Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 30
4 • LÍFIÐ 25. MAÍ 2012
EVEN BETTER CONCEALER
Kremaður hyljari sem felur dökka bletti og
og dökka bauga undir augum.
Augnsvæðið verður bjartara og unglegra.
Velkomin viðbót við Even Better línuna frá
Clinique sem er marg verðlaunuð.
CLINIQUE KYNNIR:
Það vill oft verða flókið verk að
finna þann eina rétta, það er að
segja brúðarkjólinn. Sumar þurfa að
máta marga kjóla og velta fyrir sér
ýmsum möguleikum á meðan aðrar
vita hvað þær vilja frá fyrsta augna-
bliki. Íris Björk Tanya Jónsdóttir var
ein þeirra og lét hanna draumakjól
með rokkuðu ívafi.
Hvenær var stóri dagurinn?
Dagurinn var 7. ágúst, árið 2009,
070809.
Hver hannaði brúðarkjólinn?
Guðrún Árdís Össurar saumaði kjól-
inn en við hönnuðum hann í samein-
ingu, en ég á korselett frá Spaks-
mannsspjörum sem ég nota oft og út
frá því varð hugmyndin að kjólnum til.
Vissirðu alltaf hvernig kjól þú
vildir gifta þig í? Já, ég vissi í
raun hvað ég vildi um leið og ég
fór að huga að kjólnum, ég er ekki
flókin stelpa. Ég vildi hafa hann
pínu rokkaðan því að ég bara get
ekki blúndur og rómantískan stíl
þó svo að mér finnist það flott á
öðrum.
VILDI ROKKAÐAN BRÚÐARKJÓL
Kjóll Írisar er stuttur að framan en síður að aftan.
Íris var í sléttbotna skóm við kjólinn.
Sumarið er tíminn til að láta frekn-
urnar skína og leyfa náttúrulega út-
litinu að njóta sín. Það sama á við
um stóra daginn en ekki er ráðlagt
að konur fari ótroðnar slóðir í förð-
un og hárgreiðslu á sjálfan brúð-
kaupsdaginn.
Förðunarmeistarinn Margrét R.
Jónasar hjá Make Up Store sýnir
hér einfalda og náttúrulega brúðar-
förðun sem getur einnig átt við á
fallegum sumardegi.
Margrét segir mikið um að konur
komi í brúðarförðun en segir það
einnig hafa færst í aukana að þær
komi til sín í ráðgjöf og læri að farða
sig sjálfar fyrir tilefnið.
Húð:
Liquid Foundation
Luminouz Bronzer (fljótandi sólar-
púður)
Eazy Cover Hyljari
Kinnar:
Sugarpink
Augu:
High Tec Lighter Stardust
Eyedust Pinky
Microshadow Masai
Sensitive Mascara
Varir:
Attitude varalitur og Gardenia vara-
gloss
NÁTTÚRULEG
BRÚÐARFÖRÐUN
FYRIR SUMARIÐ
Margrét R. Jónasar,
förðunarmeistari.
Förðun: Margrét
R. Jónasar með
Make Up Store
Model: Eydís
Helena Evesen
Í samhljómi við mann og náttúru
Síðan 1921
Gjöf náttúrunnar
Árangur af vísindalegri rannsókn*Almond andlitskremið róar ertingu sem er dæmigerð fyrir viðkvæma húð.
Húðin ver sig betur gegn utanaðkomandi áreiti og eftir 28 daga notkun með andlitsvörunum hefur rakajafnvægi
húðarinnar aukist um 45%. Weleda húðvörurnar eru NaTrue vottaðar. *Derma Concult Concept GMBH. Lesið meira
um lífrænar húðvörur á weleda.is