Fréttablaðið - 18.05.2012, Side 24

Fréttablaðið - 18.05.2012, Side 24
2 • LÍFIÐ 18. MAÍ 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Arnór Bogason Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Förðun Gretu Eygló Birgisdóttir Kjóll Rebekka Ingimundardóttir hannaði og Elma Bjarney saumaði Skart Sign Hár Nína Kristjánsdóttir Haust og vetrarlína vinkvennanna Manúelu Óskar Harðardóttur og Önnu Lilju Johansen var frumsýnd með pompi og prakt á hótel Borg síðastlið- ið laugardagskvöld. Merkið ber heitið MALLA/JOHANSEN og hefst sala á vörunum næsta haust. Áherslur línunnar eru kvenleg snið, sterkar konur og gæðaleg efni og var hverri innkomu tískusýningarinnar fagnað með lófaklappi. Tinna Bergsdóttir fyrirsæta kom sérstaklega til landsins til að opna sýninguna sem og hárgreiðslumeistarinn Kristinn Óli Hrólfsson sem bú- settur er í Kaupmannahöfn en hann sá um hárgreiðslurnar fyrir sýn- inguna. Um förðunina sá Anna Kristín Óskarsdóttir. Tinna Bergs er einnig andlit þessarar fyrstu línu og það var Helgi Óm- arsson sem myndaði hana. Manúela og Anna Lilja með frumburðum og Dorrit Moussa- ieff sem naut sýningarinnar vel! SAMHUGUR OG SPENNA BAKSVIÐS KRISTINN ÓLI HRÓLFSSON HVE LENGI HEFURÐU BÚIÐ OG STARFAÐ Í KAUPMANNAHÖFN? Frá árinu 2003. STARF/TITILL? Hárgreiðslumaður og annar eigandi Mugshot í Kaupmannahöfn Hvað kom til að þú varst beðinn um að greiða fyrir sýninguna? Ég og Manúela höfum verið vinir i mörg ár og ég hef fengið að fylgj- ast með framgangi merkisins frá upphafi. Það var aldrei neitt annað í stöðunni en að ég hjálpaði til við að finna útlit og gera hárið fyrir sýninguna sjálfa. Það var reyndar tvísýnt hvort þetta gengi upp þar sem dagskráin er þétt en allt small þetta saman á endanum. Hvernig var stemningin bak- sviðs? Það var mikil orka og spenna baksviðs. Það að þetta er nýtt merki gerði það að verk- um að samhugurinn og metnað- urinn var mikill hjá öllum sem að sýningunni stóðu. Svo var svona hæfilega mikið stress undir lokin. Er munur á að vinna svona verkefni hér á landi eða erlend- is? Já, munurinn er sá að á Íslandi er allt miklu persónulegra. Fólk tengist á einn eða annan hátt. Og er komið til að hjálpa hvert öðru. Tískuvikan hér úti og aðrir sam- bærilegir viðburðir eru svo ofsa- lega stórar framkvæmdir þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk og fer ekki út fyrir það. Hvað er fram undan hjá þér? Fram undan hjá mér núna er að skipuleggja haustdagskrána hjá stofunni og svo er eitt skemmtilegt sjónvarpsverkefni í bígerð sem ég má ekki segja frá eins og er. Mikill stjörnufans mætti í þrítugs- afmæli Breka Logasonar frétta- manns á Stöð 2 sem fagn- aði á skemmtistaðnum Austur. Þar mættu fjölmiðlastjörnurn- ar Þorbjörn Þórðarson, Logi Bergmann Eiðsson og eigin- kona hans Svanhildur Hólm, Telma Tomasson, Andri Ólafsson, Sindri Sindra- son, Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir, Helga Arn- ardóttir, Jóhanna Mar- grét Gísladóttir, Elísabet Margeirsdóttir og Karen Dröfn Kjartansdóttir. Faðir Breka, Logi Úlfarsson, stal sen- unni en hann söng ævi- skeið afmælisbarns- ins við þekkt Abbalag við mikinn fögnuð viðstaddra. Þórunn Högnadóttir, stíl- isti og blaðamaður, hefur stofnað nýtt veftímarit í samstarfi við ritstjóra NUDE Magazine, Jóhönnu Björgu. Tímaritið ber heit- ið NUDE Home og kemur út í ágúst. Hvernig kom þetta verkefni til? Ég hafði lengi látið mig dreyma um að fara af stað með lífsstíls- tímarit á netinu og þegar ég hætti hjá Húsum og híbýlum ný- verið ákvað ég að slá til og láta þennan gamla draum verða að veruleika. Jóhanna Björg Christensen hefur verið að gera frábæra hluti með NUDE Magazine og ég setti mig í samband við hana með hug- myndina. Við náðum strax ótrú- lega vel saman og erum alveg búnar að vera á flugi síðan. Við erum komnar með frábært fólk í lið með okkur og það er óhætt að segja að það sé margt spenn- andi í vændum. Hverjar verða áherslur vef- blaðsins? Við ætlum að fjalla um allt sem viðkemur heimilinu; við verðum með mörg innlit á fal- leg og áhugaverð heimili, fjöllum um þekkta hönnun og hönnuði, bendum lesendum okkar líka á skemmtilega verslanir, veitinga- staði, vefsíður, blogg og fleira. Við munum leggja okkur fram við að miðla til lesenda öllu því nýj- asta sem er að gerast í heimi hönnunar og arkitektúrs ásamt því að taka fyrir klassíska og vel- þekkta hönnun. Flottar uppskrift- ir af girnilegum mat og fleira matartengt efni verðu svo einnig að finna í blaðinu. Verður allt efni íslenskt? Nei, við verðum líka með efni erlend- is frá; innlit á erlend heimili, um- fjallanir um trendsýningar úti í heimi og fleira áhugavert efni er- lendis frá. Hvenær fer blaðið í loftið? Fyrsta tölublað NUDE Home mun fara á netið í byrjun ágúst. Nýtt tölublað fer svo í loftið á tveggja mánaða fresti en við verðum líka með blogg á netinu þar sem nýtt og spennandi efni mun birtast reglulega í millitíðinni. Muntu halda áfram með frægu Skref fyrir skref þættina þín þar sem þú kennir eitt og ÞÓRUNN HÖGNA STOFNAR NÝTT VEFTÍMARIT Þórunn Högnadóttir og Jóhanna Björg Christensen ná vel saman og segja margt spennandi í vændum. annað nytsamlegt fyrir heim- ilið? Já, ég kem til með að gera það. Í hverju tölublaði verður mikið af fjölbreytt efni, þar sem flikkað verður upp á húsgögn og fleira, enda finnst mér ótrú- lega gaman að taka gömul hús- gögn og hluti í gegn og gefa þeim nýtt líf. Gildir til 30.8.2012 PI PA R\ TB W A A PI P TB A R\ A BW A •• SÍ A SÍ A • 12 15 33 15 12 3 53 Karamellu frappó með rjóma og karamellusósu Komdu á næsta kaffihús Te & Kaffi og bragðaðu svalandi sumardrykki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.