Fréttablaðið - 25.05.2012, Qupperneq 33
LÍFIÐ 25. MAÍ 2012 • 7
borða minna. Okkur langar að reyna
að skilja vandann og skoða hann út
frá þeirri menningu sem hér hefur
skapast.
Hvað kom þér á óvart við þátta-
gerðina? Sennilega hversu stórt
vandamálið er, hversu samofið
það er öllu í samfélaginu okkar og
hversu flókið það er. Það er auðvelt
fyrir manneskju sem á það ekki til
að hlaða auðveldlega á sig auka-
kílóum að segja: „Maður hreyfir
sig bara meira og borðar minna!“
Þetta er rétt fullyrðing en alls ekki
jafn einföld og hún hljómar. Hitaein-
ingar eru nefnilega ekki allar jafnar.
Það er ekki sama hvort þær koma
úr fitu, próteinum og grænmeti eða
unnum sykri og hveitiafurðum.
Hvað á of þung þjóð að gera -
ef við hugsum í lausnum? Borða
minna af sykri. Við, hvert og eitt
okkar, þurfum öll að bera ábyrgð.
Þegar upp er staðið þá er valið í
höndunum á hverju og einu okkar, í
hvaða stöðu sem við erum.
Við mæður reynum öllum
stundum að hafa áhrif á mat-
aræði barnanna okkar. Hvern-
ig gengur þér að gefa börnunum
þínum hollan mat?
Það er ekki alltaf auðvelt. Ég vildi
óska þess að ég gæti gert græn-
metið meira lokkandi en það virð-
ist vera í augum barnanna minna.
Þau vilja helst sykrað morgunkorn,
kanilsnúða, kökur, hamborgara og
gos eða sætan safa. Stóru stúlkurn-
ar mínar þrjár, 11, 15 og 19 ára, eru
reyndar farnar að hugsa um mat-
aræðið og gefa mér von um að slík-
Framhald á síðu 8
ur þankagangur komi með aldrin-
um. Ég skil mjög vel fólk sem hefur
lítinn tíma og getur ekki horft á eftir
hverjum einasta bita sem fer ofan
í börnin. Framboðið er svo mikið.
Við eigum, framleiðum, kaupum og
borðum of mikið af sykruðu fæði og
vitum of lítið um skaðsemi þess.
En þegar kemur að hreyfingu.
Ertu dugleg að hreyfa þig með
börnunum? Við reynum okkar
besta í þeim efnum en erum síður
en svo fullkomin. Maður verður auð-
vitað enn meðvitaðri við gerð þátta
eins og þessara, þegar kemur að
hreyfingu og mataræði, jafnvel svo-
lítið óþolandi á köflum. Hvað sem
því líður er hreyfingin nú samt nauð-
synleg en ekki nægjanleg. Mat-
aræðið skiptir mestu máli.
Eigum við að stýra börnunum
þegar kemur að mataræði í rétta
átt - komandi kynslóðum? Ef já,
hvernig? Jú, eins og einn viðmæl-
andi minn sagði, spurður að því
hvort það væri foreldrunum að
kenna að börnin yrðu feit: „Foreldr-
arnir eru bæði vandamálið og lausn-
in.“ Það erum við, foreldrarnir, sem
MYND/ARI MAGG
Það er
bragðið sem
skiptir máli
Hin margverðlaunuðu CLIPPER te eru einstaklega ljúffeng, enda úr bestu
hráefnum sem völ er á og þar að auki á frábæru verði! Prófaðu CLIPPER
næst þegar þú færð þér te – mikið og fjölbreytt úrval.
3x meira af
andoxunarefnum
en í grænu tei og
koffínminna
EVEN BETTER CONCEALER
Kremaður hyljari sem felur dökka bletti og
og dökka bauga undir augum.
Augnsvæðið verður bjartara og unglegra.
Velkomin viðbót við Even Better línuna frá
Clinique sem er marg verðlaunuð.
CLINIQUE KYNNIR: