Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 42
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1977 var fyrsta Stjörnustríðs- myndin frumsýnd. Hún bar heitið Stjörnustríð eða Star Wars á frummálinu fyrst þegar hún kom í kvikmyndahús en fékk síðar heitið Stjörnustríð IV: Ný von. Myndin er númer fjögur í sex mynda bálki leikstjórans George Lucas en er fyrsta myndin í þríleik myndanna sem frumsýndar voru á árunum 1977 til 1983. Þessi fyrsta mynd bálksins sló strax í gegn og halaði inn svo mikið fé að hún er með þeim arðbærustu í kvikmyndasögunni. Star Wars braut blað í notkun tæknibrellna. „Í heild eru liðlega 365 brelluatriði í Stjörnu- stríði,“ sagði í grein í Morgunblaðinu sem birtist 21. október ári síðar en þá voru sýn- ingar nýhafnar á henni í Reykjavík. Í greininni er Stjörnustríð sögð „ævintýramynd eins og þær gerast ævintýralegastar,“ og tekið fram að „Ævintýrin í myndinni ... [séu] ættuð úr kynja- veröld geimsins eins og hún kemur fyrir sjónir í teiknimyndasögunum“. Logi geimgengill, Svarthöfði, Lilja prinsessa, Hans Óli og aðrar söguhetjur kvikmyndar- innar, sem segir frá baráttu uppreisnarmanna gegn hinu illa keisaraveldi, hittu í mark og þessi fyrsta Stjörnustríðsmynd, eins og hinar, nýtur enn mikillar hylli þrátt fyrir að hún sé orðin 35 ára gömul. ÞETTA GERÐIST: 25. MAÍ 1977 Ríflega 365 brelluatriði í Stjörnustríði Rögnvaldur Ólafsson var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingar- list en hann lagði stund á arkitektúr í Kaupmannahöfn í upphafi 20. aldar. Hann lauk ekki prófi vegna bágrar heilsu en starfaði sem húsameistari hér á landi eftir að hann sneri heim. Þrátt fyrir stutta starfsævi, en Rögn- valdur lést árið 1917, var hann afar afkastamikill og teiknaði fjölda bygg- inga sem enn standa. „Hann er ekki jafn þekktur og Guðjón Samúelsson sem tók við af honum sem húsameist- ari árið 1918 en æviverk Rögnvaldar er merkilegt og fallegt,“ segir Elísa- bet Gunnarsdóttir arkitekt sem er í hópi aðstandenda stofnunar sem sett hefur verið á laggirnar og ber nafn Rögnvaldar. Stofnunin mun hafa aðsetur á Ísa- firði, en Rögnvaldur var fæddur og uppalinn í Dýrafirði. Stofnunin verð- ur rekin í samstarfi við ýmsar stofn- anir og segir Elísabet markmiðið vera að efla rannsóknir á arkitektúr og skipulagsmálum á Íslandi. „Rann- sóknir á þeim vettvangi hafa verið vanræktar og við höfum því feng- ið mjög góðar undirtektir hjá til að mynda arkitektum við hugmyndinni,“ segir Elísabet. Stofnunin verður kynnt nánar á málþingi sem haldið verður á Ísa- firði á mánudag, öðrum degi hvíta- sunnu. Málþingið verður haldið í Edinborgarhúsinu en það er höfund- arverk Rögnvaldar. „Önnur þekkt hús eftir Rögnvald eru til að mynda Vífilsstaðaspítali, Húsavíkurkirkja, flest húsin við Tjarnargötu í Reykja- vík, pósthúsið við Pósthússtræti, fjöl- margar kirkjur víða um land og svo mætti lengi telja,“ segir Elísabet. Á málþinginu verða flutt tvö erindi. Það fyrra flytur Sigurður Péturs- son sagnfræðingur og ber það heitið „Ísafjarðarkaupstaður, höfuðstaður með reisn“. Í því segir Sigurður frá uppbyggingartíma í sögu Ísafjarð- arkaupstaðar í upphafi 20. aldarinn- ar. Þá voru reist fjölmörg timburhús sem enn setja svip sinn á bæinn, þar á meðal Edinborgarhúsið. Að því loknu flytur Pétur Ármanns- son erindi er nefnist „Hugmynda- smiður heimastjórnaráranna. Hug- leiðing um Rögnvald Ólafsson og verk hans“. Þá verður afhjúpað söguspjald um Rögnvald og loks verður boðið upp á rútuferð á söguslóðir í Dýrafirði þar sem Þingeyrarkirkja verður heimsótt og kynntur verður upplýsingabækl- ingur um byggingar og staði sem tengjast Rögnvaldi Ólafssyni á Vest- fjörðum og víðar um land. FYRSTI ÍSLENSKI ARKITEKTINN: DAGSKRÁ HELGUÐ RÖGNVALDI ÓLAFSSYNI Stofnun Rögnvaldar mun sinna rannsóknum á arkitektúr RÖGNVALDUR ÓLAFSSON Fyrsti íslenski arkitektinn fæddist árið 1874 og lést úr berklum 1917. