Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 2

Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 2
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR2 Verjendur segja ekkert benda til sektar Á þessu stigi bendir ekkert til þess að Annþór Kristján Karlsson hafi átt þátt í því að bana Sigurði Hólm Sigurðssyni, sem lést á Litla- Hrauni fyrir helgi. Þetta fullyrða verjendur Ann- þórs, Guðmundur St. Ragnarsson og Hólmgeir Elías Flosason, í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Ekki liggi heldur fyrir hvort áverkarnir sem Sigurður bar innvortis séu yfirleitt af mannavöldum. Ingi Freyr Ágústs- son, verjandi Barkar Birkissonar, sendi efnislega samhljóða yfirlýs- ingu til fjölmiðla síðdegis í gær. Verjendur beggja gagnrýna að upplýsingar hafi borist fjölmiðlum og fullyrða að verjendur í málinu hafi fyrst fengið upplýsingar um rannsóknargögn og málavexti í gegnum fjölmiðla. María Lilja, hvernig er þetta eiginlega meint? „Allt er þetta vel meint!“ María Lilja Þrastardóttir er einn af skipu- leggjendum Druslugöngunnar. Gangan 23. júní næstkomandi kallast nú Meint- drusluganga, til að vekja athygli á orðalagi í umfjöllun um kynferðisglæpi, sem síður tíðkast í annarri glæpaumfjöllun. ICESAVE Munnlegur málflutning- ur í máli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave hefst 18. september næstkom- andi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur skilað af sér greinargerð í mál- inu þar sem stutt er við mál- flutning ESA, það er að Ísland hafi gerst brotlegt við tilskipun um innistæðutryggingar þegar Landsbankinn féll. Þar að auki hafi aðgerðir íslenskra stjórn- valda falið í sér mismunun milli íslenskra og erlendra innistæðu- eigenda. Ísland hafnar rökum framkvæmdastjórnarinnar og mun skila athugasemdum á næstu vikum. - þj Icesave-dómsmálið: Málflutningur í september LÖGREGLUMÁL Öryggisreglum á Litla-Hrauni hefur verið breytt til að betur verði hægt að taka á móti Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni þegar þeir losna úr einangrunarvist eftir nokkrar vikur. Þeir eru grunaðir um að hafa valdið dauða samfanga síns í síðustu viku. Þeir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald og einangrunarvist í gær. „Við höfum þrjár vikur til að skerpa á öryggismálum hjá okkur og ég get alveg fullvissað þig um að það verður gert,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Vegna plássleysis þá höfum við nýtt öryggisgang á Litla-Hrauni undir afplánun. Ég gaf út fyrir- mæli þess efnis í dag [í gær] að það yrði ekki gert aftur. Þannig að öryggisgangurinn á Litla-Hrauni verður nýttur sem slíkur og sé ekki brýn nauðsyn á vistun fanga þar þá mun hann standa auður,“ segir Páll, sem var farinn að búa sig undir að þurfa að hraða breyt- ingunum ef ske kynni að gæslu- varðhaldskröfunni yrði hafnað. „Það tekur okkur einhvern tíma að tæma þennan öryggisgang, en það verður klárt þegar nýting hans verður nauðsynleg og öll réttindi manna sem þar verða vistaðir verða í löglegu lágmarki.“ Um leið og Annþór og Börkur losna úr einangrun munu þeir fara á öryggisganginn. „Það er frágeng- ið,“ segir Páll. „Þar verða engir aðrir en þeir og ef aðrir fangar hegða sér með einhverju svipuðu móti þá fara þeir þangað inn líka.“ Þeir sem vistaðir eru á öryggis- ganginum geta haft samskipti sín á milli, en þó getur þurft að tak- marka þau eða koma í veg fyrir Reglur hertar vegna Annþórs og Barkar Öryggisgangur á Litla-Hrauni verður rýmdur fyrir tvo fanga sem grunaðir eru um manndráp áður en þeir losna úr einangrun, samkvæmt fyrirmælum fang- elsismálastjóra. Þar verða þeir einir og réttindi þeirra í löglegu lágmarki. ANNÞÓR KARLSSON BÖRKUR BIRGISSON HART TEKIÐ Á MÁLUM Páll Winkel ætlar að taka hart á þeim Annþóri og Berki þegar þeim verður hleypt úr einangrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við verðum bara að athuga það út frá þeim lagalega ramma sem við vinnum eftir hversu mikið við getum lokað þessa menn inni.” PÁLL WINKEL FANGELSISMÁLASTJÓRI þau. „Við verðum bara að athuga það út frá þeim lagalega ramma sem við vinnum eftir hversu mikið við getum lokað þessa menn inni,“ segir Páll. Athygli vakti að dómari kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á Litla-Hrauni í gær, en þeir voru ekki fluttir í Héraðs- dóm Suðurlands á Selfossi. Þetta er fáheyrt ef ekki einsdæmi. Ástæðan er sú að Börkur hefur verið veru- lega óstýrilátur þegar hann hefur verið færður á milli staða. Hann hefur hótað sérsveitarmönnunum, gert sig líklegan til að veitast að þeim, hrækt og haft uppi ógnandi tilburði af ýmsum toga. Því ósk- aði lögregla eftir að dómari kæmi frekar í fangelsið svo að ekki þyrfti að flytja Börk. stigur@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Starfsmönnum Landsbanka Íslands fækkar um 50 um mánaðamótin vegna hagræð- ingaraðgerða. Átta útibúum verð- ur lokað eða þau sameinuð öðrum og deildir í höfuðstöðvum bankans verða sameinaðar. 29 starfsmönnum var sagt upp og 15 var boðinn starfslokasamningur. Aðrir sem hætta um mánaðamótin höfðu áður sagt upp störfum, að því er segir í tilkynningu. