Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 25

Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 25
LÆKKAÐ VERÐ Allar helstu sil- ungaflugurnar í Veiðiportinu kosta 195 krónur stykkið. HANDHÆGIR BÁTAR Slöngubátarnir pakkast saman í handhæga tösku. Tekur 15 mínútur að setja saman. Viðurkenndir af Siglingastofnun. NÝ VEFVERSLUN www. veidiportid.is EITT STOPP Tómas Skúlason ásamt „aðstoðar- verslunarstjóranum“ Tinna sem stendur með honum vaktina. MYND/GVA BLÖNDUNARLOKI FYLGIR VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W LIST FYRIR ALLA Listahátíð í Reykjavík stendur yfir dagana 18. maí til 3. júní. Fjöldi viðburða er í boði fyrir alla aldurshópa, til dæmis tónleikar, leikhús, myndlistarsýningar og húslestrar þar sem rithöfundar bjóða heim. Með nýrri vefverslun bjóðum við viðskiptavinum okkar aukna þjónustu, sérstaklega þeim sem búa úti á landi og hafa ekki kost á að koma við í búðinni,“ segir Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar Veiði- portið, Grandagarði 3. „Við erum að setja inn vörur hvenær sem við eigum lausa stund og innan skamms verða allar vörur Veiðportsins fáanlegar í gegnum síðuna. Þar á meðal allar tegundir af flugum en við bjóðum örugglega ódýrustu flugurnar á landinu og höfum gert frá upphafi,“ segir Tómas en hann stofnaði Veiðiportið fyrir níu árum gagngert til að bjóða gott úrval af flugum á samkeppnishæfu verði. „Við fórum strax af stað með eigin framleiðslu og hnýtum mikið af flugum yfir vetrartímann. Þá erum við einnig í samstarfi við nokkra góða fluguhnýt- ingamenn og bjóðum allar helstu flug- urnar. Auðvitað lumum við svo alltaf á leynivopnum úr okkar smiðju,“ segir Tómas. Fluguveiðisett í Veiðiportinu kosta frá 19.900 krónum og fylgir öllum seld- um fluguveiðisettum frítt kastnámskeið. Tilboðið gildir eitthvað fram á vorið og sér Tómas sjálfur um kennsluna. „Fólk hefur verið hrætt við að fjár- festa í fluguveiðigræjum ef það kann ekki til verka en nú fylgir kennsla frítt með,“ segir Tómas. Safnað verður í átta til tíu manna hópa og köstin æfð á Klam- bratúninu við Miklubraut. Námskeiðin fara fram eftir klukkan 18 og fer skráning fram við kaup. Vöruúrvalið í Veiðiportinu spannar alla flóruna í veiðivörum og nefnir Tóm- as meðal annars handhæga slöngubáta sem slegið hafa í gegn. Bátunum er pakk- að saman í tösku sem lítið fer fyrir og einungis tekur um 15 mínútur að setja þá saman. Bátarnir eru viðurkenndir af Siglingastofnun. „Þetta hentar þeim sem ekki hafa pláss til að geyma stóran bát yfir vetrartímann eða draga á kerru. Það má einfaldlega henda þeim í skottið á fjölskyldubílnum og leggja af stað í veiðitúr. Það þarf í rauninni bara eitt stopp hvort sem viðkomandi er að fara á sjóstöng eða að veiða í ám og vötnum og það er í Veiðiportinu. Við bjóðum alla flóruna og höfum einbeitt okkur að því að bjóða upp á góða vöru á góðu verði.“ AUKIN ÞJÓNUSTA VEIÐIPORTIÐ KYNNIR Tómas Skúlason eigandi Veiðiportsins býður ókeypis kastnámskeið með hverju fluguveiðisetti. Þá er ný vefverslun komin í loftið. ÓDÝR OG GÓÐ VARA „Við bjóðum örugglega ódýrustu flugurnar á landinu,“ segir Tómas Skúlason, eigandi Veiði- ports. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.