Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 48

Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 48
28 18. maí 2012 FÖSTUDAGUR Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Lauga- vegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallar- anum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningar- staði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí,“ segir Aldís. Það er lista- maðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjár- festingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið henn- ar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á.“ Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýn- ingarstjóra heldur mun hún einn- ig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fag- urkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einn- ig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax.“ Guð fær greitt í dollurum verð- ur opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. - sm Lét gamlan draum rætast DRAUMUR RÆTIST Aldís Snorradóttir lét gamlan draum rætast og skipti um starfsvettvang. Hún opnar Gallerí Þoku á Laugavegi 25 á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dina Lohan, móðir Lindsay Lohan, segir dótt- ur sína vera vel að því komna að leika Eliza- beth Taylor í sjónvarpsmynd um ævi leik- konunnar. Valið hefur þó verið gagnrýnt af sonum Taylor sem segja leikkonuvalið van- virðingu við minningu móður þeirra. „Lindsay er mjög vel búin undir hlutverkið og lítur á þetta sem mikinn heiður. Þær eiga líka margt sameiginlegt, fjölmiðlaumfjöllun um Taylor var oft óvægin og það sama á við um Lindsay,“ sagði Lohan um dóttur sína í viðtali við Access Hollywood. Lohan ekki ólík Taylor STENDUR MEÐ LINDSAY Dina Lohan segir dóttur sína vel undir það búna að leika Elizabeth Taylor. NORDICPHOTOS/GETTY Michelle Pfeiffer fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmynd- inni Dark Shadows í leikstjórn Tims Burton. Leikkonan seg- ist hafa hringt sjálf í leikstjórann og óskað eftir hlutverkinu. „Ég hefði aldrei gert þetta nema af því ég þekkti hann, þetta setur fólk í mjög óþægilega aðstöðu. Ég frétti af verk- efninu í gegnum sameiginlega vinkonu okkar og þó ég vissi ekki einu sinni hvort það væri hlutverk við mitt hæfi í myndinni ákvað ég að hringja í Tim og tjá honum hug minn. Við áttum gott samtal og ári síðar hringdi hann aftur í mig og bauð mér í prufur,“ sagði Pfeiffer sem vann með Burton árið 1992 þegar hún lék Kattarkonuna í Batman Returns. Pfeiffer sagðist ekki hafa búist við því að fá hlutverk Elizabeth Coll- ins Stoddard og var því ánægð þegar Burton hafði aftur samband. „Tim er mjög hæfileikaríkur og frjór leikstjóri og það er frábært að fá að vinna með honum aftur.“ Kvikmyndinni Dark Shadows hefur verið líkt við blöndu af The Addams Family og Death Becomes Her. Óskaði eftir hlutverki BAUÐ SIG FRAM Michelle Pfeiffer hringdi í Tim Burton og óskaði eftir hlutverki í kvikmyndinni Dark Shadows. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas ÍSLENSKUR TEXTI / ENGLISH SUBTITLES FÖSTUDAGUR: I AM SLAVE 18:00, 20:00, 22:00 TOWN OF RUNNERS 20:00 CORIOLANUS 20:00, 22:30 JANE EYRE 17:30 IRON SKY 18:00, 20:00, 22:00 SVARTUR Á LEIK (ENG. SUBS) 17:40, 22:30 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.I AM SLAVE TOWN OF RUNNERS AUKASÝNINGAR Á VÖLDUM MYNDUM AF REYKJAVIK SHORTS & DOCS SÖNN SAGA UM NÚTÍMA ÞRÆLAHALD Í LONDON SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THE DICTATOR KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE DICTATOR LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 8 - 10.40 12 LOCKOUT KL. 8 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 10.10 16 21 JUMP STREET KL. 5.40 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.30 L LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 L HUNGER GAMES KL. 5 12 - T.V., KVIKMYNDIR.IS THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10 12 THE 5 YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 - 8 12 LOCKOUT KL. 10.15 12 - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS - E.E. - DV. -Þ.Þ., FT/SVARTHÖFÐI.IS LOKAÐ 18. - 23. MAÍ THE DICTATOR 4, 6, 8, 10 THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 8 THE RAID 10.25 THE AVENGERS 3D 4, 7, 10 LORAX 3D 4, 6 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA SPRENGHLÆGILEG MYND Frá þeim sem færði okkur BORAT kemur ein fyndnasta mynd ársins þar sem Sasha Baron Cohen fer á kostum í hlutverki klikkaðasta einræðisherra allra tíma. T.V. -SÉÐ OG HEYRT www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% EGILSHÖLL 16 16 V I P V I P 1212 12 12 L L 10 10 10 12 12 L 10 AKUREYRI STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! YFIR 45 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! KEFLAVÍK 12 12 16 16 12 Johnny Depp er stórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd o.g. entertainment weekly p.h. boxoffice magazine Nýjasta meistaraverk Tim Burtons. MÖGNUÐ HASARMYND MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI empire joblo.com ÁLFABAKKA 16 KRINGLUNNI 12 L L 10 10 UNDRALAND IBBA Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku tali 16 12 L SELFOSS MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.