Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.05.2012, Qupperneq 32
26. maí 2012 LAUGARDAGUR32 Djöflaljón og Jedward-klón EM í knattspyrnu hefst föstudaginn 8. júní, eftir tæpar tvær vikur, í Pól- landi og Úkraínu og bíða að vonum margir spenntir. Frá 1980 hefur tíðkast að kynna til leiks sérstök lukkudýr fyrir hverja keppni og Kjartan Guð- mundsson kynnti sér sögu þeirra. Slavek og Slavko Tvíburarnir Slavek og Slavko, lukkudýr EM í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir tæpar tvær vikur, minna óþægilega mikið á Jedward-tvíburana sem stíga á svið fyrir hönd Írlands í Eurovision í kvöld. František Laurinec, einn af æðstu stjórnendum keppninnar, segir að tvíburarnir séu „ungir og kraftmiklir, rétt eins og Pólland og Úkraína“. Spennandi verður að sjá hvort æskuþróttur þjóðanna sjáist þegar inn á völlinn er komið. PÓLLAND OG ÚKRAÍNA 2012 Flix og Trix Almenningur í Austurríki og Sviss, þar sem keppnin var haldin árið 2008, fékk að kjósa um nöfnin Zagi og Zigi, Flitz og Bitz eða Flix og Trix á tvíburana sem stórfyrirtækið Warner Bros. hannaði eins og fjórum árum fyrr. Þau síðastnefndu urðu fyrir valinu og lentu Flix og Trix í ýmsum ævintýrum. Þeir gáfu meðal annars út tvö EM-lög (Like a Superstar og Feel the Rush) með Shaggy. Einhverjir veltu fyrir sér hversu augljós tengslin eru milli evrópskar knattspyrnu og reggí- rappara frá Jamaica, en lögin nutu vinsælda. AUSTURRÍKI OG SVISS 2008 Berni Lukkudýr EM í Vestur-Þýskalandi árið 1988 var kanína, klædd í fánaliti gestgjafanna og skartaði forláta ennisbandi sem hefði sæmt sér vel á söngvara í ger- manskri næntís hár-metal hljómsveit. Berni sparkaði með hnénu, sem þykir vart til eftirbreytni víðast hvar í fótboltaheiminum og hefur væntanlega fengið orð í eyra frá landsliðsmanninum Olaf Thon þegar þeir sátu fyrir saman á þessari ljósmynd. VESTUR-ÞÝSKALAND 1988 Kinas Stórfyrirtækið Warner Bros. hannaði lukkudýr EM í Portúgal 2004, drenghnokkann Kinas sem bjó yfir yfirnátt- úrulegum eiginleikum. Téðir eiginleikar gátu ekki forðað löndum Kinas í landsliðinu frá niðurlægjandi tapi gegn Grikkjum í úrslitaleiknum, en hann fékk þó að sitja fyrir á mynd með goðsögnunum Jürgen Klinsmann og Eusébio. Benelucky Þegar EM fór fram í Hollandi og Belgíu sumarið 2000 varð lukkudýrið Benelucky, í litum þjóðfána landanna tveggja, afar vinsælt hjá börnum. Mörgum þótti þó skrítið að ljón skyldi verða fyrir valinu, þar sem sú dýrategund er ekki algeng í Niðurlöndunum. Þá var ljónið einnig í nokkurs konar skrattalíki, með hala og horn, sem þótti ekki síður furðulegt. Allt átti þetta sér þó „eðlilegar“ skýringar: Í merki hollenska landsliðsins er mynd af ljóni og belgíska landsliðið er oft nefnt „Rauðu djöflarnir“. HOLLAND OG BELGÍA 2000 PORTÚGAL 2004 Rabbit Önnur kanína, Rabbit, var lukkudýr EM í Svíþjóð 1992. Hvernig skyldi frændum okkar hafa dottið þetta nafn í hug? Péno Haninn, þjóðartákn Frakka, var lukkudýr hinnar eftirminnilegu EM sem haldin var í landinu sumarið 1984. Frumleikinn var enn við lýði þegar Frakkar voru gestgjafar HM fjórtán árum síðar, árið 1998, og haninn nýttur á ný sem lukkudýr. Goaliath Lukkudýr EM í Englandi 1996 var í raun endurnýting á lukkudýri HM í sama landi þrjátíu árum fyrr, ljóninu World Cup Willie. Í merki enska landsliðsins eru þrjú ljón, en ekkert þeirra í jafn skelfilega þröngum stuttbuxum og vesalings Goaliath. ENGLAND 1996 FRAKKLAND 1998 Pinocchio Fyrsta EM-lukkudýrið var sjálfur Gosi, ein frægasta skáldsagnapersóna Ítala, en keppnin var haldin þar í landi árið 1980. Kviknakið en nokkuð látlaust lukkudýr sem tilheyrir einfaldari tíma. ÍTALÍA 1980 SVÍÞJÓÐ 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.