Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 30

Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 30
26. maí 2012 LAUGARDAGUR30 S tærsti sigur sjálfstæðis baráttunnar vannst árið 1918. Ísland varð þá frjálst og fullvalda ríki. Að vísu sáu Danir enn um ýmis mál fyrir hönd þess og konungurinn í Kaup- mannahöfn var sem fyrr þjóðhöfð- ingi Íslendinga, valdamikill að forminu til en ekki í raun. Þótt hin danskættaða stjórnar- skrá landsins væri að nokkru endurskoðuð árið 1920 stóð þessi mótsögn óhögguð. Var þá veigamest það úrelta ákvæði að konungur gæti synjað lögum Alþingis staðfestingar og þar með væru þau úr sögunni. Í samkomulagi Danmerkur og Íslands frá 1918 sagði að konungssamband ríkjanna skyldi vara í aldarfjórðung en síðan mættu leiðir skilja að fullu nema um annað semdist. Vilji langflestra Íslendinga stóð ætíð til lýð- veldis og þeir fóru að íhuga hvaða skyldur næsti þjóðhöfðingi – forseti Íslands – þyrfti að hafa á hendi. Vísast fannst flestum að hann ætti ekki að vera valdamikill. Þannig skrifaði Jónas Jónsson frá Hriflu, sá umdeildi framámaður Framsóknar flokksins, að for- setinn ætti að vera valdalítið „sameiningar- tákn“ þjóðarinnar, ofar argaþrasi stjórn- málanna. Þetta sást sömuleiðis á því að þótt sumir stjórnmálamenn væru sagðir ágætis forsetaefni virtist mörgum lítast einna best á Vilhjálm Stefánsson, landkönnuðinn fræga sem var af íslenskum ættum en fæddur og búsettur í Kanada. Þjóðhöfðingi af þessu tagi yrði eins og konungur sem fólkið liti upp til og bæri hróður landsins víða. Ríkisstjóri og æðsta valdið Síðan kom stríðið. Stuttu eftir að ófriður brast á haustið 1939 ráðlagði Sveinn Björns- son, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að samið yrði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Að þessu ráði var farið á laun, með þeim skil- yrðum að því yrði aðeins breytt sem þurfa þætti vegna þess að konungsvaldið færðist til Íslands. Í flestum greinum stjórnarskrár- innar sem vörðuðu þjóðhöfðingjann þurfti því aðeins að skipta gamla tignarheitinu út fyrir hið nýja. Það gilti þó ekki um synjunar- valdið sem konungur var sagður hafa í orði kveðnu. Þingræði hafði ríkt á Íslandi frá stofnun heimastjórnar árið 1904 og ófært þótti að forseti landsins hefði skilyrðis- laust synjunarvald því hann gæti ákveðið að beita því, ólíkt arfakóngi í Kaupmanna- höfn sem hafði aldrei freistast til þess eftir fullveldisheimtina 1918. En þyrfti ekki að veita Alþingi eitthvert aðhald? Lögð var til sú málamiðlun að forseti gæti lagt samþykkt lagafrumvörp frá þinginu undir þjóðarat- kvæði. Meginhöfundur þeirra stjórnarskrár- draga sem til urðu var Bjarni Benediktsson. Um þessar mundir var hann stjórnlaga- prófessor við Háskóla Íslands og fyrirmynd synjunarákvæðisins sótti hann líklega til Þýskalands. Þar hafði hann stundað nám og á dögum Weimar-lýð veldisins hafði þýski forsetinn þessa heimild. Tónn hafði verið sleginn. Vorið 1940 var Danmörk hernumin, Alþingi færði þjóðhöfð- ingjavaldið einhliða í landið og ári síðar var staða ríkisstjóra stofnuð til bráðabirgða. Alþingi kaus í embættið Svein Björns- son og fráleitt þótti að átök yrðu um það. Ríkis stjórinn átti að vera sameiningartákn og sjálfur lagði Sveinn áherslu á að þótt honum væri nú falið „æðsta valdið“ væri það þingbundið. Synjunarvaldi þjóðhöfð- ingjans myndi hann því ekki beita. Alþingi setti lögin. Á hinn bóginn var Sveinn Björnsson ekki fjarlægur konungur heldur þaulreyndur ráðamaður í innsta hring. Stjórnarkreppu leysti hann þess vegna með því að neita fyrst að fallast á lausnarbeiðni forsætisráð- herra síðla árs 1941 og skipa svo utanþings- stjórn ári síðar þegar fokið var í öll skjól á Alþingi. Hvorugt hefði konungi dottið í hug að gera að eigin frumkvæði. Í umræðum um nýja stjórnarskrá lét ríkisstjóri líka að sér kveða. Þau skilyrði sem löggjafinn setti voru áfram þau að því skyldi aðeins breytt sem brýn þörf væri á vegna afnáms konung- dóms en síðan yrði stjórnarskráin tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þrátt fyrir það hlutu að verða skiptar skoðanir um stöðu forseta. Meirihluti þingsins vildi í fyrstu að Alþingi