Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 26

Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 26
24. mars 2012 LAUGARDAGUR26 S kýrsla þingmannanefndar undir forystu Atla Gísla- sonar, þáverandi þing- manns Vinstri grænna, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, markaði nokkur tímamót. Þar má segja að þingheimur í heild sinni hafi opinberlega gengist við því í fyrsta sinn að margt hafi verið gagnrýnivert í störfum þings, ríkis- stjórnar og opinberra eftirlitsstofn- ana. Var enda þingsályktunartil- laga varðandi efni skýrslunnar og leiðir til úrbóta samþykkt einróma á þingi með atkvæðum allra 63ja þing- manna. Í ræðu sinni þegar hann mælti fyrir málinu á þingi hinn 13. sept- ember 2010 sagði Atli meðal annars: „[S]tóra niðurstaðan er þessi: Við föllumst á niðurstöður skýrslu rann- sóknarnefndarinnar í meginatriðum og þær eru í meginatriðum lagðar til grundvallar.“ Skýrsla þingmannanefndarinnar var yfirgripsmikil og komu þar fram umbótatillögur í tugum liða. Þær lutu að fjármálafyrirtækjum, eftir- litsstofnunum, stjórnsýslu, siðferði og samfélagi og loks Alþingi. Álykt- un þingsins í endanlegri mynd kvað hins vegar á um endurskoðun löggjaf- ar eða undirbúning nýrra laga í tólf liðum auk þess sem ráðist skyldi í þrjár rannsóknir eða úttektir. Skýr tímarammi Þessari umbótaáætlun var svo gefinn skýr tíma- rammi. Atli sagði það ein- mitt vera eitt mesta afrek skýrslunnar að setja skýran tímaramma og að nefnd skuli hafa eftirlit með að úrbótunum verði hrint í framkvæmd innan hans. „Miða skal við að þeim úrbótum verði lokið fyrir 1. október 2012,“ sagði Atli og bætti við: „Það þýðir á mannamáli að skýrslan eigi ekki að fara ofan í skúffu og rykfalla heldur eigi að fylgja henni eftir.“ Síðan þá hefur mikið starf verið unnið í stjórnsýslunni og á Alþingi. Forsætisráðuneytið hefur haft yfir- umsjón með innleiðingu tillagnanna fyrir hönd stjórnvalda og samkvæmt upplýsingum þaðan er umbótastarfið hafið og langt komið í flestum til- teknum liðum. Tveimur stórverkefnum lokið Þar má helst nefna endurskoðun laga um þingsköp Alþingis og laga um Stjórnarráð Íslands en ný lög tóku gildi síðasta haust. Lagabreytingarnar tvær voru víð- tækar og leituðust við að svara gagn- rýni á virkni þingsins, stjórnsýsl- unnar og framkvæmdavaldsins. Helstu markmið þingskapalaganna eru að gera starf þingsins markviss- ara með breytingum á nefndaskipan, og auk þess er staða þingsins gagn- vart framkvæmdavaldinu skýrð og styrkt að mörgu leyti. Í stjórnarráðslögunum er hins vegar leitast við að auka samhæfni og samvinnu milli ráðuneyta, meðal annars með stofnun ráðherranefnda í helstu málaflokkum þar sem mál- efnasvið ráðherra skarast. Önnur atriði sem tiltekin eru í þingsályktuninni og hefur formlega verið gengið frá með lagasetningu eru annars vegar endurskoðun lög- gjafar um háskóla og hins vegar lög- gjafar um fjármálastarfsemi. Misjöfn staða mála Þau atriði sem standa enn út af borð- inu eru mislangt á veg komin en þó öll í ferli. Sum eru þegar komin fram sem frumvörp, líkt og fjölmiðlalög- in, eða jafnvel komin til umræðu á þingi eins og upplýsingalögin. Önnur stendur til að leggja fram á vorþingi. Þar eru til dæmis lög um endurskoð- endur og lög um reikn- ingsskil og bókhald. Endurskoðun stjórnar- skrár og laga um ráð- herraábyrgð og lands- dóm, er í vissri biðstöðu. Alþingi hefur fengið frumvarp stjórnlaga- ráðs til umfjöllunar og til stendur að leggja það fyrir þjóðina í sumar áður en lengra er haldið með það, og þá er þess beðið að Landsdómur ljúki meðferð á máli Geirs H. Haarde áður en þau lög verða tekin til endurskoðunar. Undir þingmönnum komið Þegar horft er til eðlis og umfangs þeirra verk- efna sem enn standa út af borðinu og þess tíma sem er til stefnu er ljóst að enn er margt óunnið. