Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 93
LAUGARDAGUR 26. maí 2012 53
Tónlist ★★ ★★★
Orchestronics
Raftónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur, remix eftir Mike Gao
Kaldalón í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 23. maí
Ógn en ekkert gerðist
Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hefur verið áberandi undanfarið. Um jólin
kom t.d. út frábær geisladiskur með verkum hennar. Mikið af tónlist hennar
er líka flutt á tónleikum, bæði af Sinfóníuhljómsveit Íslands og minni
hópum.
Ástæðan er skýr: Tónlist Önnu er einfaldari og aðgengilegri en margra
kollega hennar. Stemningin er grípandi, óhugnaðurinn bókstaflega lekur út
úr hljóðfærunum. Allir vita að óhugnaður er spennandi.
Annars væru glæpasögur og hryllingur ekki vinsæl.
Tónlist Önnu er þó ekki banal. Þótt andrúmsloftið í
henni sé auðfundið, er þar að finna framvindu og dýpt.
Það eru engin ódýr trix sem halda stuðinu gangandi.
Nema á tónleikum á Listahátíð í Hörpu á mið-
vikudagskvöldið. Í þetta sinn sat Anna við tölvu og flutti
vídeóverk og raftónsmíðar sem hún hafði unnið úr
verkum sínum. Maður heyrði alls konar brot úr þeim,
en undir lá djúpur hljómur sem breyttist ekki mikið.
Slíkur hljómur er kallaður drone á ensku, drónn á íslensku. Drónn er einfalt
stílbrigði til að skapa andrúmsloft, og er oft notaður í kvikmyndatónlist með
prýðilegum árangri. Hann segir áhorfandanum að það sé eitthvað svakalegt
að fara að gerast. Á tónleikunum í Hörpu fékk maður hvað eftir annað þessi
skilaboð. Það var ógn og skelfing handan við hornið. En svo gerðist aldrei
neitt.
Sennilega var endurtekningin og kyrrstaðan bara of mikil. Það var of lengi
staldrað við það sama. Drónninn var ofnotaður.
Vídeóverkið kom ekki heldur nógu vel út. Það var lengi fyrst og fremst
síbreytilegt mynstur. Auðvitað er það allt í lagi í sjálfu sér, en þarna var
ekkert tjald. Myndinni var varpað beint á vegginn fyrir aftan sviðið, og hann
er fóðraður með spýtum. Spýturnar trufluðu upplifunina.
Nokkru síðar í vídeóverkinu mátti sjá stillimynd af manneskju. Hún stóð
fyrir framan eitthvað sem helst líktist bílskúrshurð, næstum því lokaðri. Á
bak við hurðina var ljós. Tónlistin undir var svo ógnvænleg að manni datt
helst í hug að verið væri að gera einhverja hryllilega tilraun í skúrnum.
Þetta hefði getað svínvirkað. En spýturnar á veggnum breyttu myndinni í
flatneskjulegt veggfóður.
Gestur á tónleikunum var bandarískur raftónlistarmaður og plötusnúður,
Mike Gao. Hann flutti eigin remix sem voru unnin úr tónlist Önnu. Remixin
voru ekki sérlega bitastæð. Þau samanstóðu aðallega af flóknum takti sem
virkaði fljótt yfirborðslegur. Það vantaði stígandina; tónlistin komst aldrei á
flug. Hægt hefði verið að gera miklu meira úr henni.
Jónas Sen
Niðurstaða: Fremur óspennandi raftónleikar sem einkenndust af tilbreyt-
ingarleysi, auk þess sem hið sjónræna hefði mátt vera betur hugsað.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ER FYRSTI
ÍSLENSKI SKÓLINN TIL AÐ HLJÓTA
ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Á VIÐSKIPTANÁMI
ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNT
MBA-NÁM
Í HJARTA REYKJAVÍKUR
Kynntu þér námið á www.ru.is/mba
Bókaðu fund með verkefnastjóra; mba@ru.is
Háskólinn í Reykjavík er í hópi 186 háskóla sem hlýtur
AMBA viðurkenninguna, en meðal annarra sem hafa fengið hana
eru IESE í Barcelona, CBS í Danmörku, IMD í Sviss,
London Business School og Oxford háskóli.
Hvað er AMBA?
AMBA viðurkenninguna veita samtökin Association of MBA‘s
(AMBA), ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum.
www.mbaworld.com
Söngkonurnar Hulda Björk Garð-
arsdóttir sópran, Þóra Einars-
dóttir sópran, Auður Gunnars-
dóttir alt ásamt píanóleikaranum
Helgu Bryndísi Magnús dóttur
koma fram á tónleikum í Hömrum
á Ísafirði á annan í hvítasunnu
klukkan 15, undir yfirskriftinni
Prímadonnur Íslands. Þær flytja
óperutónlist og ýmis fræg sönglög
ýmist allar saman, í dúettum eða
sem einsöngvarar. Meðal annars
verða atriði úr Töfraflautunni og
Brúðkaupi Figarós, Il Trovatore
og fleiri óperum en tónleikarnir
enda á hinum fræga Kattadúett
Rossinis.
Tónleikarnir eru áskriftar-
tónleikar á vegum Tónlistarfé-
lags Ísafjarðar og áskriftarkort
gilda en einnig eru seldir miðar
við innganginn á 2.000 krónur
og á 1.500 fyrir eldri borgara en
ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára
og yngra. -gun
Prímadonn-
ur Íslands
PRÍMADONNURNAR Auður, Hulda,
Þóra og hin ísfirskættaða Helga Bryndís
munu koma fram í Hömrum á Ísafirði á
mánudaginn.
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is