Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 103
LAUGARDAGUR 26. maí 2012 63
HÁMARKS ÁRANGUR
Grunnpakkinn frá NOW
inniheldur þau lykil
næringarefni sem flestir
fá ekki nóg af.
Dreifingaraðili: Yggdrasill ehf.
GRUNNPAKKI NOW
G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i
„Til að ná hámarks árangri
þarf ég að gera miklar kröfur
til sjálfrar mín og þess sem
ég læt ofan í mig.
Ég vel bætiefnin frá NOW
vegna þess að þau tryggja
að líkaminn fái þau næring-
arefni sem hann þarfnast
og eru unnin úr hágæða, að
miklu leyti, lífrænt vottuðum
hráefnum sem eru framleidd
og prófuð samkvæmt ströng-
ustu gæðastöðlum.
Ég vel NOW!“
Kári Steinn Karlsson,
hlaupari og ólympíufari.
Grunnpakki NOW
Frábær viðbót
SUND Hrafnhildur Lúthers dóttir
setti nýtt Íslandsmet og náði
fimmta sætinu í 200 metra bringu-
sundi kvenna á EM50 í Ungverja-
landi þegar hún synti á 2:27,92
mínútum í úrslitasundinu. Hrafn-
hildur bætti sitt eigið Íslandsmet
frá síðasta mánuði.
Hrafnhildur bætti Íslands metið
um sekúndu en náði samt ekki
Ólympíulágmarkinu sem er 2:26,89
mínútur. Hrafnhildur mun keppa
í þessari grein á Mare Nostrum
mótaröðinni sem hefst í næstu
viku og á því enn möguleika á því
að tryggja sér farseðil til London.
„Ég er mjög ánægð með þetta
en þegar ég kom í bakkann þá
hugsaði ég með mér: Bara ef að
ég hefði klárað aðeins betur því
þá hefði ég kannski komist á pall,“
sagði Hrafnhildur eftir sundið.
Ingibjörg Kristín Jóns dóttir
komst ekki í úrslitasundið í 50
metra baksundi en hún synti á
29,14 sekúndum í undanúrslita-
sundinu og var 30/100 frá því að
komast í úrslitin. Ingibjörg varð í
10. sæti af 16 keppendum í undan-
úrslitum.
Ingibjörg Kristín bætti sig frá
því í undanriðlinum í morgun en
hún synti þá á 29.23 sekúndum og
varð tólfta inn í undanúrslitin. - óój
Hrafnhildur Lúthersdóttir í miklu stuði á EM í sundi:
Náði fimmta sætinu á EM
HRAFNHILDUR Hefur staðið sig best Íslendinganna í Ungverjalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Kobe Bryant, leik-
maður Los Angeles Lakers, var
valinn í lið ársins í NBA-deildinni
í tíunda sinn á ferlinum en hann
er í hópi fimm bestu leikmanna
deildarinnar að mati blaðamanna
sem skrifa um NBA- deildina.
Með Bryant í úrvalsliðinu eru
þeir LeBron James, Kevin
Durant, Chris Paul og Dwight
Howard.
Bryant komst þar með í hóp
manna eins og Kareem Abdul-
Jabbar, Elgin Baylor, Bob Cousy,
Michael Jordan, Bob Pettit, og
Jerry West en þeir voru allir tíu
sinnum í úrvalsliði ársins. Karl
Malone á hins vegar metið en
hann var ellefu sinnum valinn í
lið ársins.
LeBron James var kosinn besti
leikmaður deildarinnar og hann
fékk líka atkvæði frá 118 af 120
blaðamönnum í fyrsta úrvalsliðið.
- óój
Kobe Bryant í liði ársins:
Valinn í liðið í
tíunda sinn
KOBE Átti enn og aftur frábært ár í
búningi Lakers. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Dave Whelan, stjórnar-
formaður Wigan, hefur stað-
fest það við Sky-fréttastofuna
að Liverpool hafi boðið Roberto
Martinez stjórastöðuna á Anfield
en eigendur Liverpool leita enn
að nýjum stjóra eftir að Kenny
Dalglish var látinn fara.
Martinez, sem er enn stjóri
Wigan, fékk leyfi félagsins til
þess að tala við Liverpool en
hann hitti eigendur Liverpool í
Miami í gær. Whelan lak niður-
stöðu fundarins í Sky og talaði
um að ákvörðun um framhaldið
yrði tekin á næstu dögum.
„Ég var að tala við Roberto.
Hann fór í gær til Miami og átti
mjög uppbyggilegan fund með
eiganda Liverpool. Þeir ætla að
hittast aftur á þriðjudaginn. Þeir
buðu Roberto starfið og hann
féllst á það að skoða til boðið,“
sagði Dave Whelan við Sky
Sports.
Whelan segir að Roberto Mart-
inez vinni 12 tíma á dag alla daga
vikunnar og að hann sé harður
á því að fá fulla stjórn á öllum
því sem viðkemur liðinu. „Ég
veit ekki hvort að hann vilji fara
þangað þar sem hann hefur ekki
fulla stjórn,“ sagði Whelan. - óój
Roberto Martinez:
Boðið að taka
við Liverpool
FÓTBOLTI Pep Guardiola, þjálfari
Barcelona, stýrði liðinu í síðasta
sinn í gær þegar Barcelona
mætti Athletic Bilbao í úrslita-
leik spænsku bikarkeppninnar.
Guardiola tilkynnti á dögunum
að hann ætlaði að taka sér hvíld
frá þjálfun.
„Ég mun fagna því að heyra
í áhugasömum félögum en ekki
fyrr en eftir nokkra mánuði því
fyrst þarf ég að hlaða batteríin
og endurhlaða heilann,“ sagði
Pep Guardiola á blaðamanna-
fundi fyrir bikarúrslitaleikinn.
„Ég ætla að hvíla mig og síðan
mun ég bara bíða rólegur. Ef eitt-
hvert félag vill fá mig þegar ég
er búinn að hlaða batteríin og ef
þeim tekst að tæla mig þá mun ég
þjálfa á ný,“ sagði Guardiola. - óój
Pep Guardiola:
Til í að hlusta á
önnur félög