Fréttablaðið - 24.03.2012, Síða 50
24. mars 2012 LAUGARDAGUR8
Sölu og markaðsstjóri
Stjörnu-Odda óskar eftir tveimur starfsmönnum í framleiðslu
Um er að ræða starf hjá framsæknu fyrirtæki á sviði
mælitækni, yfir 95% af vörunum eru seldar á erlendan
markað. Samskipti við viðskiptavini eru í gegnum
netið, síma og með þátttöku á sölusýningum. Við
sækjumst eftir manni með reynslu af sölu- og markað-
setningu á tæknivörum á erlenda markaði, fyrirtækja-
markaði (B2B), mann sem getur komið með viðbót
við annars öfluga sölu- og markaðsdeild.
Helstu verkefni: Samhæfing aðgerða, áætlanagerð,
eftirfylgni með áætlunum og árangri, greiningarvinna,
skipuleggja og ýta úr vör markaðssprettum, hafa áhrif
á framtíðar vöruþróun, o.s.frv.
Í sölu- og markaðsdeild starfa í dag 3 starfsmenn.
Góð tungumálakunnátta (enska nauðsynleg), háskóla-
menntun, lipurð í mannlegum samskiptum, góð
tölvukunnátta.
Við bjóðum: Spennandi verkefni í samstarfi við sam-
stilltan hóp starfsmanna í fyrirtæki sem á sér spenn-
andi framtíðarmöguleika. Vörur félagsins eru seldar
um allan heim, aðallega til umhverfisrannsókna og til
merkinga á dýrum/fiskum, og til iðnaðar.
Laghentir starfsmenn óskast í samsetningu á rafeinda-
búnaði, unnið er með mjög fíngerða rafeindaíhluti.
Það er kostur ef viðkomandi hefur reynslu af rafeinda-
samsetningu og lóðavinnu, en er ekki skilyrði, við
þjálfum sjálfir okkar starfsfólk.
Við förum fram á árangursmeðvitund, vandvirkni, sam-
viskusemi og stundvísi.
Við bjóðum: Spennandi verkefni í samstarfi við sam-
stilltan hóp starfsmanna í fyrirtæki sem á sér mikla
framtíðarmöguleika. Stjörnu-Oddi framleiðir fyrst og
fremst mælitæki, vörur félagsins eru seldar um allan
heim, aðallega til umhverfisrannsókna og til merkinga
á dýrum/fiskum/fuglum, og til iðnaðar.
Umsóknir sendist með tölvupóst á sigmar@star-oddi.com eða bréflega til Stjörnu-Odda, Vatnagörðum 14,
104 – Reykjavík, umsóknarfrestur er til mánudags 2 apríl. Frekari upplýsingar veitir Sigmar Guðbjörnsson
í síma 533 6060 og á heimasíðu Stjörnu-Odda, www.star-oddi.com.
Flensborgarskólinn auglýsir eftir eðlisfræði-
kennara – framlengdur umsóknarfrestur
Laust er til umsóknar starf eðlisfræðikennara frá og með 1.
ágúst 2012. Um er að ræða 100% starf.
Leitað er að einstaklingi sem lokið hefur a.m.k. B.S.prófi í eðlis-
fræði og er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Æskilegt
er að umsækjendur hafi lokið mastersprófi. Lögð er áhersla á
að umsækjandi sé tilbúinn til að taka þátt í námskrárvinnu og
þverfaglegu samstarfi. Góð samskipta- og skipulagshæfni er
mikilvæg ásamt áreiðanleika og stundvísi.
Nánari upplýsingar og móttaka umsóknar er á Starfatorgi
(www.starfatorg.is) .
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.
Nánari upplýsingar veitir Einar Birgir Steinþórsson, skóla-
meistari s: 565 0400 / ebs@flensborg.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Viðskipta- og rekstrarstjóri
Nánari upplýsingar:
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 1. apríl nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is.
Jurtaapótekið óskar eftir að ráða kraftmikinn starfsmann sem hefur brennandi áhuga á að
starfa í fyrirtæki sem leggur áherslu á heilbrigðan og hollan lífsstíl, umhyggju og uppbyggjandi
lifnaðarhætti. Starfið hentar jafnt konum sem körlum og eru vinnuaðstæður snyrtilegar í rúmgóðu
húsnæði í Skútuvogi.
Starfssvið
• Umsjón markaðsmála
• Erlend og innlend samskipti við birgja og viðskiptavini
• Starfsmannamál
• Dagleg fjármál og bókhald
• Samskipti við söluaðila
• Annar daglegur rekstur
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta
• Fjölhæf starfsreynsla, s.s. á sviði fjármála, markaðsmála
og viðskipta
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Áhugi á að vinna fjölbreytt starf í litlu en öflugu fyrirtæki
Jurtaapótekið var stofnað í desember 2004 af Kolbrúnu grasalækni. Fyrirtækið býður upp
á vörur sem eru unnar úr lífrænt ræktuðum eða villtum jurtum. Starfsmenn fyrirtækisins
eru 8 talsins og hefur þeim fjölgað mjög á síðustu árum. Fyrirtækið rekur verslun á horni
Laugavegs og Skólavörðustígs en hefur jafnframt aðsetur í Skútuvogi, þar sem m.a.
eru skrifstofur og lager. Vörur Jurtaapóteksins eru seldar í versluninni sem og nokkrum
apótekum. Nánari upplýsingar eru á www.jurtaapotek.is.
Viðskiptastjóri/söluráðgjafi
Inkasso óskar eftir ráðgjöfum á fyrirtækjasvið.
Í starfinu felst ráðgefandi sala á þjónustu-
lausnum Inkasso, samskipti við viðskiptavini,
greining og ráðgjöf um meðferð viðskipta-
krafna, auk tilboðs- og samningagerðar.
Viðkomandi þarf að búa yfir söluhæfileikum,
frumkvæði, jákvæðni og drifkrafti. Í starfinu
reynir á sjálfstæð vinnubrögð og virka
þátttöku í teymisvinnu.
Krafa er gerð um reynslu af sambærilegum
störfum. Viðskiptafræðimenntun eða
sambærileg menntun er kostur en ekki
skilyrði. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknir berist til Guðlaugs Magnússonar,
framkvæmdastjóra Inkasso, á netfangið
gudlaugur.magnusson@inkasso.is.
INKASSO ehf | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | Sími 520-4040 | www.inkasso.is
Inkasso sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja í innheimtumálum. Inkasso býður viðskiptavinum
sínum að stýra innheimtuferlinu allt frá stofnun reiknings til löginnheimtu, ef nauðsyn krefur.
Inkasso tók til starfa vorið 2010 og hefur þegar vakið athygli fyrir tæknivædda þjónustu sem
getur minnkað álag viðskiptavina verulega og sparað þeim umtalsverðar fjárhæðir.
Um Inkasso ehf.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2012
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
20
95
6