Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 32
26. maí 2012 LAUGARDAGUR32
Djöflaljón og
Jedward-klón
EM í knattspyrnu hefst föstudaginn 8. júní, eftir tæpar tvær vikur, í Pól-
landi og Úkraínu og bíða að vonum margir spenntir. Frá 1980 hefur tíðkast
að kynna til leiks sérstök lukkudýr fyrir hverja keppni og Kjartan Guð-
mundsson kynnti sér sögu þeirra.
Slavek og Slavko
Tvíburarnir Slavek og Slavko, lukkudýr EM í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir tæpar tvær vikur, minna
óþægilega mikið á Jedward-tvíburana sem stíga á svið fyrir hönd Írlands í Eurovision í kvöld. František
Laurinec, einn af æðstu stjórnendum keppninnar, segir að tvíburarnir séu „ungir og kraftmiklir, rétt
eins og Pólland og Úkraína“. Spennandi verður að sjá hvort æskuþróttur þjóðanna sjáist þegar inn á
völlinn er komið.
PÓLLAND OG
ÚKRAÍNA 2012
Flix og Trix
Almenningur í Austurríki og Sviss, þar sem keppnin var
haldin árið 2008, fékk að kjósa um nöfnin Zagi og Zigi, Flitz
og Bitz eða Flix og Trix á tvíburana sem stórfyrirtækið Warner
Bros. hannaði eins og fjórum árum fyrr. Þau síðastnefndu
urðu fyrir valinu og lentu Flix og Trix í ýmsum ævintýrum.
Þeir gáfu meðal annars út tvö EM-lög (Like a Superstar og
Feel the Rush) með Shaggy. Einhverjir veltu fyrir sér hversu
augljós tengslin eru milli evrópskar knattspyrnu og reggí-
rappara frá Jamaica, en lögin nutu vinsælda.
AUSTURRÍKI
OG SVISS 2008
Berni
Lukkudýr EM í Vestur-Þýskalandi árið 1988 var kanína,
klædd í fánaliti gestgjafanna og skartaði forláta
ennisbandi sem hefði sæmt sér vel á söngvara í ger-
manskri næntís hár-metal hljómsveit. Berni sparkaði
með hnénu, sem þykir vart til eftirbreytni víðast hvar
í fótboltaheiminum og hefur væntanlega fengið orð í
eyra frá landsliðsmanninum Olaf Thon þegar þeir sátu
fyrir saman á þessari ljósmynd.
VESTUR-ÞÝSKALAND
1988
Kinas
Stórfyrirtækið Warner Bros. hannaði lukkudýr EM í
Portúgal 2004, drenghnokkann Kinas sem bjó yfir yfirnátt-
úrulegum eiginleikum. Téðir eiginleikar gátu ekki forðað
löndum Kinas í landsliðinu frá niðurlægjandi tapi gegn
Grikkjum í úrslitaleiknum, en hann fékk þó að sitja fyrir á
mynd með goðsögnunum Jürgen Klinsmann og Eusébio.
Benelucky
Þegar EM fór fram í Hollandi og Belgíu sumarið 2000 varð lukkudýrið
Benelucky, í litum þjóðfána landanna tveggja, afar vinsælt hjá börnum.
Mörgum þótti þó skrítið að ljón skyldi verða fyrir valinu, þar sem sú
dýrategund er ekki algeng í Niðurlöndunum. Þá var ljónið einnig í nokkurs
konar skrattalíki, með hala og horn, sem þótti ekki síður furðulegt. Allt átti
þetta sér þó „eðlilegar“ skýringar: Í merki hollenska landsliðsins er mynd
af ljóni og belgíska landsliðið er oft nefnt „Rauðu djöflarnir“.
HOLLAND OG
BELGÍA 2000
PORTÚGAL
2004
Rabbit
Önnur kanína, Rabbit, var
lukkudýr EM í Svíþjóð 1992.
Hvernig skyldi frændum okkar
hafa dottið þetta nafn í hug?
Péno
Haninn, þjóðartákn Frakka, var lukkudýr
hinnar eftirminnilegu EM sem haldin var í
landinu sumarið 1984. Frumleikinn var enn
við lýði þegar Frakkar voru gestgjafar HM
fjórtán árum síðar, árið 1998, og haninn
nýttur á ný sem lukkudýr.
Goaliath
Lukkudýr EM í Englandi 1996 var í raun
endurnýting á lukkudýri HM í sama landi
þrjátíu árum fyrr, ljóninu World Cup Willie.
Í merki enska landsliðsins eru þrjú ljón,
en ekkert þeirra í jafn skelfilega þröngum
stuttbuxum og vesalings Goaliath.
ENGLAND
1996
FRAKKLAND
1998
Pinocchio
Fyrsta EM-lukkudýrið var sjálfur Gosi, ein
frægasta skáldsagnapersóna Ítala, en keppnin
var haldin þar í landi árið 1980. Kviknakið
en nokkuð látlaust lukkudýr sem tilheyrir
einfaldari tíma.
ÍTALÍA
1980
SVÍÞJÓÐ
1992