Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á stjórnsýslumáli nr. 3/2010 (SAM10010038) 18. nóvember 2010
vegna reglna Reykjavíkurborgar við úthlutun sérstakra húsaleigubótaÞann 12. ágúst 2010 barst samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kvörtun frá Daníel Isebarn
Ágústssyni fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands og Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins (hér
eftir nefnd X) vegna fyrirkomulags Reykjavíkurborgar við úthlutun sérstakra húsaleigubóta.
[...]
Í málinu liggur fyrir að Reykjavíkurborg hefur sett sér reglur varðandi greiðslu sérstakra húsa-
leigubóta, þ.e. reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík (hér eftir
nefndar reglurnar). Í 3. mgr. 3. gr. þeirra segir:
„Sérstakar húsaleigubætur eru fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu á almennum markaði eða í
félagslegu leiguhúsnæði, þjónustuíbúðum eða öðru húsnæði í eigu eða á forræði Félagsbústaða hf.,
umfram almennar húsaleigubætur.“
Á grundvelli framangreinds ákvæðis hefur Reykjavíkurborg hafnað því að greiða þeim
einstaklingum sem leigja húsnæði í eigu félags- og líknarsamtaka sérstakar húsaleigubætur þar
sem slíkar íbúðir uppfylli ekki það skilyrði að flokkast sem íbúðir á almennum markaði.
[...]
Telur ráðuneytið að sú mismunun sem Reykjavíkurborg hefur valið þ.e. að hafna beiðni frá
öðrum einstaklingum en þeim sem leigja annað hvort hjá Félagsbústöðum hf. eða á almennum
markaði, án þess að fram fari heildstætt mat á aðstæðum umsækjenda, sé ekki mismunun er
byggist á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið telur að sjónarmið að baki mismununinni sé
ekki í samræmi við markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og gangi auk þess beinlínis gegn
þeim markmiðum og tilgangi sem sérstöku húsaleigubótunum var ætlað að ná.[...]
Því verður að telja að sú regla, sem fram kemur í 3. gr. reglnanna um að einungis þeir sem leigi
hjá Félagsbústöðum hf. eða á almennum markaði geti átt rétt á sérstökum húsaleigubótum, sé til
þess fallin að mismuna aðilum og sé í andstöðu við það grundvallarsjónarmið sem felst í
jafnræðisreglu stjórnsýslunnar. Þá er einnig til þess að líta að jafnræðisreglan er sett til hagsbóta
fyrir borgarana í samskiptum þeirra við handhafa hins opinbera valds, en markmið stjórnsýslu-
laga er að tryggja réttaröryggi borgaranna í þeim samskiptum. Er það mat ráðuneytisins að
borginni hafi borið að miða reglur sínar við það að allir þeir sem uppfylli skilyrði 4. og 7. gr.
reglnanna séu í sambærilegri stöðu hvað varðar möguleika til úthlutunar á sérstökum húsaleigu-
bótum. Annað feli í sér brot gegn þeirri jafnræðisreglu sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri í
störfum sínum.
Á grundvelli framangreinds beinir ráðuneytið þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að hún breyti
reglum sínum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í samræmi við framan-
greint.
Fyrir hönd ráðherra
Ragnhildur Hjaltadóttir
Hjördís StefánsdóttirHVAÐ ÞARF
REYKJAVÍKURBORG
MÖRG ÁR TIL AÐ
BREGÐAST VIÐ?