kysi hann hverju sinni en Sveinn Björnsson taldi að hann ætti að vera þjóð- kjörinn og voru flestir landsmenn sama sinnis. Þar að auki vildi Sveinn taka fram fyrir hendur þingsins og fresta stofnun lýð- veldis fram yfir stríðslok. En þar var skoðun hans á skjön við vilja meirihluta þjóðarinnar og honum var fjarri að halda ósk sinni til streitu. Sveinn Björnsson vissi valdmörk sín. Æðsta valdið áfram bundið en … Vorið 1944 samþykktu Íslendingar nær ein- róma stofnun lýðveldis og nýja stjórnarskrá. Í henni var kveðið á um þjóðkjör forseta til fjögurra ára að loknu eins árs kjörtímabili eftir kosningu á Alþingi. Hinum nýja þjóð- höfðingja var jafnframt falið takmarkað synjunarvald: Staðfesti hann ekki lög frá þinginu með undirritun sinni tækju þau engu að síður gildi en yrðu svo lögð í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. For- seti myndi þess vegna hafa að formi til raunveruleg völd við lagasetningu, enda var hann í stjórnarskránni sagður hand- hafi löggjafarvaldsins ásamt Alþingi eins og konungur fyrrum. Aftur á móti var það rauði þráðurinn í máli þingmanna úr öllum flokkum, auk annarra sem létu málið sig varða, að samþykktum frumvörpum skyti forseti aðeins til þjóðarinnar í algerum undan tekningartilfellum. Málamiðlanir um málskotsrétt og önnur ákvæði verður einnig að meta í því ljósi að lýðveldisstjórnarskráin skyldi aðeins gilda til bráðabirgða. Valdhafar og landsmenn allir vildu að þjóðin talaði einum rómi þegar lokaáfanganum í hinni löngu sögu sjálf- stæðisbaráttunnar yrði náð. Augljóst var að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, með öllum þeim álitamálum og illdeilum sem þá hlytu að vakna, yrði að bíða fram yfir lýðveldisstofnun. Mikil var því gremja fólks þegar þing- heimur klofnaði við kjör fyrsta forseta lýð- veldisins á Þingvöllum 17. júní 1944: Aðeins 30 þeirra 50 þingmanna sem þar voru studdu Svein Björnsson. Þessu réð einkum óvild sjálfstæðismanna og sósíalista í garð hans. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafði leitað að öðru forsetaefni en vissi reyndar um leið að fólk vildi ekki átakakosningar um mesta tignarembætti hins nýja lýðveldis. Því fór svo að sumarið 1945 var Sveinn þjóðkjörinn án atkvæða- greiðslu og var það flestum landsmönnum áreiðanlega að skapi. Forsetinn átti að vera tákn sameiningar en ekki sundrungar. Völd og valdaleysi Sjálfur vildi Sveinn Björnsson sinna emb- ætti sínu eins og fólkið vænti. Í innsetning- arræðu sinni 1. ágúst 1945 gerði hann meira að segja ekkert úr þeirri breytingu að í stað hins algera synjunarvalds sem hann hafði haft að forminu til í ríkis stjóra tíð sinni heimilaði lýðveldisstjórnarskráin honum að synja lögum staðfestingar þannig að þau færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sveinn ítrekaði einfaldlega þau orð sem hann hafði viðhaft 1941, að hann hygðist rækja störf sín „samkvæmt viður kenndum venjum nútímans í lýðfrjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfðingjavaldið er þing bundið“. Þótt ákvæði um lagasynjun ætti ekki bein línis við staðfesti hann þetta sjónarmið svo í verki haustið 1946 þegar hann hafnaði með öllu þeim óskum að hann beitti sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Keflavíkur- samninginn svonefnda sem heimilaði Bandaríkja mönnum umsvif á flug vellinum á Miðnesheiði. Meirihluti Alþingis sam- þykkti þingsályktunartillögu um samn- inginn og þar við sat. Eins sinnti hann í engu kröfum um þjóðaratkvæði þegar ríkis- stjórn Íslands samdi um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu 1949. Í huga hans var málskotsrétturinn í 26. grein stjórnar- skrárinnar neyðarúrræði og alls ekki virkur þáttur í stjórnskipuninni. Eflaust skipti líka máli hér að Sveinn Björnsson studdi vestræna varnarsam- vinnu. Utanríkismál lét hann sig miklu varða enda aðalráðgjafi íslenskra valdhafa í þeim efnum frá því fyrir stríð. Þegar Sveinn hélt í opinbera heimsókn til Roosevelts Banda- ríkjaforseta síðsumars 1944 bjuggu forystu- menn allra flokka á þingi samt þannig um hnútana að hún varð aðeins kurteisisför. For- seti fylgdist með en mótaði ekki utanríkis- stefnu landsins. Það gerðu