Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 92

Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 92
24. mars 2012 LAUGARDAGUR56 Lady Gaga hefur verið í stífum æfingum fyrir tónleikaferð sína um heiminn, Born This Way Ball, sem hefst í næsta mánuði. Fyrstu tónleikarnir verða í Seúl í Suður- Kóreu 27. apríl. Í tónleikaferðinni verður risastór miðaldakastali hluti af sviðsmyndinni. „Fór í hot-yoga eftir æfingu. Er búin á því eftir dansæfinguna,“ skrifaði Gaga á Twitter-síðu sína. Hún bætti því við að hún saknaði skrímslanna sinna, sem er nafnið sem hún hefur gefið aðdáendum sínum. Æfir stíft fyrir tónleika LADY GAGA Æfir stíft fyrir tónleikaferð sína um heiminn. Sharon Stone og kólumbíska leik- konan Sofia Vergara úr sjón- varpsþáttunum Modern Family leika tvíkynhneigðar ástkonur í nýrri gamanmynd. Stone leikur lækni sem fer í ástarleik með Vergara og persónu úr fylgdar- þjónustu sem John Turturro leik- ur. Myndin nefnist Fading Gigolo og hefjast tökur í New York í apríl. Turturro verður einnig leikstjóri, auk þess sem annar kunnur leikstjóri, Woody Allen, fer með lítið hlut- verk mellu- dólgs. Stone er ekki ókunn- ug lesbísk- um kvik- mynda- senum því hún sængaði með konu í spennu- myndinni Basic Instinct og lék ástkonu Ellen DeGeneres í sjónvarpsmynd- inni If These Walls Could Talk. Saman í ástarsenu LEIKUR Á MÓTI STONE Sofia Vergara leikur ástkonu Sharon Stone í nýrri gamanmynd. Bíó ★★★★ ★ Margin Call Leikstjórn: J.C.Chandor Leikarar: Kevin Spacey, Paul Bettany, Jeremy Irons, Stanley Tucci, Demi Moore, Zachary Quinto, Penn Badgley, Simon Baker, Aasif Mandvi, Mary McDonnell Þessi fyrsta mynd leikstjórans J.C. Chandor segir frá baktjaldamakki ónefnds fjárfest- ingabanka á Wall Street í árdaga efnahags- kreppunnar sem nú stendur yfir. Starfs- menn bankans fá veður af stóra skellinum rétt áður en hann dynur yfir, og standa frammi fyrir siðferðislegum spurningum í kjölfarið. Eiga þeir að vara aðra við eða reyna að bjarga bankanum á kostnað þeirra sem vita ekki betur? Viðskiptafræðimenntun er síður en svo nauðsynleg til að geta notið myndarinnar, en handritið (eftir Chandor sjálfan) er ein- falt og þétt. Ógnin er undirliggjandi og við- horf starfsfólksins misjöfn, líklega í ein- hverju samhengi við þeirra eigin tekjur. Það er deildarstjórinn Sam Rogers (leik- inn af Kevin Spacey) sem er rödd samvisk- unnar og reynir af öllum mætti að breyta rétt, en uppsker vantraust og háðsglósur samstarfsmanna sinna fyrir vikið. Leikara- hópurinn er ótrúlegur þó vissulega skyggi gömlu jálkarnir eilítið á ungviðið. Spacey, Irons, Tucci og Moore (hljómar eins og nafn á lögfræðistofu) eru öll í banastuði, og þá sérstaklega Irons, en hann er einkar ógeðfelldur í hlutverki forstjórans. Það er afar lítið um hamingju í stóra turninum sem hýsir bankann og svo virðist sem öllu hinu mannlega hafi verið úthýst. Þetta undirstrikar leikstjórinn með gráum og kuldalegum lit á öllum veggjum og í öllum skotum, en það er varla fallegan ramma að finna í myndinni. Margin Call tekur þrátt fyrir þetta ekki beina afstöðu gegn kapítalisma, þó hún dragi upp dökka og dapurlega mynd af fjármálageira dags- ins í dag. Í það minnsta borðar forstjórinn alltaf einn. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Spennandi fjármáladrama, drekk- hlaðið úrvalsleikurum. Rotturnar flýja frá borði DÖKK MYND Margin Call dregur upp dökka og dapurlega mynd af fjármálageira dagsins í dag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.