Fréttablaðið - 25.05.2012, Qupperneq 24
24 25. maí 2012 FÖSTUDAGUR
Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísra-
elska fyrirtækisins Protalix Bio-
therapeutics á lyfi úr erfðabreytt-
um plöntufrumum. Því miður
veita staðhæfingar í greininni
ranga mynd af framleiðsluað-
ferð Protalix og gefa til kynna að
íslenska fyrirtækið Orf Líftækni
framleiði erfðabreytt lyfjaprótein
með sömu aðferðum og Protalix.
Í greininni segir að Protalix sé
„fyrst í heiminum til að koma á
markað lyfi sem framleitt er í
erfðabreyttum plöntum“ og í fyr-
irsögn segir að „lyfið er framleitt
í gulrótum. Orf Líftækni beitir
svipaðri tækni til framleiðslu á
líftæknipróteinum í byggi.“ Hvor-
ug þessara staðhæfinga er rétt.
Það er fátt líkt með því hvernig
Protalix Biotherapeutics og Orf
Líftækni framleiða erfðabreytt
lyfjaprótein. Ísraelska fyrirtæk-
ið notar frumur sem eru teknar
úr gulrótum, erfðabreytir þeim og
ræktar þær síðan til framleiðslu á
próteinum í sterkum plastsekkj-
um (polyethylene bioreactors) við
öryggi hins lokaða, einangraða
kerfis. Protalix hefur staðfest að
„heilar plöntur eru ekki notaðar á
neinu stigi framleiðslunnar“. Orf
framleiðir lyfjaprótein sín hins
vegar í erfðabreyttum plöntum
sem ræktaðar eru utandyra í
Gunnarsholti og í hættulega óör-
uggum gróðurhúsum í Grinda-
vík, á Kleppjárnsreykjum, í Barra
á Héraði og á Reykjum í Ölfusi.
Aðferðir Orf eru mjög áhættu-
samar fyrir vistkerfið og heilsu-
far – ólíkt aðferðum Protalix.
Tilraunastofur (og önnur lokuð
kerfi) eru öruggustu staðir til
framleiðslu á lyfjapróteinum –
þau má rækta í litlu eða miklu
magni ýmist með notkun dýra-
eða plöntufruma. Hvor aðferðin
sem er notuð þá er meginatriðið
að framleidd prótein séu einangr-
uð og hreinsuð. Dýrafrumur eru
ræktaðar í stórum tönkum sem
kostnaðarsamt er að starfrækja
og þurfa stöðuga næringu til að
halda við frumuvextinum. Vinnsla
á próteinum úr plöntufrumum
getur notast við einfaldari tækni.
Æ fleiri lyfjafyrirtæki á borð við
Protalix nota plöntufrumur til
ræktunar sakir meiri hagkvæmni.
Ólíkt Protalix hefur Orf ákveð-
ið að nota vistkerfið sem sína til-
raunastofu vegna þess að það er
ódýrara fyrir fyrirtækið að rækta
próteinin í plöntum utandyra eða í
gróðurhúsum, í stað þess að rækta
þau í frumum í fyllilega lokuðum
kerfum. Ef dulinn kostnaður við
útiræktun Orf væri tekinn með
væru próteinafurðir þess líkast
til óseljanlegar. Tökum til dæmis
tjón sem hún kann að valda á
ímynd Íslands. Nánast allar grein-
ar atvinnulífsins, þ.e. ferðaþjón-
usta, orkuframleiðsla, tónlist,
tíska, landbúnaður, matreiðsla
og matvælaiðnaður nota ímynd
Íslands til kynningar á afurðum
sínum. Og fáir nota ímynd hins
hreina og óspillta Íslands í jafn
ríkum mæli og Orf, ef marka
má vefsíðu þeirra. Annar dulinn
kostnaður, s.s. hugsanlegt tjón
á vistkerfinu og áhætta fyrir
heilsufar manna og dýra, er held-
ur ekki metinn við verðlagningu
á próteinum Orf. Framleiðsla
þess er í reynd niðurgreidd af
samfélaginu. Framleiðsluaðferð-
in setur ágóða ofar öryggi, gref-
ur undan trausti á vísindum og
tækni og gefur komandi kynslóð-
um íslenskra vísindamanna slæmt
fordæmi.
