Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 102
24. mars 2012 LAUGARDAGUR66
PERSÓNAN
„Hann er ótrúlega góður og hljómar alveg eins og
þeir,“ segir Kristján I. Gunnarsson sem stjórnar
nýjum útvarpsþætti, Félagarnir, á FM 957 ásamt
Ásgrími Guðnasyni.
Darren Farley, sem hermir eftir leikmönnum og
þjálfurum úr enska boltanum, er fastur gestur í
þættinum, sem er á dagskrá á laugardögum. Farley
setti myndband á Youtube sem hátt í þrjár milljónir
hafa séð þar sem hann hermir eftir Rafa Benitez,
fyrrum stjóra Liverpool, og fótboltaköppunum
Steven Gerrard, Jamie Carragher, Michael Owen og
Peter Crouch.
Farley hefur verið gestur í flestum af vinsælustu
fótboltaþáttum Bretlands eins og Soccer AM, Match
of the day á BBC og á ITV og er núna í vinnu hjá
Liverpool með sitt uppistand. „Hann er frá Liver-
pool þessi strákur og tekur svolítið Liverpool-tengt
efni en hann hefur samt tekið Rooney og Beckham
líka,“ segir Kristján, sem komst í samband við hann
í gegnum Facebook. „Þessi þáttur er öðruvísi en
hinn hefðbundni FM-hlustandi á að venjast. Við vilj-
um prófa að hafa meiri fjölbreytni á stöðinni,“ bætir
hann við um Félagana. - fb
Hermir eftir fótboltaköppum
EFTIRHERMA Darren Farley með fótboltakappanum Steven
Gerrard sem hann hefur hermt eftir með góðum árangri.
„Þetta eru blöðin sem bóksalar byggja
á þegar þeir panta sínar bækur. Þetta
hjálpar rosalega mikið til við forsöluna
á bókinni,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá
Bjarti og Veröld.
Spennusagan Aska, eða Ashes to Dust,
eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út í
Bandaríkjunum á þriðjudag hjá risafor-
laginu Macmillan, sem er einnig búið
að tryggja sér útgáfuréttinn á þremur
öðrum bókum Yrsu, Horfðu á mig, Ég
man þig og Brakið.
Dómar eru farnir að birtast í fagtíma-
ritum bóksala og eru þeir á eina lund.
Gagnrýnandi Publishers Weekly segir
að bókin sé frábær og ætti að afla Yrsu
nýrra aðdáenda. „Jafnvel þeir sem vita
ekkert um þessa eldfjallaeyju munu
heillast.“
Í umsögn Kirkus Review segir: „Undir
eldfjallaösku, villusporum og ásökunum
liggur ráðgáta sem Stieg Larsson væri
fullsæmdur af vægðarlausri lausninni á.“
Þá sagði Fresh Fiction um Ösku að bókin
væri uppfull af óvenjulegum persónum
og fléttan kæmi stöðugt á óvart. Ekki
skemmir fyrir að á kápu bókarinnar eru
ummæli frá metsöluhöfundinum James
Patterson þar sem hann hrósar Yrsu.
Yrsa verður í New York þegar bókin
kemur út og verður útgáfuhóf haldið
í norrænu miðstöðinni Scandinavian
House þar í borg.
Aska er þriðja bók Yrsu sem kemur
út í Bandaríkjunum. Áður komu þar
út Sér grefur gröf og Þriðja tákn-
ið sem fengu fína dóma og seldust
þokkalega. „Þetta er hrikalega erf-
iður markaður. Það sem hefur gerst
í millitíðinni er að Stieg Larsson
hefur verið að ryðja brautina.
Núna er jarðvegurinn mjög
frjór og við erum mjög
bjartsýn á þetta,“ segir
Pétur. - fb
Aska fær góða dóma vestanhafs
GÓÐIR DÓMAR Aska
eftir Yrsu Sigurðar-
dóttur hefur fengið
mjög góða dóma
í Bandaríkjunum.
