Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 16

Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 16
16 24. mars 2012 LAUGARDAGUR Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverk- efnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjöl- breytt framboð verkefna og við- fangsefna þannig að atvinnu- leitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrk- ir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnu- markaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árs- lok 2011 höfðu um 5.000 ung- menni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu ára- mót höfðu 7.500 tekið þátt í verk- efninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða far- inn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleit- endur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverk- efnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða leng- ur. Með góðri samvinnu atvinnu- rekenda, sveitarfélaga, stéttar- félaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnu- rekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstæki- færi fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafn- arfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðu- neytisins og Vinnumálastofnun- ar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumark- aði né í námi ráðgjöf og stuðn- ing og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefna- meðferð eða starfsendurhæf- ingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleik- ar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harð- ast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerf- isins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðs- úrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysis- skrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnu- þátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynslu- ráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum rík- isins og sveitarfélögunum. Ákveð- ið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur stað- ið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verk- efnin eru að stærstum hluta fjár- mögnuð úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímæla- laust vel varið þar sem markmið- ið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt held- ur samfélagið í heild sinni. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi … Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mót- framboð kosti tugi ef ekki hundr- uð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila. Nýverið færði Svanur Krist- jánsson, prófessor í stjórnmála- fræði, nokkur rök fyrir því í Ríkisútvarpinu að Ólafur Ragn- ar Grímsson yrði sjálfkjörinn fimmta kjörtímabilið. Vógu þar þyngst rökin um kostnað en fleiri ástæður voru nefndar sem hefðu fælingaráhrif á mögulega mót- frambjóðendur. „Ísland hrundi undan þunga eigin spillingar,“ sagði Svanur og benti á að hið pólitíska vald hefði lengi verið í höndum hagsmuna- aðila og því „ekkert almanna- vald í landinu“. Hann kvað Ólaf Ragnar hafa notað 90 milljónir króna að núvirði til að ná kjöri 1996. Hugsanlegur mótfram- bjóðandi nú þyrfti, ef eitthvað væri, hærri fjárhæð vegna for- skots sitjandi forseta. Að vísu gætu útgerðarfyrirtækin látið „réttan frambjóðanda“ fá digr- an sjóð og þá væntanlega þann sem væri hlynntur áframhald- andi „sægreifavaldi á Íslandi“. En hann taldi ekki miklar líkur á að einhver færi í forsetaframboð í boði kvótakónga. Í aðdraganda forsetakosning- anna 1996 var ég með framsögu í Háskóla Íslands um lögmæti þess að peningaöfl réðu úrslitum í pólitík. Þar töldu sumir eðlilegt að pólitísk framboð væru fjár- mögnuð af stórfyrirtækjum. Ég benti á hættuna sem af því hlytist fyrir lýðræðið og vísaði í þekkt dómsmál fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna (Buckley gegn Valeo, 1976) þar sem tekist var á um það hvort fjármögnun framboða væri liður í stjórnarskrárvörðu tján- ingarfrelsi eða ógn við jafnræði borgara í lýðræðisríki. Hæsti- réttur Bandaríkjanna staðfesti þá lögmæti laga sem takmörk- uðu framlög í kosningasjóði en taldi þó frambjóðendum heimilt að nota eins mikið eigið fé og þeir réðu yfir, slíkt væri liður í póli- tísku tjáningarfrelsi. Þessi nið- urstaða varð umdeild enda hefur rödd peningaaflanna í pólitík leitt til þeirra mótmæla nú, sem kenna sig við 99 prósentin er berjast gegn spillingu, græðgi peninga- afla og hnignun lýðræðisins. Í lýðræðinu erum það við, almenningur sem ráðum. Völd- in eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. Þetta er sá grundvöllur sem öll mannrétt- indi hvíla á og rætur eiga í stór- merkum hugmyndum 18. aldar; Sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- ríkjanna 1776, Mannréttindayfir- lýsingu Frakka 1789 – og í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldar, Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu Þjóðanna 1948. Sérhver ein- staklingur er jafnborinn til virð- ingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin og slíkt er undir- staða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Í Mannréttindayfirlýsingunni segir að hverjum manni sé heim- ilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosning- um. Sú fagra draumsýn um betri veröld sem þarna birtist hefur síðar verið skrumskæld. Ein- staklingur má sín lítils nú gegn ægivaldi fjármagnsins. Nú vaða valdhafar víða fram í skjóli pen- ingaafla; rússneskir oligarkar sem urðu auðjöfrar í einkavæð- ingarferli á rústum kommúnism- ans standa að baki Pútín. Í Banda- ríkjunum býður sig enginn fram til forseta sem ekki hefur gífur- lega fjármuni á bak við sig. Og hér á Íslandi, eftir eitt mesta efnahagshrun allra tíma, kyngjum við því að enginn eigi erindi í framboð nema að hafa tryggt sér öfluga fjárhagslega bakhjarla. Á nýja Íslandi blasir við að for- setinn muni sitja í tuttugu ár. Engu að síður er teflt fram þeim rökum að hefðin mæli gegn mót- framboði við sitjandi forseta. Af hverju helgast sú hefð? Það hlýtur að vera hefð spillingarinnar því lýðræðishefðin gerir kröfu um mótframboð, um andstöðu, um breytingar. Í þriðja lagi voru þau rök nefnd að fjölmiðlum bæri ekki skylda til að kynna frambjóðendur. Það er rangt. Fjölmiðlum ber skylda til að miðla áfram til almennings öllum þeim upplýsingum sem almenning varða, eins og Mann- réttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. Fjölmiðill sem ekki miðlar slíkum upplýsingum er ekki að axla þá ábyrgð sem tján- ingar- og upplýsingafrelsið gerir kröfu um og er fylgifiskur þeirr- ar verndar sem fjölmiðlar njóta. Í fjórða lagi var þeirri ástæðu teflt fram sem hrella myndi mögulegan mótframbjóðanda að hann yrði „úthrópaður“ af stuðn- ingsmönnum forsetans – sem Evrópusambandssinni. Þjóðin ákveður endanlega hvort Ísland verður aðili að Evrópusamband- inu en ekki sá sem skipar emb- ætti Forseta Íslands. Þar ræður mestu að hæfileikamanneskja skipi þann sess, svo að ég vitni í stjórnskipunarrit Ólafs Jóhann- essonar, en hvorki einarður and- stæðingur né talsmaður Evrópu- sambandsaðildar. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og sameiningar- tákn þjóðarinnar en ekki fulltrúi sérhagsmuna eða sérstaks hóps innan hennar. Forsetinn er tals- maður þjóðarinnar; tákngerv- ingur hennar, vona hennar og styrks. Óháð því hvað fólki finnst um mögulega frambjóðendur eða for- setaembættið yfir höfuð er aðeins einn sigur í stöðunni og það er sigur fólksins í landinu en ekki peningaafla, sem rústa megin- reglu lýðræðisins um jöfn tæki- færi. Forseti Íslands og ægivald fjármagnsins Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur Atvinnumál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Forsetaembættið Dr. jur. Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður Í lýðræðinu erum það við, almenningur, sem ráðum. Völdin eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM Dómar Héraðsdóms Reykjavíkur um skattskyldu lána til hluthafa og skattskyldu manna heima og heiman 29. mars | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.