Fréttablaðið - 26.05.2012, Qupperneq 8
26. maí 2012 LAUGARDAGUR8
1. Hvað heitir formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)?
2. Hvað nýtur Ólafur Ragnar
Grímsson mikils fylgis til áfram-
haldandi setu sem forseti Íslands í
nýrri könnun Fréttablaðsins?
3. Hvað missa margir vinnuna í Lands-
bankanum um næstu mánaðamót
vegna hagræðingaraðgerða bankans?
SVÖR
EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð-
bólga lækkaði úr 6,4 prósentum í
5,4 prósent í maímælingu Hagstof-
unnar. Var það talsvert meiri lækk-
un en búist hafði verið við en grein-
ingardeildir bankanna höfðu spáð
verðbólgumælingu upp á 5,9 til 6
prósent. Lækkunin var einnig tals-
vert meiri en Seðla bankinn virðist
hafa gert ráð fyrir í nýjustu hagspá
sinni sem hljóðaði upp á 5,9 prósent
verðbólgu á öðrum ársfjórðungi.
Til að stemma stigu við versnandi
verðbólguhorfum hækkaði pen-
ingastefnunefnd Seðlabankans
stýrivexti um 0,5 prósentustig 16.
maí síðastliðinn. Þessi nýja mæling
Hagstofunnar felur því í sér góð
tíðindi fyrir Seðla bankann.
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra
skuldabréfa á markaði lækkaði
nokkuð í gær sem bendir til þess
að markaðsaðilar séu nokkru bjart-
sýnni á verðbólguhorfur eftir mæl-
inguna en þeir voru fyrir hana.
Styrking krónunnar á síðustu
vikum er einn af áhrifa þáttum
lækkunarinnar en verðlag inn-
fluttra vara lækkaði um 0,7 pró-
sent í maí. Þá var talsverð lækkun
á eldsneytisverði í mánuðinum.
- mþl
Ánægjuleg tíðindi fyrir peningastefnunefndina í Seðlabankanum:
Verðbólga lækkaði merkjanlega
HÓTEL REYKJAVIK CENTRUM Augljóst
er að ferðamannatímabilið er farið á
fullt en gistikostnaður hækkaði um 15
prósent milli mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Eimskip hagnaðist um
98 milljónir króna eftir skatta á
fyrstu þremur mánuðum ársins
2012. Heildarvelta félagsins var
15,3 milljarðar króna sem var um
milljarði króna meira en á sama
tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta var 1,1 milljarður króna og
dróst saman um milljarð króna á
milli ára. Heildareignir Eimskips í
lok mars námu 48,1 milljarði króna
og eiginfjárhlutfallið var 62,1 pró-
sent. Stefnt er að því að skrá Eim-
skip á markað síðar á árinu. - þsj
Uppgjör fyrsta ársfjórðungs:
Eimskip græddi
98 milljónir
VIÐSKIPTI MP banki mun rukka þá
viðskiptavini sína sem eru ekki
með tvær milljónir króna eða
meira í formi innlána, séreigna-
sparnaðar, eignastýringar eða
útlána hjá bankanum um nýtt 750
króna viðskiptagjald á mánuði frá
1. september næstkomandi. Þeir
viðskiptavinir sem eiga eða skulda
tvær milljónir króna eða meira
þurfa ekki að greiða umrætt gjald.
Þetta kemur fram í bréfi sem MP
banki sendi viðskiptavinum sínum
á miðvikudag.
Í bréfinu kemur fram að
bankinn hafi í apríl kynnt breyttar
áherslur. Í þeim felst meðal annars
að „ bankinn muni einbeita sér að
bankaþjónustu sem eflir atvinnu-
lífið og að nýtt kjörorð bankans
er banki atvinnulífsins. Þjónusta
bankans mun því taka breytingum
til að styðja við nýjar áherslur
bankans.“
Í tengslum við þessar breytingar
hefur MP banki nú ákveðið að
umfangsviðmið einstaklingsvið-
skipta verði skilgreint að lágmarki
tvær milljónir króna. Þeir einstak-
lingar sem eru í viðskiptum hjá
bankanum sem uppfylla ekki nýju
umfangsviðmiðin verða rukkaðir
um 750 krónur á mánuði frá 1. sept-
ember næstkomandi.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri
MP banka, segir gjaldið fyrst og
fremst vera lagt á til að standa
straum af auknum gjöldum og
sköttum. Um leið er verið að draga
mörkin um umfang viðskiptavina.