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR. VEL ÞEKKT VERK Húsavíkurkirkja og Vífilsstaðaspítali eru á meðal bygginga sem reistar voru eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar sem fyrstur Íslendinga nam byggingarlist. MILES DAVIS TÓNLISTARMAÐUR (1926-1991) fæddist þennan dag. „Ekki óttast mistök. Þau eru ekki til.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands, einsöngvarar og kórar frumflytja á Íslandi Rómeó og Júlíu eftir Hector Berlioz í kvöld klukkan 19.30 en tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Rómeó og Júlía eftir Berlioz hefur verið kölluð dramatísk sinfónía. Hér er sinfóníu- formið teygt í ýmsar áttir svo úr verður eins konar bræðingur hljómsveitarverks og óperu. Helstu þættir verksins eru sungnir af mezzósópran, tenór og bassa, auk þess sem Berlioz notar stóran kór í verkinu. Hljómsveitarstjóri í kvöld er Ilan Volkov, einsöngv- arar eru þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson og Nicolas Cavallier. Kórarnir sem taka þátt í flutningnum eru Hljómeyki, Kór Áskirkju og Söngsveitin Fílharmónía en Magnús Ragnarsson er kórstjóri. Frumflytja Rómeó og Júlíu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Skarðshlíð 27c Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 21. maí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 10.30. Hörður Sigtryggsson Heimir Sigtryggsson Guðrún H. Sigtryggsdóttir Stefán Guðmundsson ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLBORG GUÐMUNDSDÓTTIR (BOGGA) Erluási 2, sem lést miðvikudaginn 16. maí sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Auðun Óskarsson Anna Margrét Ellertsdóttir Herdís Óskarsdóttir Gunnar K. Aðalsteinsson Eygló Óskarsdóttir Gunnar Gunnlaugsson Friðrik Óskarsson Ólöf Unnur Einarsdóttir Gunnar Rúnar H. Óskarsson Ingunn Bjarnadóttir Auður Óskarsdóttir Reynir Bess Júlíusson ömmubörn og langömmubörn. Móðir okkar og systir, KRISTÍN HALLVARÐSDÓTTIR ENGEL Palmdale, Kaliforníu, lést í faðmi fjölskyldu á heimili sínu að morgni þann 23. maí. Minningarathöfn verður tilkynnt síðar. Harry, Justin og Rúna Engel Agnes, Ragna, Fríða og Árný Hallvarðsdætur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, STEINUNNAR HAFDÍSAR HAFLIÐADÓTTUR frá Gríshóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra umönnun. Sigríður Illugadóttir Guðmundur Friðjónsson Ólafía Illugadóttir Ívar H. Elíasson Ingveldur Vigdís Illugadóttir Hallur Kristján Illugason Ingdís Líndal Guðrún Alda Björnsdóttir Benoný B. Viggósson og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR GUÐBJARTSDÓTTUR frá Hvallátrum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Erla Bjarnadóttir Reynir Bjarnason Guðbjartur Bjarnason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR B. HÁKONARSON vinnuvélastjóri Strikinu 4, Garðabæ, lést laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir Helga Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Unnar Reynisson Hrefna Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, JÓNÍNA SIGURBORG JÓNASDÓTTIR JONNA FRÁ DAGSBRÚN, Dalbraut 16, Reykjavík, lést að kvöldi 23. maí. Sigurbjörg Björnsdóttir Guðmundur Björnsson Björg Björnsdóttir Sigrún Þóra Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.