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því sem þegar hefur verið áorkað og þeirri staðreynd að öll eru málin komin á einhvern rek- spöl í umbótaátt. Þau hafa því ekki verið sett ofan í skúffu til að safna ryki, alveg eins og Atli Gíslason sagði á sínum tíma. Enn hljóta flestir þingmenn að vera þeirrar skoðunar að margs konar lærdóm megi draga af hruninu og til þess voru tillögur nefndarinnar sam- þykktar. Hvort þingið nái að standa við sín eigin háleitu markmið og tímasetn- ingar í þessum efnum er undir þing- mönnum komið. Það þýðir á mannamáli að skýrslan eigi ekki að fara ofan í skúffu og rykfalla. Mikið unnið en talsvert enn í land Eftir rúma sex mánuði rennur út frestur sem Alþingi setti sér til að ljúka umbótastarfi sem þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar lagði til, haustið 2010. Þorgils Jónsson kynnti sér hvað hefur áunnist og hvað stendur enn út af. Stór mál eins og þing- sköp og lög um stjórnarráðið hafa verið afgreidd, en þingmenn mega hafa sig alla við til að ljúka störfum innan tímarammans. FYRIRHEIT Atli Gíslason sést hér í september 2010 kynna niðurstöðu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Í umbótatillögum nefndarinnar, sem samþykktar voru einróma á þingi, var kveðið á um að inn- leiðingu umbótanna ætti að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forsætisráðuneytið hefur ásamt öðrum ráðuneytum unnið að umbótavinn- unni innan stjórnsýslunnar. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, segir umbætur innan ráðuneytanna hafa hafist áður en tillögur þingmannanefndarinnar voru kynntar. „Í raun hófumst við handa strax árið 2009 við að yfirfara starfshætti stjórnsýsl- unnar með markvissum hætti og höfðum hafið innra starf við skipulagsbreytingar áður en rannsóknarnefndin skilaði sinni niðurstöðu. Þannig má segja að frá árinu 2009 hafi staðið yfir endurskoðunar- og úrvinnslutímabil hjá okkur. Á þeim tíma höfum við til dæmis gjörbreytt skipulagi Stjórnarráðsins og gert fjölmargt til að bæta vinnulag innan þess.“ Ragnhildur nefnir sem dæmi að sameining og fækkun ráðuneyta hafi gefið afar góða raun og gefi góð fyrirheit með framhaldið. „Við höfum lagt mikla vinnu í þetta verk- efni síðustu misseri eins og margir aðrir. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur til dæmis unnið mjög ötullega að þessum málum. Starfsmenn Stjórnarráðsins hafa staðið sig afar vel undir miklu álagi og stjórnsýslan hér á landi hefur verið að fá mjög góðar umsagnir til dæmis frá alþjóða- stofnunum sem við erum í samvinnu við. Ég tel því að stjórnsýslan hafi staðið sig mjög vel í umbótastarfinu í kjölfar hrunsins. Innleiðing þessara umbóta hefur verið mikið en um leið skemmtilegt verkefni. Þetta er afar mikilvæg vinna sem hefur tekið mikinn tíma en mun tvímælalaust sanna gildi sitt þegar fram líða stundir.“ ■ HÓFU UMBÆTUR STRAX ÁRIÐ 2009 Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu Þingmannanefndin lagði til eftirfarandi lausnir til úrbóta. Miðað var við að öllum þessum verkefnum yrði lokið fyrir 1. október í ár. I. Endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum: 1. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er í fullum gangi. Stefnt er að því að leggja frum- varp stjórnlagaráðs fyrir þjóðina með- fram forsetakosningum. Þingið mun svo afgreiða málið í framhaldinu. 2. Lög um þingsköp Alþingis. Ný lög um þingsköp Alþingis tóku gildi síðasta haust, en þau voru að stórum hluta byggð á athugasemdum Rann- sóknarnefndar Alþingis og þingmanna- nefndarinnar. 