Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 44
kynnir:
Í byrjun júní flytur Boot Camp höfuðstöðvar sínar frá Suðurlandsbraut í glæsilegt húsnæði við
Rafstöðvarveg í Elliðaárdal.
Námskeið fyrir alla
Boot Camp er nú á sínu áttunda starfsári en stóraukin aðsókn og meiri umsvif kalla
nú á nýtt og betra húsnæði. „Meðlimir Boot Camp hafa aldrei verið fleiri og við erum
í raun búnir að sprengja núverandi húsnæði af okkur fyrir nokkru síðan,“ segir
Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp.
„Við höfum vilja byggja upp þetta góða fyrirtæki með skynsömum hætti og stíga
varlega til jarðar. Aukin aðsókn og miklar vinsældir Boot Camp kalla nú hins vegar
á aukin umsvif og stærra húsnæði.“
Að sögn Arnaldar Birgis er Boot Camp æfingaraðferðin í stöðugri þróun og kemur
afraksturinn fram víða. „Fyrir utan hefðbundnar Boot Camp æfingar má sem dæmi
nefna að nú bjóðum við einnig upp á námskeið fyrir börn og unglinga undir heitinu
Skæruliðar og á sumrin erum við með sérstök leikjanámskeið fyrir 7-10 ára,“ segir
Arnaldur Birgir.
„Þá hafa svokallaðir Grænjaxlatímar notið mikilla vinsælda en þeir eru hugsaðir
fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt, eru að koma til baka eftir
meiðsli eða veikindi og þá sem vilja styrkjast eða takast á við aukakílóin undir réttri
leiðsögn. Við heyrum oft að fólk vilji koma sér í form áður en það byrjar í Boot Camp.
Ef þú heldur að þú þurfir þess þá eru Grænjaxlatímarnir einmitt hugsaðir fyrir þig.“
CrossFit æfingakerfið hefur einnig notið vaxandi vinsælda undanfarin misseri.
Samhliða flutningum í nýtt húsnæði verður opnuð sérstök CrossFit æfingastöð í
húsinu, sem heitir því einfalda nafni CrossFit Stöðin.
Miðstöð hreyfingar og útivistar
Arnaldur Birgir segir að með flutningunum í Elliðaárdalinn sé Boot Camp að tryggja
meðlimum sínum frábæra aðstöðu í einstöku umhverfi.
„Við verðum með frábæra aðstöðu innan- sem utandyra og virkilega gott og vandað
þjálfarateymi,“ segir Arnaldur Birgir.
„Öll aðstaðan verður til fyrirmyndar og þarna verða þrír stórir æfingasalir undir
námskeiðin okkar. Einnig verðum við með flottan lyftingasal og við komum til með
að bjóða upp á kort fyrir þá sem vilja sækja hann og nýta náttúruna í dalnum