Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.03.2012, Qupperneq 18
18 24. mars 2012 LAUGARDAGUR Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um ein- elti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar banka- hrunsins. Það á bæði við á mark- aði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virt- um menningar- og menntastofn- unum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rann- sóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst u m menningu Á hverjum vinnustað mótast „heimilisandi“ eða samskipta- bragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þró- ast út frá stjórnunarstíl, mark- miðum og starfsháttum viðkom- andi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleik- ar. Á vinnustöðum þar sem gerð- ar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegð- un eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrir- tækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin“ (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðar- þjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félags- kerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjót- ist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrir- bæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólks Á sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnað- arlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum teng- ist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafn- framt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnu- stöðum þar sem ekki er vettvang- ur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíð- an sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerk- in koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niður- lægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir pers- ónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar ein- staklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfs- anda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mót- andi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjöl- skyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbind- ingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggi- legan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þor Í vinnustaðaeflingu er hand- leiðsla eða þróunarstarf oft byggt á kenningum um félagslega sam- smíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmynd- um og starfsháttum sem efla upp- byggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonat- hanrattner.com/index.php?/sel- ected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhug- tök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengj- ast siðfræðilegum skuldbinding- um í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðu- skuldbindingu, samábyrgð gagn- vart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggi- legra samskipta. Lokaorð Óskandi er að stjórnendur og yfir- menn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppileg- um ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og nið- urlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangurs- ríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskipta- kerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá. Einelti er kerfisfyrirbæri Samfélagsmál Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Óskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. AF NETINU Höft: 3 mánuðir eða 20 ár, spurning um vilja Gjaldeyrishöft verða ekki lögð af nema í landinu sitji ríkisstjórn með traustan meirihluta og skýra stefnu. Ríkisstjórn myndi tilkynna með 6 til 12 mánaða fyrirvara að höftum yrði aflétt. Almenningur og fyrirtæki fengju ráðrúm til að flýta eða fresta útgjöldum sem háð eru gjaldeyri, t.d. bifreiðakaupum. Krónan myndi falla um 20 til 60 prósent þegar höftunum væri aflétt og jafna sig á 5 til 15 prósenta lægra gengi en núna. Ferlið tæki nokkrar vikur. Það er ekkert mál að losa um gjaldeyrishöftin – aðeins spurning um pólitískan vilja. http://pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Það verða engin óhöpp Nú sýnist manni að 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi muni fljúga í gegn á Alþingi. 3ja megavatta virkjun er þegar farin að valda umhverfisspjöllum, menga Grjóta- gjá og senda mengað affallsvatn í átt að Mývatni, sem er aðeins fjóra kílómetra í burtu og landi hallar þar að auki að því. Samt verður ótrautt stefnt að því að þrítugfalda virkjunina og setja þann eina varnagla, að svæðið verði vaktað eftir að hún hafi risið og búið að binda samninga um orkusöluna til minnst 40 ára, helst 130 eins og upphaflega hjá Magma Energy. Það verða engin óhöpp. Engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur. Grípa allar gæsirnar þegar færi gefst! Skjóta helvítin! http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.