Protalix notar erfðabreytt pró-
tein til framleiðslu á lyfjum sem
brýn þörf er fyrir, en Orf notar
sín erfðabreyttu prótein að mestu
leyti til snyrtivöruframleiðslu,
sem ekki er jafn rík þörf fyrir.
Lyf krefjast margra ára tilrauna
(a.m.k. þriggja fasa) á mönnum.
Ekki eru gerðar kröfur um klín-
ískar prófanir með snyrtivörur
á mönnum, líkast til vegna þess
að þær hafa fram undir þetta
verið taldar innihalda tiltölulega
meinlaus efni. Nú er hins vegar
farið að nota áhrifarík og óprófuð
efni í snyrtivörur, svo sem erfða-
breytt efni (til dæmis í vörum
Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis
Orf) og nanóeindir. Þegar nanó-
eindir zínkoxíðs voru notaðar í
sólarkrem setti ESB reglugerð
til að tryggja að snyrtivörur með
nanóeindum væru merktar. Nú
vex þeirri kröfu fiskur um hrygg
að snyrtivörur úr erfðabreyttum
efnum verði einnig merktar.
Það sem fréttnæmt er um Orf
og Protalix er ekki það sem er líkt
með þeim, heldur hver munurinn
er á aðferðum þeirra. Orf hefur
beitt erfðatækni með aðferðum
sem ógna umhverfi og heilsufari
til vöruframleiðslu sem hvorki
krefst prófana né merkinga og
þjónar takmarkaðri samfélags-
þörf. Protalix hefur notað erfða-
tækni til framleiðslu á ítarlega
prófuðum vörum sem brýn þörf
er fyrir, og með ítrustu öryggis-
kröfur að leiðarljósi.
Gulrætur og vill-
andi samanburður
Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsing-
um og fyrirsögnum í fjölmiðlum
um frumvörp um fiskveiðistjór-
nun og veiðigjald. Hamrað er
á því að verið sé að gera árás á
undirstöðuatvinnuveg og lands-
byggðina; gera meirihluta útgerð-
arfyrirtækja gjaldþrota með hóf-
lausum álögum og skattheimtu.
Annað kemur í ljós ef að er gáð.
Skoðum tvær gildar ástæður
þess að fullyrðingar um útgerð-
arhrun og atvinnubrest vegna
ákvæða í umræddum frumvörp-
um standast ekki; þau skapa ekki
skuldavanda og gjaldþrotahættu.
Sá vandi vofir nefnilega einkum
yfir þeim fyrirtækjum í útgerð
sem reistu sér svikamyllur í
samstarfi við bankastjóra á tíma
sem nefndur var góðæri. Þegar
myllurnar hrundu kom í ljós um
550 milljarða skuld sem var að
miklu leyti byggð á ofurveðsetn-
ingu aflaheimilda. Þessi ofurlán
fóru ekki öll í fjárfestingu innan
greinarinnar og bitna því enn á
rekstrinum þrátt fyrir hrikalegt
gengisfall sem útgerð og fisk-
vinnsla hagnast á en þrengir hag
almennings. Samt hefur tekist
að skipa öflugan grátkór til að
syngja um það að ekki megi auka
útgjöld og þyngja skuldabyrði,
sem telja verður sjálfskaparvíti
fremur en ógnun, í nýjum frum-
vörpum um fiskveiðistjórnun.