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði samein- uð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bank- ans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðar- firði. Þá verður útibú í Árbæ sam- einað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Útibúin hætta störfum 31. maí næstkomandi. Bankinn segir að þessi breyting skýrist að stórum hluta af breytingu á viðskiptahátt- um, heimsóknum hafi fækkað hratt á síðustu árum og 80 prósent allra samskipta séu rafræn eða í gegnum síma. Bankinn áætlar að um 400 milljónir króna sparist á ári með þessum breytingum. - þeb Landsbankinn lokar útibúum um allt land og sameinar deildir í höfuðstöðvum: 50 missa vinnuna í hagræðingu LANDSBANKINN Deildir verða samein- aðar í höfuðstöðvum Landsbankans og átta útibúum eða afgreiðslum lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KOSNINGAR Stikkprufur sem yfir- kjörstjórnir um landið hafa gert á meðmælendum Ástþórs Magnús- sonar forseta- frambjóðanda leiða í ljós að minnsta kosti fjörutíu manns kannast ekki við að hafa skrifað undir listana. Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá ábendingu starfsfólks Þjóðskrár, sem fer yfir listana, um að sama rithönd kæmi fyrir í fjöl- mörgum tilfellum. Grunur leikur á að undirskriftir með sömu rithönd kunni að hlaupa á hundruðum. Ást- þór sagði í samtali við RÚV ljóst að hann setti ekki sjálfur inn rang- ar undirskriftir. Hann telur að verið sé að spila með framboð sitt. Ástþór hefur fengið frest til miðnættis til þess að skila inn nýjum undirskriftum. Ástþór fær frest til miðnættis: Sama rithönd aftur og aftur ÁSTÞÓR MAGNÚSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrirtækisins Smákrana gegn Lýsingu. Héraðsdómur hafði sagt gengislán fyrirtækis- ins hjá Lýsingu ólögmætt. Mögu- lega er skuldastaða yfir þúsund fyrirtækja í uppnámi eftir dóm- inn. Fyrirtækið tók sjö milljóna króna lán hjá Lýsingu árið 2007. Þegar gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt taldi Lýsing að lánið væri kaupleigusamning- ur. Héraðsdómur var ekki sama sinnis og sagði um lán að ræða. Því hafi verið ólöglegt að tryggja lánið í erlendri mynt. Lögmaður Smákrana, Einar Hugi Bjarnason, var ósáttur við niðurstöðuna og telur dóminn ganga þvert á niðurstöðu Hæsta- réttar í sambærilegum málum. „Og mér sýnist í fljótu bragði að niðurstaða Hæstaréttar grund- vallist á því að þessi samnings- form séu ólík að ákveðnu leyti sem leiðir þá til ólíkrar niður- stöðu.“ - þeb Hæstiréttur sneri dómi: Dæmdi gengis- lán lögmætt DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær tíu mánaða fangelsisdóm yfir 48 ára gömlum manni vegna kynferðisbrota. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa tvisvar lagst upp í rúm hjá fjórtán ára stúlku, sem hann átti í trúnaðarsambandi við, strok- ið líkama hennar og kysst hana í tvígang. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa veitt stúlk- unni og vinkonu hennar áfengi. Ákærði kynntist stúlkunni þegar hún var tíu eða ellefu ára. Hann var góður vinur móður hennar og hafði oft dvalið á heim- ili hennar. Stúlkan sagðist líta á hann eins og föður. - þeb 10 mánaða dómur staðfestur: Fangelsi fyrir kynferðisbrot SLYS Tveir ferðamenn, karl og kona, sluppu ótrú- lega vel þegar brún á Lágey Dyrhólaeyjar, sem þau stóðu á, gaf sig um hádegisbil í gær. Þau féllu um 40 metra með skriðu þegar það gerðist, en voru ofan á skriðunni allan tímann. Skriðan féll ofan í Kirkjufjöru, en fjara var þegar slysið varð. Karlinn fótbrotnaði og konan hryggbrotnaði, en að öðru leyti hlutu þau ekki alvarleg meiðsl. Þau voru bæði lögð inn á bæklunardeild Land- spítalans eftir viðkomu á bráðamóttökuna. Mað- urinn fór í aðgerð vegna fótbrotsins. Konan gat gengið til landvarðar og látið vita af atburðinum. Björgunarsveitarmenn úr björg- unarsveitinni Víkverja í Vík kom fólkinu til hjálpar. „Við komust að þeim landleiðina þann- ig að við þurftum ekki að hífa þau upp,“ sagði Grétar Einarsson björgunarsveitarmaður við Vísi í gær. „Þetta er ekkert annað en krafta- verk. Það er algjörlega ótrúlegt hvað þau sluppu vel,“ sagði hann jafnframt. Fólkið var á merktri gönguleið, en svæðinu hefur nú verið lokað. -þeb Tveir erlendir ferðamenn voru á syllu sem gaf sig í Dyrhólaey í gær: Sluppu vel eftir 40 metra fall 100 METRA SYLLA SEM FÉLL Fólkið féll um fjörutíu metra niður í fjöruna með þessari gríðarstóru skriðu. MYND/GRÉTAR EINARSSON ALÞINGI Tillaga Vigdísar Hauks- dóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins, um hvort efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort stöðva eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið var felld á þingi í gær. 34 greiddu atkvæði gegn til- lögunni en 25 með. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason greiddu atkvæði með henni, en þingmenn Hreyfingarinnar, Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, Siv Frið- leifsdóttir, og Guðmundur Stein- grímsson greiddu atkvæði á móti. Tillaga um ESB-aðild: Viðræður ekki í þjóðaratkvæði SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.