ríkisstjórnir og meirihluti á Alþingi hverju sinni. Sveinn Björnsson reyndist þó fráleitt áhrifalaus á vettvangi stjórnmálanna. Í stjórnarmyndunarviðræðum 1947 lét hann afl stjórnmálaflokka á Alþingi ekki ráða því í hvaða röð flokksformenn fengu umboð hans til stjórnarmyndunar en það gat þá og síðar skipt sköpum um lyktir. Árið 1950 var hann kominn á fremsta hlunn með myndun utanþingsstjórnar í annað sinn. Í þessum efnum fólst hið raunverulega pólitíska vald forsetans. Forsenda þess að því væri beitt var þó alltaf sú að stjórnmálaleiðtogunum gengi ekki að koma saman stjórn af eigin rammleik. Þau skilyrði til myndunar utan- þingsstjórnar hafa heyrt til undantekninga. Fyrstu árin á forsetastóli hélt Sveinn Björnsson tíða fundi í ríkisráði þar sem ráðherrar báru upp fyrir honum lög og „mikil vægar stjórnarráðstafanir“. Síðar fækkaði þessum formlegu fundum mjög. Sú var orðin raunin árið 1949 þegar Sveinn var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu með sömu rökum og fyrri daginn; þjóðhöfð inginn væri sameiningartákn, þrætum ofar. Í inn- setningarræðu sinni í þetta skipti notaði for- seti þó tækifærið og beindi spjótum sínum að stjórnmálamönnum fyrir seinagang við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hálft fimmta ár væri liðið frá stofnun lýðveldis rofaði ekki enn „fyrir þeirri nýju stjórnar- skrá sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum að sett yrði sem fyrst“. Bráðabirgðastjórnarskráin var „bætt flík“, sagði Sveinn, upprunalega sniðin fyrir annað land. Sjálfur sá hann manna best hve óheppilegt það var að ýmis ákvæði um stöðu forseta, arfur liðinnar tíðar, samræmdust ekki fyrstu grein stjórnarskrárinnar um þingbundna stjórn lýðveldisins. Beinagrindin í skápnum? Eitt var það hlutverk sem Sveinn Björnsson rækti minna en vænta mátti. Gjarnan var haft á orði að hann væri verðugur fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi, að vissu leyti á sama hátt og menn höfðu áður haft auga- stað á Vilhjálmi Stefánssyni. Samt fór svo að eftir Bandaríkjaför sína og fund með Roosevelt sótti Sveinn ekki fleiri þjóðhöfð- ingja heim. Hvað réð heimasetunni? Vorið 1949 var tilkynnt að í vændum væru opinberar heim- sóknir til Danmerkur, Noregs og Sví þjóðar. Veikindi forseta ollu því að þeim var frestað og svo var hætt við ferðalögin þótt hann hefði náð betri heilsu. Kannski olli ferill Björns, sonar Sveins, í liðssveitum SS á stríðsárunum einhverju um að forseti var í raun tregur til að halda í opinberar heim- sóknir til frændþjóðanna á Norðurlöndum. „Sagan sem ekki mátti segja,“ eins og Björn lýsti síðar reynslu sinni á stríðsárunum, hefði þá getað komist í hámæli. Á Íslandi héldu blöðin nær alveg það sam- komulag að þegja um ættarskömmina í þágu ríkisins og ekki vantaði að forsetahjónin Sveinn og Georgía, hin danska eiginkona hans, nytu lýðhylli. Þegar Sveinn Björns- son féll frá í ársbyrjun 1952 söknuðu Íslend- ingar síns sameiningartákns. Þeir stjórn- málaleiðtogar voru líka til sem hugsuðu sér nú gott til glóðarinnar að fá „puntudúkku“ á Bessastaði svo notað sé niðrandi orðalag okkar daga. Aðrir höfðu hugann einkum við að setjast í hið tigna embætti, gangast undir mörk þess um völd og valdaleysi en móta það um leið eftir eigin höfði eins og fyrsti forsetinn hafði gert. Hrikaleg átök voru fram undan, harðvítugasta forsetakjör lýð- veldissögunnar. Vorið 1940 var Danmörk hernumin, Alþingi færði þjóðhöfðingjavaldið einhliða í landið og ári síðar var staða ríkisstjóra stofnuð. Alþingi kaus í embættið Svein Björnsson. Tákn sameiningar og valda Í regnsuddanum á Þingvöllum 17. júní 1944 varð Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins. Í upphafi greinaflokks um forseta- kosningar á Íslandi fjallar Guðni Th. Jóhannesson um kjör Sveins og embættistíð hans. 1. ÁGÚST 1945 Í innsetningarræðu sinni sagðist Sveinn Björnsson ætla að rækja störf sín „samkvæmt viðurkenndum venjum nútímans í lýðfrjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfðingjavaldið er þingbundið”. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 2012 FORSETA KOSNINGAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.