Einnig er vert að hafa í huga
hvað lagt er til grundvallar í
frumvarpi um veiðigjald. Því
er lýst svo á vefsíðum forsætis-
ráðuneytisins: „Veiðigjöld verða
tvískipt, annars vegar grunn-
gjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir
þorskígildiskíló og hins vegar
sérstakt veiðigjald, sem verður
tengt áætlaðri rentu hvers árs
og skilar þjóðinni réttmætri auð-
lindarentu. […] Grunngjaldið er
hugsað til að standa undir stofn-
unum ríkisins við stjórn fisk-
veiða.“ Í þessu felst það að ekki
er hætta á að fyrirtæki í eðlileg-
um rekstri fari á hausinn vegna
veiðigjalds, það verður einung-
is hluti af svokallaðri auðlinda-
rentu, hluti af því sem eftir verð-
ur þegar útgerðin hefur greitt
allan rekstrarkostnað og tekið
eðlilega arðsemi úr rekstrinum.
Þá skulu fyrirtækin skipta því
sem eftir stendur með almenn-
ingi. Sé enginn hagnaður greiðir
útgerðin einungis grunngjaldið,
eitthvað upp í rekstrarkostnað
þjónustustofnana sinna. Eigandi
auðlindarinnar fær engan hlut
af auðlindarentu séu fyrirtæk-
in með nýtingarréttin illa skuld-
sett eða rekin á hæpnum grunni
af öðrum ástæðum. Frumvarpið
virðist þannig tryggja útgerðum
landsins gott skjól.
Furða hvílíkt ramakvein hefur
verið rekið upp af talsmönnum
fyrirtækja sem njóta þeirra for-
réttinda í íslenska markaðsþjóð-
félaginu að geta notað eftirsótt-
an, verðmætan veiðirétt svo til
ókeypis í áratugi og sjá nú fram á
að fá hann fyrir samningsbundna
þóknun í 20+15 ár. Furðu marg-
ir taka undir, jafnvel sjómenn og
sveitarstjórnarmenn. Það finnst
mér torskilið, en ég skil vel þá
sem gagnrýna þá grunnhugmynd
ríkisstjórnarflokkanna að hyggj-
ast lengja svo rækilega eins árs
nýtingarrétt þeirra sem sitja að
fádæma forréttindum í stað þess
að innkalla réttinn í áföngum og
bjóða hann svo upp á markaði.
Búum við enn við svo rótgróið
auðvald með slík tengsl inni á
Alþingi að opið markaðsþjóðfélag
telst óhugsandi?
Fiskveiðistjórnunin.
Allan sannleikann, takk!
Sjávarútvegsmál
Hörður
Bergmann
kennari og
rithöfundur
Erfðabreytt
framleiðsla
Sandra
Best
sjálfstæður ráðgjafi
Ef dulinn kostnaður við útiræktun Orf
væri tekinn með væru próteinafurðir
þess líkast til óseljanlegar.
AF NETINU
Feimnismál lífeyrissjóða
Eðlilegt er, að ljósmyndara fjölmiðils sé kastað út af aðalfundi Bakkavarar.
Fyrirtækið er nefnilega feimnismál lífeyrissjóðanna. Þeir keyptu hræið af
bankanum og afhentu Bakkabræðrum það að nýju. Skuldir útrásargreifanna
voru fyrst afskrifaðar og svo lögðu þeir til fjóra milljarða í hlutafé. Ekki
blankir eftir afskriftirnar. Fyrst létu lífeyrisbófarnir greifana stjórna fyrirtækinu
og nú eru þeir orðnir með stærstu eigendum. Greifarnir komnir aftur til
skjalanna, hvítskúraðir eftir hrunið. Þetta gera lífeyrisbófarnir við peninga
gamla fólksins um leið og þeir rýra léleg lífeyrisréttindi þess.
http://jonas.is/
Jónas Kristjánsson
Evrópuviðræður með nýju umboði
Vænn áfangi í stjórnarskrármálinu í dag: Alþingi samþykkir þjóðaratkvæða-
greiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið frá stjórnlagaráðinu – gegn atkvæðum
þeirra sem aldrei hafa viljað nýja stjórnarskrá nema þeir hafi öll völd á henni
sjálfir, og – því miður – gegn atkvæðum velflestra Framsóknarmanna sem
þó lofuðu hvað háværast nýrri stjórnarskrá frá sérstöku stjórnlagaþingi í
síðustu kosningum.
http://blog.eyjan.is/mordur/
Mörður Árnason