Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið 25. maí 2012 122. tölublað 12. árgangur LÆKKAÐ VERÐAllar helstu sil-ungaflugurnar í Veiðiportin k EITT STOPP Tómas Skúlason ásamt „aðstoðar-verslunarstjóranum“ Tinna sem stendur með honum vaktina.MYND/GVA BLÖNDUNARLOKI FYLGIR VÖNDUÐ VARAÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA LIST FYRIR ALLAListahátíð í Reykjavík stendur yfir dagana 18. maí til 3. júní. Fjöldi viðburða er í boði fyrir alla aldurshópa, til dæmis tónleikar, leikhús, myndlistarsýningar og húslestrar þar sem rithöfundar bjóða heim. M eð nýrri vefverslun bjóðum við viðskiptavinum okkar aukna þjónustu, sérstaklega þeim sem búa úti á landi og hafa ekki kost á að koma við í búðinni,“ segir Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar Veiði-portið, Grandagarði 3. „Við erum að setja inn vörur hvenær sem við eigum lausa stund og innan skamms verða allar vörur Veiðportsins fáanlegar í gegnum síðuna. Þar á meðal allar tegundir af flugum en við bjóðum örugglega ódýrustu flugurnar á landinu og höfum gert frá upphafi,“ segir Tómas en hann stofnaði Veiðiportið fyrir níu árum gagngert til að bjóða gott úrv l fflugum á sa k Tilboðið gildir eitthvað fram á vorið og sér Tómas sjálfur um kennsluna.„Fólk hefur verið hrætt við að fjár-festa í fluguveiðigræjum ef það kann ekki til verka en nú fylgir kennsla frítt með,“ segir Tómas. Safnað verður í átta til tíu manna hópa og köstin æfð á Klam- bratúninu við Miklubraut. Námskeiðin fara fram eftir klukkan 18 og fer skráning fram við kaup. Vöruúrvalið í Veiðiportinu spannar alla flóruna í veiðivörum og nefnir Tóm- as meðal annars handhæga slöngubáta sem slegið hafa í gegn. Bátunum er pakk að saman í tösku AUKIN ÞJÓNUSTAVEIÐIPORTIÐ KYNNIR Tómas Skúlason eigandi Veiðiportsins býður ókeypis kastnámskeið með hverju fluguveiðisetti. Þá er ný vefverslun komin í loftið. ÓDÝR OG GÓÐ VARA „Við bjóðum örugglega ódýrustu flugurnar á landinu,“ segir Tómas Skúlason, eigandi Veiði-ports. MYND/GVA 25. MAÍ 2012 SUMARLEG BRÚÐARFÖRÐUN HALLÓ NEON LITIR OPNUNARGLEÐI Í REYKJAVÍK Ari Trausti Guðmundsson Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir % Könnun á fylgi forsetaframbjóðenda Allt fyrir Eurovision Fánar, Íslandsskraut, míkrófónar, uppblásin hljóðfæri, sprengjur, hattar, gleraugu, o.fl.Mikið úrval borðbúnaðar www.partybudin.is Breytir nafninu í Bassi Trommuleikarinn Bassi Ólafsson hét áður Björn Sigmundur Ólafsson. popp 46 Sólgleraugu sumarsins Kringlótt, klassísk og kisugleraugu í tísku í sumar. lífsstíll 34 Efla rannsóknir á arkitektúr Stofnun Rögnvaldar Ólafssonar sett á laggirnar tímamót 26 SAKAMÁL Skattrannsóknarstjóri mun á allra næstu vikum vísa í kringum 50 skattsvikamálum til embættis sérstaks saksókn- ara. Stærstu málin snúast um milljarða króna undandrátt frá skattgreiðslum. Þetta staðfestir Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri. Embætti sérstaks saksókn- ara hefur þegar fengið til sín 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sam- einað efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra. Það hefur þegar lokið rannsókn í 27 þeirra mála og ákært í 23, eða 85 prósent mál- anna. Í fjórum tilfellum hefur skattsvikamál sem vísað var til sérstaks saksóknara verið látið niður falla. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, segir að í þeim málum sem þegar hafa farið í ákæruferli sé komin dómsniður- staða í ellefu mál. Í öllum þeirra hefur verið sakfellt. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrannsóknarstjóra þegar þau berist inn á borð embættisins. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokkuð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ – þsj /sjá síðu 6 Skattrannsóknarstjóri hefur fullrannsakað á annað hundrað skattsvikamál: Tugir skattsvikamála til sérstaks HASAR Í BREIÐHOLTINU Tökur á spennuþáttaröðinni Pressu 3 stóðu sem hæst í Breiðholti í gær. Ljósmyndari Fréttablaðsins átti fótum sínum fjör að launa undan látunum, sem sjónvarpsáhorfendur geta fylgst með í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVASST V-TIL Í dag verða sunnan 8-15 m/s, en sums staðar hvass- ara V-til. Rigning NV-til en annars úrkomulítið og léttir til. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 16 17 12 12 11 SJÁVARÚTVEGUR Adolf Guðmunds- son, formaður LÍÚ, segir það engu skipta þó ríkisstjórnin lækki boðað veiðigjald um helm- ing frá því sem nú er í frum- varpi um veiði- gjaldið. Áfram sé um að ræða margföldun á gjaldtöku sem lami greinina. Í viðtali segir Adolf að arðurinn berist þegar til fólks- ins í landinu í gegnum hagkerfið. Spurður um fjölmiðlaherferð vegna boðaðra breytinga segir hann að þar tali grasrótin í land- inu og dapurlegt sé að halda því fram að útgerðin hafi keypt fólk til að taka þátt í auglýsingagerð. Herferðina borgar LÍÚ enda sé hlutverk sambandsins að verja hagsmuni útgerðarinnar. - shá / sjá síðu 16 Adolf Guðmundsson, hjá LÍÚ: Lamandi áhrif óháð lækkun ADOLF GUÐ- MUNDSSON KÖNNUN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur afgerandi forskot á aðra frambjóðendur sam- kvæmt niðurstöðu skoðanakönnun- ar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 53,9 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Ólaf Ragnar ef gengið yrði til kosninga nú. Könnunin var gerð í gærkvöldi og í fyrrakvöld. Í síð- ustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl, sögðust 46 prósent styðja Ólaf. Verulega dregur úr stuðningi við Þóru Arnórsdóttur samkvæmt könnuninni. Um 35,4 prósent styðja Þóru nú, en í síðustu könnun sögðust 46,5 prósent myndu kjósa hana, sem var svipaður stuðningur og við sitjandi forseta. Ólafur hafði eftirlátið keppi- nautum sínum sviðið framan af, en hóf kosningabaráttu sína með hvelli í síðustu viku. Þóra hefur aftur á móti haft hægt um sig eftir barnsburð fyrir viku. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni hylli kjósenda. Um 5,3 prósent þeirra sem afstöðu taka myndu kjósa Ara Trausta Guð- mundsson og 2,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þor- geirsdóttur og 0,9 prósent Ástþór Magnússon. Enginn þeirra 800 sem hringt var í nefndi Hannes Bjarnason. Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til einhvers frambjóðenda í könnuninni. - bj / sjá síðu 8 Ólafur Ragnar tekur forystu Meirihluti landsmanna myndi kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embætti forseta ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar umtalsvert. 50 40 30 20 10 0 5,3% 53,9% 35,4% Skoðanakönnun 11. og 12. apríl 2012 Heimild: Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 23. og 24. mars 2012 ÍA tapaði stigum Skagamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í Pepsi- deildinni í gær. sport 40

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.