Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 6

Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 6
26. maí 2012 LAUGARDAGUR6 IÐNAÐUR Formlegar viðræður um fjár mögnun Hverahlíðarvirkjunar hefjast í næstu viku. Að sögn Ingvars Stefánssonar, fjármálastjóra Orkuveitunnar, hafa óform- legir fundir átt sér stað frá því stjórn Orku- veitunnar veitti í lok apríl umboð til að hefja við ræðurnar. Ramminn í mögulegu eignarhaldi virkjun- arinnar hefur legið fyrir í nokkurn tíma, en stefnt er að svokallaðri verkefnafjármögnun með aðkomu lífeyrissjóða. Gert er ráð fyrir að Orkuveitan leggi til félags um virkjunina þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lagt í vegna hennar. Virkjunin er forsenda þess að Orkuveitan fái staðið við orkusamninga vegna álversins í Helguvík. „Uppleggið er þannig að engin áhætta verði fólgin í verkefninu fyrir Orkuveituna eða eigendur hennar,“ segir Ingvar. Ósamið sé hins vegar um allar stærðir, svo sem varðandi arðsemi og kostnað. „Við gefum okkur ákveðinn tíma í samn- ingslotu núna, svona fram á mitt sumar,“ segir hann, en gerir um leið ráð fyrir því að heldur lengri tíma taki að koma á endan- legum samningi. „Ég reikna með að þetta geti tekið að minnsta kosti hálft ár,“ segir hann. Áður hefur komið fram að stjórn Orku- veitunnar geri ráð fyrir því að fullgerð virkjun gangi til baka til Orkuveitunnar í lok samningstímans. - óká Óformlegir fundir hafa átt sér stað fá apríllokum vegna Hverahlíðarvirkjunar: Viðræður um fjármögnun hefjast í næstu viku Í HVERAHLÍÐ Orkuveitan hefur þegar lagt í nokkurn kostnað við tilraunaboranir á Hellisheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bygging múslima stækkar Skipulagsráð hefur samþykkt breytta skipulagslýsingu fyrir lóð undir bæna hús Félags múslima í Sogamýri þannig að félagið geti reist allt að 800 fermetra mosku en ekki aðeins 400 fermetra eins og gert var ráð fyrir. Í ljós kom að fyrri lýsingin stangaðist á við þarfagreiningu vegna byggingarinnar. SKIPULAGSMÁL VIÐSKIPTI Ísland er í sextánda sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu World Trade Forum sem metur hve opin ríki eru fyrir alþjóðaviðskiptum. Fjögur efstu sætin á listanum skipa Singapúr, Hong Kong, Danmörk og Svíþjóð, en röð efstu ríkja er óbreytt frá síðustu skýrslu sem gerð var 2010. Ísland fellur niður um fimm sæti. Í sætunum fyrir neðan Ísland eru Ástralía og Japan. Helstu vandkvæði Íslands eru talin stafa af landfræðilegri legu sem gerir flutninga tímafreka og dýra, en einnig verndartollar. Meðal helstu kosta eru til dæmis öryggi og góð fjarskipti. - þj World Trade Forum: Ísland í 16. sæti í viðskiptum SJÓFLUTNINGAR Farskip eru ein helsta leið varnings til og frá landinu. ÍS LE N SK A /S IA .I S VI T 59 90 8 05 /1 2 VITA er lífið Algarve Flugsæti 29. maí - 5. júní Verð frá 49.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar fyrir flug fram og til baka með flugvallarsköttum. * Verð án Vildarpunkta: 59.900 kr. VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum þegar bókað er á vefnum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til að njóta lífsins. Portúgal KÖNNUN Rúmur helmingur kjós- enda vill að haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildar- viðræðum við Evrópusambandið (ESB) áfram. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 57,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til spurning- arinnar vilja málið í þjóðarat- kvæði en 42,1 prósent vildu það ekki. Tillaga um að halda slíka atkvæðagreiðslu var felld á Alþingi á fimmtudag. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna vill málið í þjóðaratkvæði, um 20,4 prósent stuðningsmanna Samfylkingar- innar og 46,7 prósent kjósenda Vinstri grænna. Hins vegar vilja um 67,2 prósent sjálfstæðis- manna málið í þjóðaratkvæði og 60,4 prósent stuðningsmanna Framsóknar flokksins. Konur eru almennt hlynntari þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar. Um 63,4 prósent kvenna vilja kjósa um framhald aðildarvið- ræðna en 52,7 prósent karla. Hringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildar- viðræðum við Evrópusamband- ið áfram? Alls tóku 92,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj Meirihluti vill kjósa um Evrópusambandið Tæplega sex af tíu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarvið- ræðum við ESB áfram samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Á að halda þjóðaratkvæða- greiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið áfram? Já 57,9% Nei 42,1% HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 23. OG 24. MAÍ 2012 Aðildarumsókn í þjóðaratkvæði SUÐUR-AFRÍKA, AP Stærsti útvarps- sjónauki heims verður settur upp í Suður-Afríku og Ástralíu. Þessi tvö ríki hrepptu hnossið eftir keppni fjölmargra ríkja, sem öll vildu fá að hýsa sjónaukann. Útvarpssjónaukinn er settur saman úr fjölmörgum diskum, sem nema útvarpsbylgjur úr geimnum og á að hjálpa vísinda- mönnum að átta sig betur á alheiminum. Bæði Ástralía og Suður- Afríka höfðu gert sér vonir um að sitja einar að sjónaukanum, en fögnuðu engu að síður þessum Salomonsdómi. - gb Stærsti útvarpssjónaukinn: Settur upp í tveimur ríkjum SVÍÞJÓÐ Karl Gústaf Svíakonungur hefur sótt um breytingu á hinum svokallaða Galleria-erfðafesturétti þannig að Viktoría krón prinsessa geti erft listaverkasafn og fé sem aðeins karlar í konungsfjöl- skyldunni hafa fengið í arf. Listaverkasafnið samanstendur af 60 verkum sem voru gjöf Napó- leons Bonaparte Frakklandsfor- seta til Jósefínu af Leuchtenburg sem síðar giftist Óskari krónprinsi Svíþjóðar. Gjöfinni fylgdi einnig lítið ítalskt hertogadæmi, Galleria, sem Jósefína seldi, að því er kemur fram á vef Dagens Nyheter. - ibs Breyting á erfðafesturétti: Viktoría fái að erfa málverk Vill reglur um trampólín Rósa Magnúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæð- isflokks í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, vill að skipulagsráð borgarinnar skoði hvort ástæða sé til að móta reglur um staðsetningu leiktækja sem eru umfangsmikil og fara yfir vissa hæð. Þetta bókaði Rósa vegna fyrirspurnar sinnar um öryggi við trampólín og ónæði af þeim. REYKJAVÍKURBORG Hyggst þú spila golf í sumar? JÁ 17,6% NEI 82,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú til útlanda í sumar? Segðu þína skoðun á Vísir.is. KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.