Fréttablaðið - 25.05.2012, Side 50

Fréttablaðið - 25.05.2012, Side 50
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR34 lifsstill@frettabladid.is 34 í s er helgarblaði Fréttablaðsin Krakkasíðan krakkar@frettabladid.is Ragna Björg Ingólfsdóttir gekk á fjöll, hoppaði í lækjum og fór í arabastökk og flikk hvar sem var, þegar hún var barn. Nú æfir hún fyrir ólympíuleikana. VERO MODA KENZO TÍSKA Sólgleraugu eru ómissandi fylgifiskur sumarsins og því vert að skoða hvernig sólgler- augnatískan lítur út í ár. Þar er fjölbreytni í fyrir- rúmi en alltaf er best að velja lag sem hentar hverjum og einum. Hin klassísku Ray Ban Wayfarer sólgleraugu halda velli í sumar fyrir bæði kynin sem og kringlóttu John Lennon gleraugun, þó með örlítið þykkari umgjörð. Í ár eru einnig kisulöguð gler að koma sterk inn og stórar og hvassar umgjarðir að hætti Gucci og D&G. GALLERÍ 17 GALLERÍ 17 VERO MODA GALLERÍ 17 GUCCI D&GPRADA TÍSKA Scott Schuman og Garance Doré halda úti tískublogginu The Sartorialist, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta götutískubloggið á veraldarvefnum. Parið var jafn- framt það fyrsta sem hafði góðar tekjur af slíku bloggi og er nú komið í hóp þeirra áhrifamestu innan tískuheimsins. Schuman og Doré elta uppi skemmtilegt myndefni á götum stórborga á borð við Mílanó, London, New York og París. „Maður eyðir mörgum klukku- stundum úti á götunni í leit að myndefni. Þetta er næstum eins og veiði,“ segir Doré um starf sitt. Græða á götutísku HEILSA Hundar eru ekki aðeins besti vinur mannsins heldur eru þeir einnig taldir heilsubætandi. Hundar hafa verið þjálfaðir til þess að aðstoða fólk með floga- veiki, sykursýki og elliglöp svo eitthvað sé nefnt. Hundar hafa aðstoðað blinda lengi og nú geta einstaklingar með sykursýki einnig nýtt sér þjónustu hunda. Hundar hafa verið þjálf- aðir til að vara sykursjúka við lágum blóðsykri með því að reka trýnið í viðkomandi eða sleikja hönd þeirra. Með næmu lyktar- skyni sínu geta þeir sagt til um er blóðsykursfall verður. Hundar af Labrador-kyni hafa einnig verið þjálfaðir til að sinna fólki með elliglöp með því að minna á lyfja- töku og matmálstíma. Hundar geta einnig fundið lykt af þeim efnabreytingum sem eiga sér stað í líkamanum skömmu áður en flogaveikur einstakling- ur fær kast og þannig komið þeim til aðstoðar. Hundar hafa greint þessar efnabreytingar allt að fjör- tíu mínútum áður en einstaklingur fær kast. Hundar bjarga lífum BESTI VINURINN Hundar veita ekki aðeins félagsskap heldur geta einnig bjargað lífi og aukið lífsgæði veikra einstaklinga. NORDICPHOTOS/GETTY ÁHRIFAMIKIL Scott Schuman og Garance Doré eru orðin þekkt fyrir götutískumyndir sínar. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ SÓLGLER- AUGUN Á LOFTI KARLMENN HAFA GAMAN AF því að slúðra og gera það gjarnan. Þetta sýnir ný bandarísk rannsókn. Vísindamenn komust að því að karlmönnum þyki skemmtilegast að tala um líkamlegt atgervi sitt og annarra og að slúðrið treysti vinaböndin milli þeirra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.