Fréttablaðið - 18.05.2012, Page 54

Fréttablaðið - 18.05.2012, Page 54
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR34 FÖSTUDAGSLAGIÐ Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Póstdreifing - Suðurhraun 1 210 Garðabær - Sími 585 8300 www.postdreifing.is Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda. fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálf- stæðri leiksýningu sem frum- sýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjóta- þorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook- færslum. „Við vorum að velta fyrir okkur samskiptum fólks á Facebook þegar okkur datt í hug að það gæti verið gaman að glæða þetta lífi í leikhúsinu og allt í einu vorum við komnar út á gólf og farnar að vinna með þessa hugmynd. Það mætti því segja að þetta sé rannsókn sem óvart varð að sýningu,“ útskýr- ir Halldóra og bætir við að ferlið hafi fengið þær til að endurmeta tilganginn með notkun Facebook. Stúlkurnar eru báðar virk- ar á samskiptasíðunni og við- urkenna að það hafi komið þeim á óvart hversu stóran þátt Facebook spilar í daglegu lífi manna. „Meiri hluti þjóðarinn- ar er á Facebook, meira að segja ungbörn og ömmur og afar eru virk á samskiptasíðunni. Í dag virðist maður ekki vera maður með mönnum nema maður sé á Facebook,“ segir Halldóra og bætir við: „Það sem okkur lang- aði að prufa að gera er að eiga í Facebook-samskiptum í raun- heiminum. Ég veit ekki hvort okkur hafi tekist það, það er áhorfenda að dæma um það.“ Leiksýningin verður frumsýnd þann 25. maí á heimili Halldóru í Mjóstræti 3. Áætlaðar eru fjór- ar sýningar á verkinu og rúmast um tíu manns á hverri sýningu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook-síðu leikhóps- ins Þrettán svartir kettir undir stiga. - sm Facebook-samskipti í raunheimi KYNNTUST FACEBOOK BETUR Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, setja upp sýningu byggða á Facebook-samskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Darri Ingólfsson leikari fer með lítið hlutverk í fyrsta þættinum af sjónvarpsþáttaröðinni Last Resort sem sýndir verða á sjónvarpstöð- inni ABC. Framleiðendur þátt- anna eru þeir sömu og framleiddu Lost og handritshöfundarnir eru þeir Shawn Ryan, sem skrifaði The Shield og Angel, og Karl Gajdusek, sem samdi handritið að kvikmynd- inni Trespass. Þátturinn er sagður í anda 24 og Homeland og fjallar um áhöfn kjarnorkukafbáts í þjónustu banda- ríska hersins sem fær þau fyr- irmæli að gera árás á Pakistan. Fyrirmælin vekja upp grunsemdir hjá yfirmanni áhafnarinnar, sem óhlýðnast skipuninni og er fyrir vikið sagt upp störfum. Sá er tekur við sem hæstráðandi gerir slíkt hið sama og í kjölfarið er áhöfn- in sökuð um landráð og upphefst taugatrekkjandi eltingaleikur. Þátt- urinn var tekinn upp í Honolulu á Havaí og er leikstýrt af Martin Campbell, sem á að baki kvikmynd- ir á borð við Green Lantern, Casino Royale og The Mask of Zorro. Darri, sem vakti nokkra athygli hér heima fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsþáttunum Mannaveiðum, fer með lítið hlutverk í Last Resort. Darri leikur aðstoðarmann þing- manns sem fer á stefnumót með dóttur efnaðs vopnaframleiðanda og leikin er af Autumn Reeser. Það er sjónvarpsstöðin ABC sem er meðframleiðandi þáttanna, en fyrir tækið er í eigu Walt Disney Studios samsteypunnar. Þegar Fréttablaðið náði tali af Darra sagðist hann að vonum ánægður með hlutverkið enda sé margt hæfileikaríkt fólk sem komi að gerð þáttanna. „Það er auðvitað frábært að hafa fengið þetta hlutverk þó lítið sé. Þetta skapar vonandi fleiri tækifæri fyrir mig. Skemmir svo ekki að þetta var skotið á Havaí. Mér skilst að ABC hafi ákveðið að leggja pening í framleiðslu á hálfri seríu en framhald þeirra ræðst svo á áhorfi þannig nú er bara að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Darri sem hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarin þrjú ár. DARRI INGÓLFSSON: Á VONANDI EFTIR AÐ OPNA EINHVERJAR DYR ÚTI Landaði hlutverki í tauga- tryllandi sjónvarpsþætti AÐSTOÐARMAÐUR ÞINGMANNS Darri Ingólfsson hreppti lítið hlutverk í prufuþætti fyrir Last Resort. Þættirnir eru nýir af nálinni og framleiddir af þeim sömu er gerðu Lost. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég er nokkuð ánægður með þetta,“ segir Helgi Ólafsson, stór- meistari í skák. Bók hans Bobby Fischer Comes Home situr í efsta sæti á vinsæld- arlista hins öfluga forlags New in Chess, sem gefur bókina út. Hún fjallar um heimsmeistarann sáluga Bobby Fischer, og þar er megin áhersla lögð á síðustu ár hans á Íslandi. „Ég umgekkst hann mjög mikið, eða fram á vorið 2007. Þá má segja að hafi kastast í kekki á milli okkar. Hann veiktist um haustið og var á spítala og var síðan far- inn í ársbyrjun 2008,“ segir Helgi, sem var fenginn til að skrifa bók- ina vegna þess að hann þekkti skákferil Fischers manna best hér á landi. Helgi fylgdist með heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Laugardalshöll 1972 og umgekkst Fischer mikið eftir að hann flutti til Íslands. „Það kann- ast margir við að eignast átrún- aðargoð í æsku og kynnast þeim síðar. Það má segja að maður sé að bera þetta saman,“ segir hann. „Maðurinn sem kom hingað 2005 var ekki sami maður í mínum huga og 1972. Ég myndi ekki segja að hann hafi valdið mér vonbrigðum. Þetta var bara skeið í hans lífi sem var mjög erfitt.“ Hann segir bók sem þessa mikil- væga heimild. „Fischer tengdist skáksögu Íslendinga og Íslands- sögunni mikið. Það er nauðsynlegt að það sé eitthvað skráð um þetta af þeim sem voru að umgangast hann.“ Spurður hvort bókin komi út á íslensku segir Helgi að það komi til greina ef einhver bókaforlög sýni henni áhuga. - fb Bók um Fischer nýtur vinsælda ÁNÆGÐUR Helgi Ólafsson er ánægður með viðtökurnar við bókinni Bobby Fischer Comes Home. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Head over Heels með Tears for Fears. Það er síðan algjört möst að leika bælda hljómborðs sólóið sem er í myndbandinu.“ Magnús Leifsson, grafískur hönnuður og grínisti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.