„Þetta er hluti af stefnu bankans
og sýnir hvar við erum að reyna
að staðsetja okkur gagnvart okkar
helstu markhópum. Við erum að
verðleggja þessa þjónustu þannig
að það endurspegli það sem kostar
að veita hana.“
Hann segir MP banka ekki leggja
mikla áherslu á mjög almennan
og dreifðan neytendamarkað í
bankaviðskiptum. „Við þurfum að
Hentar ekki öllum að
vera viðskiptavinir MP
MP Banki mun leggja nýtt gjald á viðskiptavini sem annað hvort eiga eða
skulda minna en tvær milljónir. Forstjórinn segir bankann vera að staðsetja sig
gagnvart helstu markhópum. Það henti mögulega ekki öllum að vera hjá MP.
FORSTJÓRINN „Ef við höfum ekki það sem fólk er að sækjast eftir þá eru margir
á markaðnum sem eru að bjóða þessa þjónustu líka. Það er ekki þannig að fólk
þurfi að vera bankalaust. Það hentar bara kannski ekki akkúrat að vera hér miðað
við það sem við erum að gera,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.
Nýr eigendahópur kom að MP banka í apríl 2011 og keypti innlenda
starfsemi bankans og starfsemi hans í Litháen. Hópurinn, sem saman-
stendur af 49 hluthöfum, lagði MP banka til nýtt eigið fé upp á 5,5 milljarða
króna. Stærsti einstaki hluthafinn er Títan fjárfestingafélag, sem er í eigu
Skúla Mogensen, með 17,3 prósenta eignarhlut. Það er eini eigandinn sem
á meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Á meðal annarra eiganda MP
banka eru Tavistock Group, fjárfestingafélag sem er m.a. í eigu Joe Lewis, og
Rowland-fjölskyldan, sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg.
Skúli er stærsti eigandi MP banka
ÁRÓSA-
SAMNINGURINN
tæki til áhrifa í umhverfismálum
P
O
K
A
H
O
R
N
IÐ
Málþing á vegum umhverfisráðuneytisins
í Þjóðminjasafninu, 30. maí 2012
Fjallað verður um upplýsingagjöf, þátttöku almennings og
samráð í umhverfismálum. Þá verður fjallað um hverju
Árósasamningurinn breytir fyrir stjórnvöld, almenning og
hagsmunasamtök, s.s. á sviði útivistar, umhverfisverndar og
atvinnulífs.
Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á
www.umhverfisraduneyti.is
Málþingið hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 16.30.
Aðgangur ókeypis – allir velkomnir
Save the Children á Íslandi
Það hentar bara
kannski ekki akkúrat
að vera hér miðað við það
sem við erum að gera.
SIGURÐUR ATLI JÓNSSON
FORSTJÓRI MP BANKA
beina kröftum okkar að þeim við-
skiptavinum sem við teljum að við
höfum eitthvað fram að færa til.
Ef við höfum ekki það sem fólk er
að sækjast eftir þá eru margir á
markaðnum sem eru að bjóða þessa
þjónustu líka. Það er ekki þannig að
fólk þurfi að vera bankalaust. Það
hentar bara kannski ekki akkúrat
að vera hér miðað við það sem við
erum að gera.“
Sigurður Atli segir viðskipta-
vini bankans hafa sýnt viðskipta-
gjaldinu mikinn skilning. Fáir
þeirra hafi ákveðið að flytja við-
skipti sín annað og margir nýir
séu að færa sig til bankans. Hann
minnir á að viðskiptavinir sem
uppfylli ekki umfangsvið miðin geti
aukið viðskipti sín við bankann og
þannig komist hjá gjaldheimtunni.
thordur@frettabladid.is
1. Adolf Guðmundsson. 2. Tæplega 54
prósenta. 3. Um fimmtíu manns.
VEISTU SVARIÐ?