Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 63

Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 63
LAUGARDAGUR 26. maí 2012 17 Víkurbúðin ehf óskar eftir rekstraraðila að matvöruversluninni Víkurbúðinni og veitingastaðnum Jóni Indíafara sem rekin er sameiginlega í þjónustumiðstöðinni Álftaveri í Súðavík. Til greina kemur að leigja reksturinn í heild sinni eða að aðili yfirtaki lager og rekstur. Starfsemin fer fram í leiguhúsnæði og eru tæki og búnaður til verslunar- og veitingareksturs innifalinn í leigusamningi. Víkurbúðin er með samning um rekstur skólamötuneytis, fyrir leik- og grunnskóladeild Súðavíkurskóla, sem nýr aðili hefur möguleika á að yfirtaka. Frekari upplýsingar er að finna á vefslóðinni: www.sudavik.is/ferdathjonusta/Jon_Indiafari og á vefslóðinni: www.sudavik.is/ferdathjonusta/Vikurbudin Einn af stærstu vaxtasprotum svæðisins er fólginn í þjónustu við ferðamenn og er hér um gott tækifæri að ræða fyrir dugmikinn aðila sem langar að breyta til. Nánari upplýsingar veitir Halldór Már Þórisson stjórnarform. í gsm síma 856-2021 eftir klukkan 16:00 eða tölvupósti á netfangið doridraumur@internet.is Viltu reka matvöruverslun og veitingastað Í Súðavík Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ Viljum ráða til starfa: Kennara í 100% starf í sérkennslu. Æskilegt að viðkomandi sé með framhaldsmenntun í sérkennslu fræðum og starfsreynslu. Leitað er eftir einstaklingi með góða samskiptahæfni. Skólaliða í 90% starfshlutfall. Meðal verkefna eru gangbrautarvarsla, ræstingar, gæsla með nemendum, aðstoð í matsal. Vinnutími frá kl. 07:45. Ráðning frá 15. ágúst . Frístundaleiðbeinendur í 40-50% starfshlutfall. Frístundaleiðbeinendur taka þátttöku í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi. Vinnutími frá kl. 13:00. Ráðning frá 21.ágúst.Upplýsingar veitir Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður í síma 8962682 eða agusta@lagafellsskoli.is Stuðningsfulltrúa í u.þ.b. 60% starf. Meginverkefni er aðstoð við nemendur m.a. í búningsklefum drengja. Sérstaklega er leitað eftir karlmanni til starfans. Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli e.h. og þar með 100% starfshlutfalli. Ráðning frá 15.ágúst. Umsjónarmann tölvumála í 100% starf. Ráðið verður í starfið frá 1.ágúst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Umsjón með tölvukerfi skólans, rekstur prentara og annarra jaðartækja, fagleg yfirumsjón með heimasíðu Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi, þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Microsoft Windows/2008/XP/Win 7 umhverfi. Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning Launanefndar sveit- arfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri, í síma 5259200/8968230 eða johannam@lagafellsskoli.is Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist með tölvupósti á netfangið johannam@lagafellsskoli.is. Umsóknarfrestur er til 7. júní. Vilt þú vinna með okkur? Svalbarðsstrandarhreppur leitar að starfsfólki í eftirtalin störf: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði. Svalbarðsstrandarhreppur er blómlegt og vel stætt sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð. Íbúar eru um 400. Þéttbýli er á Svalbarðseyri sem er í um 12 km fjarlægð frá Akureyri. Þar er að finna tónlistar-, leik- og grunnskóla, sundlaug, íþróttaaðstöðu og skrifstofu sveitarfélagsins. Deildarstjóri í leikskólanum Álfaborg Leikskólinn Álfaborg leitar eftir sjálfstæðum, jákvæðum og skapandi deildarstjóra í fullt starf frá og með 7. ágúst n.k. Umsækjandi þarf að hafa lokið leikskólakennaranámi skv. 3. gr. laga nr. 87/2008*. Stjórnunarmenntun og/ eða reynsla af stjórnun í leikskóla er kostur. Mikilvægt er að umsækjandi eigi auðvelt með samskipti, hafi frumkvæði og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum. Staðsetning leikskólans býður upp á fjölbreytta starf- semi í tengslum við umhverfi og samfélag. Lögð er áhersla á umhyggju, jákvæða snertingu, útiveru og hreyfingu. Umsóknir berist til Leikskólans Álfaborgar, Svalbarðs- eyri, 601 Akureyri eða í tölvupósti fyrir 20. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Ragna Erlingsdóttir, s. 4624901 / netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is. *Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna tímabundið til eins árs. Tónlistarkennari við Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar óskar eftir að ráða tónlistarkennara í hlutastarf á næsta skólaári. Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og skapandi tónlistarkennara sem getur kennt á a.m.k. tvö hljóðfæri, ásamt kennslu bóklegra greina og tón- menntar í grunnskóla. Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar er lítill skóli með ríka áherslu á samvinnu við grunn- og leikskóla. Umsóknir berist Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar, Valsárskóla, 601 Akureyri eða í tölvupósti fyrir 20. júní nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Helga Kvam, s. 865 8052 / netfang: tonlist@svalbardsstrond.is. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Húsvörður Upplýsingar veitir:Kristín Guðmundsdóttir kristin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Húsfélagið Aflagranda 40 óskar eftir að ráða húsvörð til starfa. Starfinu fylgir 90m2 íbúð og er búseta þar skilyrði. Leitað er að einstakling sem er: • Handlaginn og lipur í samskiptum • Reglusamur og samviskusamur • Þjónustulundaður og reyklaus Íbúar hússins eru 60 ára og eldri. Húsvörður heyrir undir hússtjórn. Helstu verkefni hans eru þrif, umsjón og eftirlit með húseigninni, umhirða lóðar, minniháttar viðhald ásamt aðstoð við íbúa hússins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.