Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 96

Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 96
26. maí 2012 LAUGARDAGUR56 popp@frettabladid.is STIG hafa frændur okkar í Danmörku fengið frá Íslandi í Eurovision síðan við hófum þátttöku árið 1986. Svíar hafa fengið 124 stig frá okkur og Norðmenn 111 stig. Danir launa okkur hins vegar ekki stigin því Ísland hefur fengið flest stig frá Svíþjóð og Noregi. 154 1. Það er mjög erfitt að segja því það gengur svo mikið út á hvað gerist á sviðinu. Mér finnst Svíar mjög sannfærandi og svo erum við að standa okkur rosalega vel líka. 2. Það eru þó nokkur lög sem eru frekar slæm og það sýnir kannski mismunandi tónlistarsmekk í Austur- og Vestur-Evrópu. Mér finnst til dæmis rosalega skrítið að Tyrkland hafi komist í gegn. 3. Allavegana í topp tíu. Vonandi vinna þau bara. 4. Ég vil ekki spá neinum svo slæmum hlutum. Það er búið að æfa allt svo vel að ég held að enginn sé að fara að floppa. 5. Jónsi og einhver af rússnesku ömmunum. Ég sá í sjónvarpinu að hann er voða hrifinn af þeim. 6. Euphoria frá Svíþjóð. 7. Ég er alltaf rosa hrædd við það þegar verið er að lyfta söngvar- anum upp í loftið. Það eru alveg nokkur svoleiðis atriði í keppninni núna sem gætu endað illa. 8. Norðmenn held ég. 9. Mér finnst Greta í alveg klikk- uðum kjól og svo fannst mér líka heildarlúkkið á skvísunum frá Kýpur svolítið töff. 10. Litháar. Það er strákur sem er einn á sviðinu og byrjar með bundið fyrir augun. Hann hélt mér alveg allan tímann. JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, söngkona og Eurovisionfari 1 Hver vinnur? 2 Hver fær fæst stig? 3 Hvar endar íslenska lagið? 4 Hver floppar? 5 Hvaða keppendur enda saman uppi á hótelherbergi að keppni lokinni? 6 Hvaða lag nær mestum vinsældum eftir keppnina? 7 Hver lendir í hremmingum á sviði og hvaða? 8 Hvaða þjóð gefur okkur 12 stig? 9 Hver er í flottustu búning- unum? 10 Hver er með flottustu sviðs- framkomuna? SPURNINGAR Það hefur líklegast farið fram hjá fæstum að lokakeppnin í Eurovision söngvakeppninni fer fram í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Jónsi og Greta hafa verið að gera góða hluti ytra og spennandi að sjá hvernig þeim farnast á sviðinu í kvöld. Fréttablaðið hafði samband við fjóra einstaklinga sem tengjast Eurovision á einn eða annan hátt og fékk álit þeirra á ýmsum hlutum fyrir kvöldið. Álitsgjafar óttast ýmsar hremmingar í kvöld 1. Svíþjóð held ég að vinni, en lagið okkar gæti líka vel unnið. 2. Malta. 3. Ég myndi giska á fimmta sætið. 4. Lagið frá Tyrklandi er afleitt og einnig kemur Írland sterklega inn í þennan flokk. 5. Hún Eleftheria frá Grikklandi og Roman Lob frá Þýskalandi. 6. Sænska lagið og það enska. 7. Írsku tvíburarnir sem fara í sturtu á sviðinu. Það er eins gott að míkrófónarnir séu jar ðtengdir svo þeir fái ekki rafstuð. Svo vona ég að ömmurnar komist heilar út úr þessu, en mér finnst að fólk ætti að taka sig saman og gefa þeim kirkjuna sem þær eru að safna fyrir og senda þær heim. 8. Ég vona að við fáum 12 stig frá Norðurlöndunum. 9. Loreen frá Svíþjóð. 10. Það finnst mér líka vera sú sænska. Hún er alveg frábær. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, tónlistarmaður og Eurovisionfari 1. Svíarnir taka þetta, hún er alveg ótrúlega góð. En ég held samt með okkur. 2. Að minnsta kosti helmingur þessara laga er viðbjóður og á ekki skilið að fá stig yfir höfuð. 3. Krakkarnir okkar eru með eitt af svona fjórum lögum í þessari keppni sem einhver alvara er í. Klíkuskapslega séð endum við kannski í svona 10.-15. en ef þetta væri alvöru lagakeppni værum við í svona þriðja eða fjórða. 