Fo Tatt Fest fer fram í fyrsta sinn
í Færeyjum dagana 18. til 20. maí.
Fjölnir Geir Bragason húðflúrlista-
maður stendur fyrir hátíðinni og
hyggst gera hana að árlegum við-
burði.
„Ég hef heimsótt Færeyjar reglu-
lega frá árinu 1998 og finnst Fær-
eyingar afskaplega indælt og gott
fólk með mikinn áhuga á húðflúri.
Mig langaði að vekja athygli Fær-
eyinga á því sem er að gerast í
húðflúrheiminum og ákvað því að
bjóða nokkrum af bestu húðflúr-
listamönnum Skandinavíu, sem eru
jafnframt meðal þeirra fremstu
í heiminum, til landsins. Ég fékk
hið stórkostlega Norðurlandahús í
Þórshöfn undir batteríið en þar er
líka ákaflega fallegur tónleikasalur
þannig ég ákvað að beina um leið
sviðsljósinu á það flotta tónlistar-
líf sem ríkir í Færeyjum,“ útskýrir
Fjölnir Geir og bætir við að tónlist-
armennirnir Krummi Björgvinsson
í Legend og Barði í Bang Gang hafi
báðir sýnt því áhuga að koma fram
á hátíðinni.
Inntur eftir því hvort einhver
munur sé á flúrvali Íslendinga og
Færeyinga svarar Fjölnir játandi.
„Færeyingar eru mjög trúaðir og
það hefur áhrif á flúrvalið. Fólk
fær sér gjarnan nöfn systkina eða
húðflúr til að minnast látinna ætt-
ingja. Maður finnur svolítið fyrir
fordómum gangvart húðflúri meðal
öfgafyllri málsvara kristinnar
trúar en unga fólkið spyrnir við
fótum af miklum krafti og það má
vel greina miklar breytingar í sam-
félaginu.“
Fjölnir ætlar sér að taka upp
heimildarmynd á meðan á hátíð-
inni stendur en hann gerði ein-
mitt heimildarmyndina Flúreyjar
um heimsókn sína og Jóns Páls til
Færeyja árið 2009. „Mig langar
að gera þetta að árlegri vorhátíð.
Hugmyndinni hefur verið vel tekið
í Færeyjum og mér finnst þess
virði að prófa þetta,“ segir hann að
lokum.
Áhugasamir geta fylgst með
fréttum af hátíðinni á samskipta-
síðunni Facebook undir nafninu Fo
Tatt Fest. - sm
FJÖLNIR TATTÚ: FÆREYINGAR HAFA MIKINN ÁHUGA Á HÚÐFLÚRI
Heldur hátíð í Færeyjum
SKIPULEGGUR HÁTÍÐ Fjölnir Geir Bragason skipuleggur húðflúrhátíð í Færeyjum. Hátíðin kallast Fo Tatt Fest og fer fram 18. til 20.
maí. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
Ásgeir Börkur
Ásgeirsson
Aldur: 24 ára.
Starf: Var að
klára seinasta
daginn minn á
leikskóla og er
að fara að vinna
við útkeyrslu.
Fjölskylda:
Laus og liðugur.
Foreldrar:
Björg Kristjáns-
dóttir námsráð-
gjafi og Ásgeir Theodórs læknir.
Stjörnumerki: Hrútur.
Ásgeir Börkur er fótboltamaður í
Fylki og söngvari Mercy Buckets.
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Lífrænt fjölvitamín fyrir allan aldur
Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og
glyccogen. Blaðgræna eykur súrefnisflutning
í blóðinu.
Ef Spirulina er tekið inn fyrir æfingar eða
annað álag gefur það aukið þrek, úthald
og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni
og sætindaþörf, truflar ekki svefn.
Góð vörn gegn kvefi og flensu
Hreinsar líkamann af eiturefnum og geislun
úr matvælum. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401.
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum,
Krónunni, Hagkaup og Fríhöfninni
Næring, orka og
einbeiting
Árangur strax!
www.celsus.is