Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 96

Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 96
24. mars 2012 LAUGARDAGUR60 sport@frettabladid.is GUNNAR NELSON verður á ferðinni í Mjölniskastalanum í dag þegar glímumótið Mjölnir Open fer fram. Mótið hefst klukkan 11.00. Íslandsmótið í júdó fer einnig fram í dag og hefst keppni klukkan 10.00 og stendur fram yfir kaffi. Söngvarinn Geir Ólafsson mun taka á honum stóra sínum eftir klukkan 13.00. Maður nánast sigldi inn í helgina með bros á vör því tilboðið frá þeim var svo hlægilegt. KRISTINN KJÆRNESTED FORMAÐUR KND. KR ÍSLAND– SVISS GRÍÐARLEGA MIKILVÆGUR LEIKUR Í UNDANKEPPNI EM Sunnudag Kl. 16.00 Miðasala á staðnum Vodafonehöllin FÓTBOLTI Það virðist vera orðin lenska hjá norskum knattspyrnu- félögum að vilja fá bestu leik- menn Pepsi-deildarinnar lánaða. Nú þegar er norska liðið Start búið að fá Matthías Vilhjálmsson frá FH og Guðmund Kristjánsson frá Breiðabliki að láni. Þeir eru tveir af betri mönnum deildarinnar. Nú síðast sendi norska úrvals- deildarliðið Sogndal lánstilboð til KR vegna varnarmannsins Skúla Jóns Friðgeirssonar. „Tilboðið frá þeim var brandari. Maður nánast sigldi inn í helgina með bros á vör því það var svo hlægilegt,“ sagði Kristinn Kjær- nested, formaður knattspyrnu- deildar KR, en KR-ingar sendu Sogndal gagntilboð sem var á allt öðrum nótum. Kristni líst ekki á þessa þróun sem er að verða að Norðmenn vilji fá bestu menn landsins að láni. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af þessu án þess að ég viti hvað FH og Blikar fengu. Við erum ekki að fara að taka þátt í þessum leik. Þetta er bara brandari. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Níu ára sonur minn hefði getað svarað því til baka mjög pent,“ sagði Kristinn og bætti við: „Ef þetta er nýjasta útspilið þeirra að nálgast íslensk lið með það að leiðarljósi að fá leikmenn leigða þá tel ég þá vera á rangri leið. Þetta pirrar mann.“ Hafi FH og Blikar leigt sína menn á frekar lága upphæð og ætli svo að taka útlendinga til að fylla þeirra skarð má gera ráð fyrir að ágóðinn á endanum sé lítill eða enginn. „Sogndal vildi líka fá mögu- legan forkaupsrétt. Þá er ákveðin tala negld niður. Segjum að leik- maður slái svo í gegn að fleiri lið komi inn og eru til í að borga mun meira. Þá lenda íslensku liðin í því að vera föst í minni upphæð sem áður var búið að semja um. Ef leik- maður getur ekkert þá kemur við- komandi heim og lítið sem íslensku liðin græða á því. Þetta er ekki mjög spennandi að mínu mati.“ Kristinn segir að þess utan hafi KR ekki neinn áhuga á að missa Skúla sem sé lykilmaður í þeirra liði. „Við höfum ekki áhuga á að lána eða leigja hann. Auðvitað erum við samt til í að skoða ef það kemur áhugavert tilboð. Engu að síður er spennandi tímabil fram undan hjá okkur. Þurfum að verja titla og erum í Evrópukeppni. Eðlilega viljum við hafa okkar bestu menn í því verkefni.“ henry@frettabladid.is Þetta tilboð var brandari Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. SKÚLI JÓN FAGNAR Í LEIK MEÐ KR Hann hefur vakið áhuga erlendis en fer ekki á gjafverði til Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveim- ur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra. Til þess að eygja raunhæfan möguleika á að komast í loka- keppni EM þurfa þær að vinna leikinn í Vodafone-höllinni á morgun. „Þessi leikur er afar mikil- vægur og það skiptir okkur miklu máli að finna fyrir góðum stuðn- ingi. Það hjálpar liðinu mikið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari. „Það hafa verið að mæta 700- 800 manns á þessa leiki hjá okkur en nú vil ég sjá fullt hús. Ég tel að stelpurnar eigi það skilið að fólk fjölmenni og fylli húsið. Ég get alveg lofað góðri skemmtun fyrir þá sem mæta á leikinn.“ Stelpunum okkar gekk illa að hrista af sér svissneska liðið í síð- asta leik en hafði að lokum örugg- an sigur. Þær mega því ekki gefa nein færi á sér í leiknum. Ágúst Þór Jóhannsson: Vil sjá fullt hús á leiknum ÁGÚST ÞÓR Segir að stelpurnar eigi skilið að fá góðan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Leikir helgarinnar Laugardagur: Chelsea - Tottenham Sport 2 og HD Arsenal - Aston Villa Sport 3 Bolton - Blackburn Sport 5 Liverpool - Wigan Sport 2 og HD Norwich - Wolves Sunderland - QPR Sport 6 Swansea - Everton Sport 4 Stoke - Man. City Sport 2 og HD Sunnudagur: WBA - Newcastle Sport 2 og HD FÓTBOLTI Man. City getur endur- heimt toppsætið í enska boltan- um í dag er það sækir Stoke City heim. City er einu stigi á eftir Man. Utd sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Þá mætir United liði Fulham á Old Trafford. Rimma Lundúnaliðanna Chel- sea og Tottenham verður ekki síður áhugaverð. Spurs er í fjórða sæti en hefur gefið mikið eftir upp á síðkastið. Chelsea í fimmta sæti, einum fimm stigum á eftir Spurs, og þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda lífi í vonum sínum um að komast í Meistara- deildina á næsta tímabili. Chelsea hefur leikið vel eftir að Andre Villas-Boas hvarf á braut og liðið þarf að gera meira af því í dag. - hbg Man. Utd hvílir um helgina: City getur kom- ist á toppinn HART OG LAMPARD Man. City og Chelsea spila bæði í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.