Fréttablaðið - 24.03.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.03.2012, Blaðsíða 80
24. mars 2012 LAUGARDAGUR44 Hvaðan ert þú? „Ég er nú hvorki meira né minna en þýskur barón og heiti fullu nafni Karl Fried- rich Hírónýmus Fræherr Von Múnkhásen. Að vísu kallar Tyrkjasoldán mig þýska Rússa- skítinn en hann er sjálfur alveg kolruglaður þannig að þið skuluð ekki taka mark á honum.“ Hvað heitir hesturinn þinn? „Ef ég á að segja alveg satt frá þá hef ég aldrei spurt hann að nafni. Hann er frá Litháen og ég kalla hann aldrei annað en lithá- íska gæðinginn minn. En ég verð að muna að spyrja hann að nafni næst þegar ég hitti hann.“ Hvernig er tunglið á litinn? „Á tunglinu glitrar allt eins og silf- ur. Einu sinni týndi ég silfur- öxinni minni á tunglinu og það var sko enginn hægðarleikur að finna hana. Loks fann ég hana samt í bing af sinu og söxuðum hálmi.“ Var þér ekkert illt í höfðinu eftir að þú togaðir þig upp á hárinu? „Alls ekki. Mér hefur aldrei verið illt í höfðinu. Hins vegar var mér einu sinni illt í magan- um. Þá hafði ég gleypt vekjara- klukku og magapínan versnaði þegar klukkan fór að hringja. En ég bjargaði málunum með því að kyngja kirsuberjasteini sem ég skaut með kyngingarvöðv- unum beint í takkann sem drap á klukkunni. Þá leið mér miklu betur.“ Finnst þér þjónustustúlkan þín sætust af öllum í heiminum? „Sko – málið er að ég er ástfang- inn af gúrkuprinsessunni en er samt alveg voðalega skotinn í skjaldsveininum mínum. Finnst ykkur það vera flókið? Já, mér líka, ég skil bara ekkert í þessu.“ Sagði mamma þín þér aldrei að það væri ljótt að skrökva? „Jú, hún sagði á hverjum degi við mig og ég er alveg sammála henni. Enda segi ég alltaf satt! Í alvör- unni! Alveg hreina satt. Þið getið bara spurt eldfjallaguðinn.“ Var úlfurinn sem þú snerir á rönguna grimmur? „Hann var svo blóðþyrstur og grimmur að eina ráðið var að stinga hönd- unum upp í hann og hreinlega snúa honum við eins og upp- þvottahanska. Þið skuluð samt ekki prófa það heima hjá ykkur – nema með uppþvottahanska.“ Varstu í alvörunni hermaður eða er það allt plat? „Plat!!?? Hvurslags dómadags dónaskap- ur er þetta. Ég fer alltaf rétt með staðreyndir! Ég var vissulega hugrakkur hermaður og barðist með Rússum á móti Tyrkjum. Hefurðu kannski ekki heyrt af því þegar ég fékk mér far með fallbyssukúlunni? Það er alveg heimsfrægt!“ Hvert var skemmtilegasta ævin- týrið sem þú lentir í? „Það er erfitt að velja á milli allra ævin- týranna. Þó verð ég að segja að ferðin á Gúrkueyjuna þar sem ég hitti elsku bestu gúrkuprinsess- una mína er í algjöru uppáhaldi. Við fórum í Bimmbamm Bimm- bamm og allt.“ Hvernig lentirðu í Gaf lara- leikhúsinu? „Það er stórundar- legt en mér skilst að íslenskir krakkar hafi ekki heyrt mikið um mig svo mér fannst kominn tími á að koma hingað og segja öllum Íslendingum frá sögunum mínum og ævintýrum. Gaflara- leikhúsið er besta og mikilvæg- asta leikhús í öllum heiminum svo mér fannst tilvalið að segja sögurnar mínar þar. Og það eru allir velkomnir til mín!“ krakkar@frettabladid.is 44 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Einu sinni kom Jói rennandi blautur heim. Þegar hann kom inn spurði mamma hans: „Af hverju ertu svona blautur, Jói minn?“ Jói: „Við vorum í hundaleik!“ Mamma Jóa: „Og hvað?“ Jói: „Og ég var ljósa- staur.“ Lítill strákur er á biðstofu læknis þegar hann sér ólétta konu. Hann horfir á hana í smá stund, þegar mamma hans spyr hann hvað séð að. „Af hverju er konan með svona stóra bumbu?“ spyr strákurinn. „Af því að hún er með barn í bumbunni,“ svarar mamman. „Er þetta gott barn?“ spyr strákurinn. Mamman jánkar því. „Af hverju borðaði hún þá barnið sitt?“ ÞIÐ GETIÐ BARA SPURT ELDFJALLAGUÐINN Barón Múnkhásen er mættur í Gaflaraleikhúsið og þar segir hann krökkum og fullorðnum frá öllum ævintýrunum sem hann hefur lent í. Það eru sko engin smá ævintýri. Hann hefur til dæmis farið til tunglsins og snúið úlfi á rönguna. MÚNKHÁSEN Í GAFLARALEIKHÚSINU FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Yfir fer þannig fram að kosið er í tvö lið sem raða sér síðan upp sitt hvoru megin við hús sem auðvelt er að henda bolta yfir. Kastað er upp á hvort liðið eigi að byrja og þegar boltanum er kastað þá er hrópað hátt og snjallt „yfir!“. Liðsmenn hinum megin við húsið reyna að grípa boltann og ef það tekst þá hróp- ar sá „gripið!“ og hleypur af stað eins hratt og hann getur í aðra hvora áttina í kringum húsið og reynir að hitta liðsmann úr hinu liðinu með því að kasta boltan- um í hann. Leikmenn hins liðsins hlaupa á flótta og harðaspretti um leið og þeir heyra hrópað „gripið“ og gera tilraun til að ná í kringum húsið án þess að fá boltann í sig. Sá sem fær boltann í sig neyð- ist til að ganga til liðs við lið leikmannsins sem skaut bolt- anum í hann. Flóttahlaupararnir vita aldrei í hvora áttina sá sem greip hleypur og geta því óafvit- andi og frávita hlaupið beinustu leið í fang hans. Þannig gengur leikurinn þar til annað liðið hefur tapað öllum sínum leikmönnum yfir til liðs „óvinarins“. Boltaleikurinn Yfir er skemmtilegur Á VEFSÍÐUNNI BIBLEFORCHILDREN.ORG ER hægt að hlaða niður sögum úr Biblíunni á íslensku. Sögurnar eru hugsaðar fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára. www.facebook.com/drdenimiceland LAUGAVEGI 7 & SMÁRALIND Ég fer alltaf rétt með staðreynd- ir! Ég var vissulega kjarkaður hermaður og barðist með Rúss- um á móti Tyrkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.