4. Einu atriðin sem geta raunveru- lega floppað eru góðu atriðin, hin eru hvort sem er hörmuleg. 5. Fyrir hönd vina Péturs Jesú þá óska ég þess innilega að það verði hann og Loreen. 6. Sænska lagið er búið að ná gríðar legum vinsældum nú þegar og mun halda því áfram. 7. Það er rosalega margt sem gæti farið úrskeiðis. Ömmurnar gætu til dæmis ofbakað kökurnar, það væri geðveikt vandræðalegt. 8. Ég held að við fáum nokkrum sinnum 12 stig. Við krefjumst þess að sjálfsögðu af frændþjóðum okkar en svo held ég að við fáum alveg nokkur 12 stig úr óvæntum áttum líka. 9. Ofvirku írsku tvíburarnir. 10. Sænska Loreen. Það er alveg ótrúlegt öryggi í gangi hjá henni. MAGNI ÁSGEIRSSON, tónlistarmaður og Eurovisionkeppandi 1. Ég geri frekar ráð fyrir því að Svíþjóð vinni, Ísland á samt ágætan séns. 2. Ég ligg á bæn og vona að írsku tvíburarnir fái ekkert stig því annars væru Írarnir vísir með að senda þá þriðja árið í röð. 3. Á topp fimm. 4. Flestir koma til með að floppa held ég. 5. Nú írsku tvíburarnir, eru þeir ekki annars síams? 6. Rússnesku ömmurnar. Það verða hins vegar skammtímavin- sældir eins og yfirleitt í kjölfar Júróvisjón. 7. Uhh, eru ekki flest atriðin hremmingar í sjálfu sér? 8. Svíar. Fáum svo 8-10 stig að auki frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Lettlandi. 9. Ömmurnar. 10. Þessi sænska. SIGMAR GUÐMUNDSSON, fjölmiðlamaður og Eurovisionaðdáandi Íslenski hópurinn verður sá sjöundi á svið í kvöld sem er gott að mati flestra. Það verða Bretar sem hefja leikinn, en uppröðunin er svohljóðandi: 1. Bretland 2. Ungverjaland 3. Albanía 4. Litháen 5. Bosnía 6. Rússland 7. Ísland 8. Kýpur 9. Frakkland 10. Ítalía 11. Eistland 12. Noregur 13. Aserbaídsjan 14. Rúmenía 15. Danmörk 16. Grikkland 17. Svíþjóð 18. Tyrkland 19. Spánn 20. Þýskaland 21. Malta 22. Makedónía 23. Írland 24. Serbía 25. Úkraína 26. Moldóva UPPRÖÐUN KEPPENDA 1. Álitsgjafarnir voru einróma um að Svíar væru líklegastir til sigurs, en vildu þó ekki útiloka okkur frá fyrsta sætinu. 2. Allt stefnir í að botnbaráttan verði töluvert harðari en topp- baráttan. 3. Never Forget þykir álitsgjöfunum vænlegt til árangurs og óhætt að láta sig dreyma um eitt af efstu fimm sætunum. 4. Það má augljóslega búast við því að nokkur atriði fari út af brautinni á sviðinu í kvöld. 5. Líklegt þykir að Sigmar hafi hitt naglann á höfuðið og að bræðurnir komi til með að enda saman uppi á herbergi. Hvernig fer með aðra spádóma verður spennandi að sjá. Fréttablaðið mun fylgjast sérstaklega vel með hvort Magna verði að ósk sinni um að Pétur og Loreen finni hamingjuna í örmum hvors annars, en eftir því sem við komumst næst eru þau bæði laus og liðug. 6. Sænska lagið á eflaust eftir að halda áfram að slá í gegn, en ef marka má álitsgjafana megum við eiga von á að heyra meira af ellismellunum frá Rússlandi og Eng- landi líka. 7. Það er greinilega margt sem þarf að huga að á sviðinu og fjöldi hluta sem gætu farið úrskeiðis. Vonum að allir komist heilir og sáttir frá kvöldinu. 8. Að sjálfsögðu ætlumst við til þess að fá 12 stig frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð, annað er ekki í boði. Svo vonumst við til þess að Magni hafi rétt fyrir sér og að tólfurnar streymi úr öllum áttum svo hún Hrafnhildur kynnir fái ástæðu til að æsa sig í beinni. 9. Engir álitagjafanna voru sammála um hver væri best til fara. Baráttan um besta klæðnaðinn er því greini- lega harðari en um besta lagið. 10. Einföld og falleg framkoma er greinilega það sem heillar álits- gjafana þar sem Svíar og Litháar voru ein um að fá stig í þessum flokki. NIÐURSTÖÐUR ÁLITSGJAFA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.