Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 10

Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 10
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR10 Aðalfundur Haga hf. 8. júní 2012 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 8. júní 2012 og hefst hann kl. 10:00 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samfiykktar. 3. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna. 4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2011/12. 5. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ársreikning og önnur gögn ásamt upplýsingum um rafræna atkvæðagreiðslu er að finna á vefsíðu félagsins, www.hagar.is Stjórn Haga hf. 1. Hversu háa sekt var Gunnar Birgisson dæmdur til að greiða fyrir að blekkja Fjármálaeftirlitið? 2. Hver skoraði síðara mark karlaliðs KR gegn FH í Frostaskjóli í fyrrakvöld? 3. Hvaða fornfræga hljómsveit mun leika á minningartónleikum um gítar- leikarann Kristján Eldjárn í júní? SVÖR 1. 150 þúsund krónur 2. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH 3. Þursaflokkurinn SÝRLAND, AP Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna full- yrðir að bæði stjórnarherinn í Sýrlandi og æ skipulagðari sveit- ir uppreisnarmanna hafi staðið að hrottalegum ofbeldisverkum, þar á meðal manndrápum og pynting- um. Mest af þessu ofbeldi segir nefndin þó að megi rekja til stjórn- valda. Niðurstöður sínar byggir nefndin á hundruðum viðtala við einstaklinga, sem flúið hafa land á síðustu vikum. „Bardagamenn í vopnuðum hópum stjórnarandstæðinga hafa verið drepnir eftir að þeir voru handteknir eða særðir,“ segir í skýrslu, sem nefndin sendi frá sér í gær. „Í sumum sérlega alvarleg- um tilvikum hafa heilu fjölskyld- urnar verið teknar af lífi á heimili sínu – yfirleitt fjölskyldumeðlim- ir þeirra sem andvígir eru stjórn- inni.“ Meira en 250 friðargæsluliðar eru í Sýrlandi á vegum Samein- uðu þjóðanna til þess að hafa eft- irlit með framkvæmd friðaráætl- unar, sem Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fékk bæði stjórnina og uppreisnarmenn til að fallast á. Vopnahléð er hins vegar brotið á hverjum degi, bæði af stjórnar- liðum og af uppreisnarmönnum. Stjórn Bashar al Assads forseta heldur enn fast í það að uppreisnin, sem nú hefur staðið yfir í fimm- tán mánuði, stafi ekki af almennri óánægju landsmanna heldur standi hryðjuverkamenn á bak við mótmælin. Aukið ofbeldi tengt mótmælunum geri ekki annað en að staðfesta þetta. Uppreisnarmenn segjast á hinn bóginn hafa nauðbeygðir gripið til vopna eftir að stjórnarherinn tók að skjóta á mótmælendur og varpa sprengjum á almenning. Uppreisn- armenn hafa einnig sakað stjórn- ina um að standa að mörgum sprengjuárásum í landinu í þeim tilgangi að geta kennt uppreisnar- mönnum um hryðjuverk. Í mars síðastliðnum taldist Sam- einuðu þjóðunum til að átökin í landinu hafi frá upphafi kostað meira en níu þúsund manns lífið. Átökin hafa haldið áfram, svo hæglega má gera ráð fyrir því að fjöldi látinna sé kominn vel yfir tíu þúsund. Átökin í Sýrlandi hafa einnig breiðst út til nágrannaríkisins Líb- anons, þar sem banvæn átök hafa kostað að minnsta kosti tíu manns lífið síðasta hálfa mánuðinn. gudsteinn@frettabladid.is Mannréttinda- brot framin á báða bóga Bæði stjórnarherinn og sveitir uppreisnarmanna stunda manndráp og pyntingar í Sýrlandi. Mest af ofbeldinu má þó rekja til stjórnarhersins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsókarnefndar SÞ. FYLGST MEÐ ÁTÖKUM Einn af friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna tekur myndir af fólksflutningabifreið stjórnarhersins, sem eyðilagðist í sprengjuárás. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í sumum sérlega alvarlegum tilvikum hafa heilu fjölskyldurnar verið teknar af lífi á heimili sínu – yfirleitt fjölskyldumeð- limir þeirra sem andvígir eru stjórninni. ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR SÞ KÍNA, AP Eldri bróðir kínverska flóttamannsins Chen Guang- cheng, Chen Guangfu, hefur flúið heimabæ sinn. Hann fór til höf- uðborgarinnar Peking til þess að ráðfæra sig við lögfræðinga, en sonur hans hefur verið ákærður fyrir morðtilraun. Sonurinn, Chen Kegui, lenti í útistöðum við stjórnvöld í bænum en ráðist var inn á heimili hans þegar verið var að leita að Chen Guangcheng í apríl. Fjölskyldan segir að á hann hafi verið ráð- ist, en hann var í kjölfarið hand- tekinn og ákærður fyrir morðtil- raun. Fjölskyldan hefur rætt við lögfræðinga vegna málsins en stjórnvöld segja að þau muni skipa Chen Kegui lögmann. Einn lögmannanna segir að öryggisgæsla í heimabæ þeirra hafi verið aukin eftir að Chen Guangcheng flúði þaðan. Chen Guangcheng er nú kominn til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og börnum, en aðrir fjölskyldu- meðlimir eru enn í Kína. Hann hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að þeim verði refsað fyrir gjörðir hans. Chen Guangcheng flúði úr ólög- legu stofufangelsi í apríl og komst í bandarískt sendiráð. Mál hans olli miklum vandræðum í sam- skiptum Bandaríkjanna og Kína. - þeb Bróðir flóttamannsins er einnig flúinn til Peking: Áhyggjur af afdrif- um fjölskyldu ChenAFGANISTAN Eitrað var fyrir 120 skólastúlkum og þremur kenn- urum þeirra í skóla í Takhar í Afganistan síðastliðinn miðviku- dag, að því er segir á frétta- vefnum b.dk. Að sögn lögreglu voru andstæðingar menntunar kvenna að verki. Eitruðu dufti hafði verið komið fyrir í skólastofunum og leið yfir fjölda stúlkna. Menntamálaráðuneyti Afgan- istans greindi frá því í síðustu viku að uppreisnarmenn hefðu lokað 550 skólum í 11 héruðum þar sem talibanar njóta mikils stuðnings. Í síðasta mánuði voru 150 skólastúlkur og kennslukon- ur lagðar inn á sjúkrahús eftir að hafa drukkið eitrað vatn úr vatnstanki skóla í Takhar. - ibs Árás á skóla í Afganistan: Eitrað fyrir skólastúlkum EVRÓPUMÁL Íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópu til- kynntu í gær um myndun sameig- inlegs vinnuhóps um afnám gjald- eyrishafta á Íslandi. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir: „Frjálst flæði fjármagns er einn meginþátturinn í fjórfrelsinu á sameiginlegum innri markaði Evr- ópu og því liggur fyrir að ríki með gjaldeyrishöft geta ekki gerst aðil- ar að Evrópusambandinu.“ Því, að því er segir í tilkynning- unni, er afnám gjaldeyrishaftanna viðfangsefni aðildarviðræðnanna og hlutverk vinnuhópsins að móta sameiginlegan skilning og meta leiðirnar út úr höftunum í sam- vinnu. Á fundi sínum í gær fóru Össur og Füle einnig yfir gang viðræðn- anna og ítrekaði Össur þá afstöðu Íslands að hefja skyldi sem fyrst samningaviðræður um veigameiri málaflokka, til dæmis gjaldmið- ilsmál, sjávarútveg, landbúnað og byggðamál. Ísland hafi í þess- um málum bæði ríka hagsmuni og skýra sérstöðu sem aðildarsamn- ingur þyrfti að taka tillit til. - þj Stefan Füle stækkunarstjóri ESB boðar samstarf í gjaldeyrismálum: Vinnuhópur meti afnám hafta RÁÐHERRANN OG STÆKKUNARSTJÓRINN Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hitti Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, í gær, þar sem þeir ræddu meðal annars um samstarf um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ DÓMSMÁL Samherji hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um húsleit og hald- lagningu gagna sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars. Samherji vill aðgerðirnar dæmdar ólögmætar. Þetta kemur fram í bréfi sem Samherji sendi starfsmönnum sínum í gær. Þar segir að aðgerðir Seðlabankans séu byggðar á röng- um forsendum. Þá sé reiknivilla í aðferðafræði bankans við reikning á verði á karfa í viðskiptum fyrir- tækisins við tengda aðila í Þýska- landi. - þeb Samherji kærir úrskurð: Segja vitlaust reiknað hjá SÍ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.