Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 48

Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 48
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR32 Tónleikar til styrktar UN Women fara fram á Gauki á Stöng í kvöld. Það er vef- verslunin Gogoyoko sem skipuleggur tón- leikana, sem eru þeir fyrstu í röð tónleika sem haldnir verða ársfjórðungslega til styrktar góðu málefni. Hljómsveitirnar Mammút, Tilbury, Snorri Helgason, Elín Ey, Muck og Chri- stopher Wyatt-Scott koma fram á tónleik- unum í kvöld og segist Inga Dóra Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri hjá UN Women, þakklát fyrir stuðninginn. „Við erum mjög þakklát Gogoyoko, tónleikastaðnum og tón- listarfólkinu fyrir stuðninginn og þá vinnu sem þarf til að hrinda tónleikum sem þess- um í framkvæmd.“ UN Women eru samtök innan Sameinuðu þjóðanna sem vinna að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. Samtökin hafa þau markmið að stöðva kynbundið ofbeldi og bæta aðstöðu kvenna um heim allan og að sögn Ingu Dóru hefur stuðningur við UN Women á Íslandi aukist verulega eftir kreppu. „Sú tilhneiging fólks að draga saman fjárútlát til góðgerðamála þegar kreppir að hefur ekki átt sér stað hér. Hjá okkur hefur stuðningur aukist töluvert eftir kreppu og við gátum því aukið fram- lag okkar um 140 prósent og okkur þykir ótrúlega vænt um það,“ segir Inga Dóra sem hyggst mæta á tónleikana í kvöld ásamt öðrum starfsmönnum UN Women. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er miðaverð 1.000 krónur. - sm Styrkja UN Women STYRKJA KONUR Þormóður Dagsson, söngvari Tilbury, er á meðal þeirra sem munu gefa vinnu sína til styrktar UN Women. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HÚSIÐ OPIÐ KL. 23.00 – 3.00 MIÐASALAN ER HAFIN Á MIÐAVERÐ KR. 2900.- HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 25. maí 2012 ➜ Tónleikar 21.00 Mammút, Snorri Helgason, Myrra Rós, Muck, Tilbury og Christopher Wyatt-Scott koma fram á styrktartón- leikum Gogoyoko fyrir UN Women á Gauknum. Miðaverð er kr. 1.000. ➜ Upplestur 20.00 Í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation verður efnt til upplestrar á Súfistanum í bókabúð Máls og menn- ingar við Austurstræti. Bæði íslenskir og erlendir höfundar munu lesa upp úr verkum sínum á ensku. Aðgangur er ókeypis. ➜ Söngskemmtun 00.00 Félag eldri borgara í Kópavogi vekur athygli á því að Gleðigjafararnir í Gullsmára eru komnir í sumarfrí og því verður ekki sungið saman í dag. Þráður- inn verður tekinn upp á ný í haust. ➜ Tónlist 20.00 Djassarinn Andrés Þór Gunn- laugsson heldur útgáfutónleika í Þjóð- menningarhúsinu í tilefni af útgáfu disks síns, Mónókróm. 21.00 Samúel Jón Samúelsson Big Band leikur í síðasta sinn á tónleika- staðnum Nasa. DJ Lucky hitar upp. Miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Belleville leikur á Café Haiti. Þeir sérhæfa sig í musette tónlist, sem leikin var á harmon- ikkuböllum í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Ein heitasta hljómsveit landsins um þessar mundir, Tilbury, mun trylla lýðinn á Bar 11. DJ mætir í búrið að tón- leikum loknum og aðgangur er ókeypis. 22.00 Hljómsveitin Thin Jim heldur tónleika á Café Rosenberg. Hljómsveit- in, með Margréti Eir í broddi fylkingar, sendi nýlega frá sér lagið Fjólubláar Sól- eyjar. Þór Breiðfjörð og Páll Rósinkraz verða gestir kvöldsins. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Ingó veðurguð mætir með gítarinn á Forsetabarinn á Selfossi. 2 fyrir 1 á barnum til kl. 23. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.