3. Lög um ráðherraábyrgð og lög um lands- dóm. Endurskoðun bíður þess að máli Geirs H. Haarde ljúki. Upp úr því ferli verður lagt mat á lögin og hvað megi betur fara. 4. Lög um Stjórnarráð Íslands, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ný lög um Stjórnarráð Íslands komu fram síðasta haust. Frumvarp til upplýsingalaga hefur verið lagt fyrir Alþingi og bíður endanlegrar afgreiðslu. Endurskoðun starfsmannalaga er til skoðunar í ráðu- neytum og kölluð hefur verið til þriggja manna sérfræðinefnd til að meta hvort þörf sé á endurskoðun stjórnsýslulaga. 5. Löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði Lögum var breytt sumarið 2010 þar sem tekið er á flestu sem Rannsóknarnefnd gerði athugasemdir við, meðal annars frádrætti eigin hlutabréfa, tengdum aðila, meðferð bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum og banni við að veita lán sem eru tryggð með veði í eigin hlutabréfum. 6. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Er komið á dagskrá vorþings. 7. Löggjöf um eftirlit með fjármálastarfsemi á vettvangi Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftir- litsins og annarra eftirlitsaðila. Tiltæk verði viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli. Skýrsla um framtíð fjármálamarkaða og opinbert eftirlit var kynnt í gær. Hún verður tekin fyrir á þingi þar sem framhaldið og hugsanlegar breytingar á löggjöf munu ráðast í meðförum þingsins. Skýrsla um þjóðhagsvarúðartæki er einnig væntanleg. 8. Löggjöf um háskóla og fjölmiðla. Lögum um opinbera háskóla var breytt árið 2010. Þar var meðal annars skerpt á því hlutverki háskóla að miðla fræðslu og þjóna almenningi en einnig breytt skipan í háskólaráð þar sem ráðherraskipuðum fulltrúum var fækkað. Frumvarp til laga um fjölmiðla liggur fyrir, en hefur ekki verið tekið til meðferðar þingsins. 9. Löggjöf um reikningsskil og bókhald. 10. Lög um endurskoðendur. Endurskoðun löggjafar um reikningsskil og bókhald, sem og löggjöf um endurskoð- endur er komið á þingmálaskrá vorþings. 11. Stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóð- hagsspá. Alþingi er að skoða málið í samvinnu við stjórnarráðið. Líklegt er að hugmyndir um slíkt geti legið fyrir í byrjun september. 12. Aðra löggjöf sem nauðsynlegt er að endurskoða með hliðsjón af tillögum þing- mannanefndar. Þingmannanefndin tiltók tugi atriða í skýrslu sinni. Þau falla flest undir ofan- greinda lagabálka, en einnig hefur þurft að aðlaga önnur lög að þeim breytingum sem gerðar hafa verið. II. Eftirfarandi rannsóknir og úttektir fari fram á vegum Alþingis: 1. Sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi líf- eyrissjóða á Íslandi. Í kjölfar þess fari fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. Skýrsla um starfsemi lífeyrissjóða kom út fyrir skemmstu. Hún var unnin að frum- kvæði lífeyrissjóðanna. Ríkissáttasemjari skipaði rannsóknarnefndina. Alþingi mun meta hvort frekari úttektar sé þörf. 2. Sjálfstæð og óháð rannsókn á aðdraganda og orsökum falls sparisjóða á Íslandi. Rannsóknarnefnd hefur þegar verið skipuð og á að skila niðurstöðum fyrir 1. júní í ár. 3. Stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Alþingi á enn eftir að útfæra þessa úttekt og skipa þá sem munu sjá um rannsókn ef af henni verður. ■ UMBÓTATILLÖGUR OG STAÐA EFNDA ÞEGAR UM HÁLFT ÁR ER TIL STEFNU: „Við stefnum að því að allt verði klárað á réttum tíma,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, en nefndin fékk fyrir nokkrum vikum það verkefni að fylgja umbótaverk- efninu eftir. „Við höfum verið önnum kafin upp á síðkastið vegna stjórnarskrármálsins og annars og höfum því ekki fjallað sér- staklega um málið enn sem komið er. Við tökum það þó upp þegar um hægist, sem ég vona að verði sem allra fyrst. Ég mun, sem formaður, þá leggja mikla áherslu á að við munum standa klár á öllu innan þess tíma sem þinginu var gefinn og við munum reka áfram þau mál sem ókláruð eru eftir því sem þau koma til kasta þingsins.“ ■ STEFNA AÐ ÞVÍ AÐ KLÁRA Á RÉTTUM TÍMA Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.