Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 76

Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 76
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012128 ÖRUGGUR FERÐAMÁTI Flughræðsla angrar marga ferðalanga og suma meira en aðra. Til að draga úr hræðslunni má reyna eftirfarandi: Ekki pakka niður á síðustu stundu. Þér líður betur ef allt er tilbúið á sínum stað í tíma. Hafðu með þér afþreyingu. Sökktu þér ofan í skemmtilega bók eða horfðu á notalega kvikmynd. Forðastu bæði les- og myndefni sem eykur á spennu og ótta. Hafðu með þér nasl. Það veitir vellíðan að borða í flugi. Mundu eftir að drekka vel, helst vatn. Ef kvíðatilfinning læðist að í flugi má minna sig á að flug er marg- falt öruggari ferðamáti en að aka bíl. ÞÆGINDI Í LÖNGUM FLUGFERÐUM Í löngum flugferðum skal reyna að standa upp öðru hvoru og hreyfa sig meðan á flugi stendur. Í sætinu er gott að teygja létt á hálsvöðvum og herðum, kálfum og rist og snúa ökklum og úln- liðum til að liðka liðina. Þá er gott að drekka vatn í flugi en minna af kaffi og áfengum drykkjum. Athugið að klæðn- aður sé þægilegur. Þá gæti verið sniðugt að hafa með mjúka sokka til að smeygja sér í eftir að hafa farið úr skónum í löngu flugi. Gosflöskur og dósir rúma flestar meira en 100 ml og því ekki leyfilegar inn fyrir öryggishlið. HVAÐ MÁ FARA MEÐ AF VÖKVA Í FLUG? Vökva má ferðast með í hand- farangri að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum, samkvæmt upp- lýsingum á síðunni www.caa.is: Hver eining umbúða má að há- marki rúma 100 millilítra af vökva. Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins lítra plastpoka sem hægt er að loka með plast- rennilás. Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka. Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur inni- haldið vökva. Gosflöskur og dósir rúma flestar meira en 100 ml og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið. EKKI TAKA ALGJÖRT FRÍ Hjá mörgum þýðir það að fara í frí að taka líka frí frá ræktinni eða þeirri skipulögðu hreyfingu sem þeir stunda í daglega lífinu. Farið er í fríið með því hugarfari að slaka algjörlega á og „gera ekki neitt“ og leyfa sér það sem hugurinn girnist í mat og drykk. Þetta er eflaust ekki mjög sniðugt því mjög erfitt getur verið að koma sér aftur í hefðbundna rútínu þegar fríinu er lokið. Það eru ýmsar leiðir til að setja æfingar og skipulagða hreyfingu inn í dagsskipulagið í fríinu. Þó má ekki setja markið of hátt og ætla að æfa eins og venjan er heima. Einhver hreyfing er alltaf betri en engin. Ef stefnan er sett á að gista á hóteli er ágætt að kanna aðstöðuna áður en haldið er af stað. Sum hótel og gististaðir bjóða upp á heilsurækt, skipulagða tíma eða gönguferðir. Einnig má athuga hvort einhverjar góðar hlaupaleiðir séu í nágrenninu. Ef förinni er heitið í sumarbústað má einfaldlega skella hlaupaskónum eða gönguskónum (eða jafnvel báðum pörunum) ofan í tösku og fara út að hlaupa og njóta þess sem fyrir augu ber. Varðandi mat og drykk er allt í lagi að leyfa sér meira en venjulega en það er óþarfi að fara offari og standa á blístri eftir hvert mál. Það er eflaust best að halda sig við hið fornkveðna, í fríi jafnt sem heima við; allt er best í hófi. Það getur verið erfitt að koma sér aftur í hefðbundna rútínu eftir að fríi lýkur og fara að hreyfa sig reglulega. NORDIC PHOTOS/GETTY NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.