Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 26.05.2012, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. MAÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Lokaverkefni Sigurjóns Hjart-arsonar í MPM námi í verk-efnastjórnun við Háskólann í Reykjavík heitir Áhættustjórnun á miðhálendi Íslands. „Verkefnið fjallar um, í stórum dráttum, ferðamenn á hálendinu og hvern- ig þeim reiðir þar af. Ég hef sjálf- ur verið í Flugbjörgunarsveitinni í tvo áratugi og frá því ég byrjaði hafa þessi mál mjög lítið breyst. Ég einblíni svolítið á þann þátt í ritgerðinni,“ segir Sigurjón. Hver sem er á Vatnajökul Hann segir að hver sem er sem áhuga hafi geti farið í hættuför yfir Vatnajökul án þess að spyrja kóng eða prest. „Það er ekkert eftirlit haft með þessum aðilum. Til dæmis gæti rúta, full af ferða- mönnum, komið úr Norrænu, keyrt upp á hálendið og ferðast þar um í tvær vikur, keyrt svo til baka í Norrænu og enginn veit að hún og allir þessir ferðamenn hafi verið hér. Hvað gerist svo ef eitt- hvað myndi koma fyrir, farþeg- ar yrðu fyrir slysi eða það byrj- aði að gjósa einhvers staðar? Þá myndi enginn vita af þessu fólki og enginn færi að leita. Ef það yrði stórslys, sem verður væntan- lega á endanum ef ekkert er að- hafst, hefði það geigvænlegar af- leiðingar. Það myndi kosta það að túrisminn myndi væntanlega minnka til nokkurra ára og efna- hagslegt tjón yrði þar af leiðandi mjög mikið. Dæmin erlendis frá tala sínu máli.“ Þarf að breyta lögum Sigurjón telur að það þurfi að breyta lögum og reglum og að það eigi ekki að vera hægt fyrir vanbúna erlenda ferðamenn að fara eftirlitslausir upp á hálend- ið. „Þegar björgunarsveitir eru kallaðar út kostar það þjóðarbú- ið milljónir. Þegar þyrla er köll- uð út er talan fljótt komin upp í margar milljónir. Það er ósann- gjarnt að erlendur ferðamaður geti kostað íslenska þjóð svona miklar upphæðir. Það ætti að rukka þessa aðila, eða trygginga- félögin þeirra því þeir eru marg- ir búnir að tryggja sig vel, fyrir að bjarga þeim. Það þarf að byrja á því að breyta lögum en það eru ekki stórvægilegar breytingar sem þyrfti að gera,“ segir hann. Ýmislegt hægt að gera Niðurstöður lokaverkefnis Sigur- jóns voru á þá leið að ýmislegt er hægt að gera til að bæta úr þess- um málum. „Það ætti að gera það að skyldu að hafa hálendisleið- sögumenn með tilskilin leyfi í hverri rútu. Gera þarf átak í inn- heimtu trygginga fyrir leit og björgun að erlendum ferðamönn- um. Samvinnu vantar á milli ráðuneyta fyrir þessa innheimtu og þyrfti að samhæfa hana. Í dag er eingöngu innheimt fyrir sjúkrahúsvist en sjaldnast fyrir leit og björgun eða flutning sjúk- linga af slysstað, hvort sem það er í bíl eða þyrlu. Það þarf að koma á einhvers konar stýringu á helstu ferðamannastaðina. Til dæmis mætti setja einstefnu á „Lauga- veginn“ og takmarka fjölda þeirra sem færu þar í gegn. Einnig mætti íhuga hvort koma ætti á einhvers konar tilkynningakerfi svipuðu því sem sjómenn nota. Svo þyrfti að breyta lögunum og byrja á að koma lögum og reglu yfir hættu- legustu staðina, svo sem Vatna- jökul,“ segir Sigurjón. Vatnajökull varhugaverður Björgunarsveitir voru sendir af stað til að bjarga fimm leiðöngrum á Vatnajökli í vetur. Sigurjón telur að enginn erlendur leiðangur hafi farið á jökulinn síðastliðinn vetur og skilað sér niður sjálfur. „Þetta fólk segist hafa reynslu af jökla- ferðum en Vatnajökull er sérstak- ur. Hitasveiflurnar eru meiri þar en annars staðar. Það getur verið rign- ing eina stundina en mikið frost þá næstu. Þessu eru útlendingar ekki vanir, venjan er að það sé bara frost en ekki bleyta. Þetta á eflaust bara eftir að versna, ferðamannatím- inn er farinn að teygjast og fleiri fara um miðhálendið og lítilli sem engri löggæslu er haldið þar úti,“ segir Sigurjón. lilja.bjork@365.is Í hættuför á hálendi án þess að þurfa að spyrja kóng eða prest Nánast ekkert eftirlit er haft með ferðamönnum á miðhálendi landsins. Sigurjón Hjartarson segir í lokaverkefni sínu í verkefnastjórnun að það þurfi meðal annars að breyta lögum og reglum. Ef stórslys verður muni ferðamannaiðnaðurinn líða fyrir það í langan tíma. Í vetur voru björgunarleiðangrar fimm sinnum sendir á Vatnajökul til að bjarga erlendum ferðamönnum. Mjög lítið hefur breyst varðandi öryggi og eftirlit með ferðamönnum á undanförnum áratugum. MYND/GVA Björgunarsveitir hafa fimm sinnum í vetur þurft að bjarga leiðöngrum erlendra ferða- manna ofan af Vatnajökli. MYND/EGILL AÐALSTEINSSON Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika Innritun lýkur 31. maí STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM Ferðamálaskólinn sími: 594 4020 Ævintýralegur starfsvettvangur FERÐAMÁLA SKÓLINN WWW.MK.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.