Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 110
26. maí 2012 LAUGARDAGUR70
HVAR HAFNAR ÍSLAND?
„Ég held að þau eigi eftir að gera
góða hluti og spái þeim ofarlega.
Að minnsta kosti í topp tíu.“
Selma Björnsdóttir, söngkona og
tvöfaldur Eurovisionfari.
„Mig langar að gera gúrmevöru aðgengilegri fyrir
almenning,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran en
sósur úr hennar smiðju eru væntanlegar í verslanir
í júlí.
Hrefna Rósa er komin í samstarf við matvæla-
fyrir tækið ORA um að hefja framleiðslu á eigin
vörulínu og fyrstu vörurnar sem koma á markaðinn
eru kaldar sósur. Hrefna Rósa er ánægð með að
loksins sé að verða af þessu en verkefnið hefur verið
í bígerð lengi.
„Mig hefur lengi langað að gera þetta og það hefur
alltaf verið á langtímaplönunum að búa til eigin vöru-
línu. Þegar ORA hafði samband ákvað ég að slá til,“
segir Hrefna en línan verður skírð í höfuðið á henni.
Um fjórar tegundir af sósum er að ræða, eina sem
passar vel við grísakjöt og hamborgara, eina fyrir
steikur, eina fyrir fisk og eina sem passar með græn-
meti. „Sósurnar eiga að passa allan ársins hring og
margir ættu að kannast við þær frá Fiskmarkaðnum.
Þetta eru ekki beint framandi sósur heldur góður
grunnur með smá tvisti,“ segir Hrefna Rósa sem býr
til allar uppskriftirnar sjálf.
Hrefna segir sósurnar bara vera upphafið að
stærri línu. „Það er markmiðið að gera matvælalínu
með fjölbreyttu úrvali af vörum í nánustu framtíð.“
-áp
Hrefna Rósa blandar sósur
VÖRULÍNA Í sumar verður hægt að kaupa matvæli frá
kokknum Hrefnu Rósu Sætran sem sendir frá sér vöru-
línu undir eigin nafni. Hér er hún ásamt manni sínum Birni
Árnasyni og syninum Bertram Skugga.
Fleiri popp- og rokktónleikar hafa
verið haldnir í Hörpunni en klass-
ískir síðan húsið var opnað í maí í
fyrra. Þetta kemur fram í nýjum
tölum frá Hörpunni um þá tónleika
sem þar hafa verið haldnir á fyrsta
starfsári hennar.
Popp- og rokktónleikar voru
flestir, eða 94 talsins, og skammt á
eftir þeim komu 87 klassískir tón-
leikar. Tónleikar með léttri tónlist
af ýmsu tagi voru 78, tónleikar
með nútímatónlist voru 42, söng-
leikir voru 28, óperur 19, barna-
tónleikar 18, djasstónleikar voru
16 og nemendatónleikar 12.
Aðspurð segir Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri
Hörpunnar, að þessi skipting sýni
fjölbreytnina í húsinu í hnotskurn.
„Þetta kveður endanlega niður
allar grunsemdir um að hér halli
á einhverja ákveðna tegund tón-
listar. Það stóð alltaf til að hafa
þessa fjölbreytni þó að það væru
einhverjir sem bjuggust við að hér
yrði kannski öðruvísi verkefnaval.
Þessar áherslur okkar hafa gengið
eftir og það er mjög gleðilegt,“
segir Steinunn Birna.
Samanlagt sóttu 249.381
manns alls 394 tónlistarvið-
burði í Hörpunni á fyrsta starfs-
ári hennar. „Þetta er talsvert
umfram það sem lagt var af stað
með í allri áætlanagerð og spám.
Við renndum svo sem blint í sjóinn
enda var þetta í fyrsta skipti sem
svona hús reis á landinu,“ segir
Steinunn Birna. „Við erum alltaf
að finna betur og betur hvað það
var uppsöfnuð þörf fyrir húsið. Við
vissum að því yrði tekið fagnandi
af tónlistarmönnum en það sem er
svo gleðilegt er að almenningur og
gestir hafa tekið húsinu svo vel,
sem sýnir sig í þessum aðsóknar-
tölum.“ freyr@frettabladid.is
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR: SÝNIR FJÖLBREYTNINA Í HÚSINU
Poppið fyrirferðarmeira
en klassíkin í Hörpunni
FRAMAR VONUM Tæplega 250 þúsund manns sóttu tónlistarviðburði í Hörpunni
fyrsta starfsárið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir segir það framar vonum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Milljónasti gesturinn sem
stígur fæti inn í Hörpuna
frá því húsið var opnað í
fyrra mætti þangað í gær.
Hann heitir Hallgrímur
Jónasson og varð mjög
hissa þegar Steinunn Birna
Ragnarsdóttir og Halldór
Guðmundsson, forstjóri
Hörpunnar, tilkynntu
honum þetta.
Hallgrímur hefur verið
áskrifandi að tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands lengi og var staddur
í Hörpunni um hádegisbilið
til að skipta miðum. Hann
fékk í verðlaun blómvönd,
gjafakort frá Hörpu á við-
burð að eigin vali fyrir tvo, veglega úttekt í versluninni 12 Tónum, gjöf frá
Epal, gjafabréf á Kolabrautina og gjafabréf í Munnhörpuna.
MILLJÓNASTI GESTUR HÖRPUNNAR
NÚMER MILLJÓN Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
Hallgrímur Jónasson og Halldór Guðmundsson
glöð á svip í Hörpunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Rauði þráðurinn í gegnum sýn-
inguna er okkar upplifun af
umhverfinu sem við erum í,“ segir
ljósmyndarinn Jóhannes Kjartans-
son sem stendur að sýningunni
You´reavision í Ósló ásamt kærustu
sinni Hildi Hermannsdóttur og
Ernu Einarsdóttur.
Sýningin verður opnuð í júní og
verður til húsa í Galleri Schaeffers
Gate 5. Eigandinn, Mark Steiner,
er mikill Íslandsað dáandi og þegar
hann kynntist þre menningunum,
sem öll eru búsett í Ósló, bað
hann þau um að sjóða saman sýn-
ingu fyrir sig. Sýningin fjallar um
hvernig er að vera Íslendingur
í Noregi og um þá tilhneigingu
fólks að gera hluti til að passa inn í
fyrir fram ákveðinn ramma. „Mark
fannst við áhugaverð þar sem við
skerum okkur úr hópnum. Við
vorum alltaf á sömu bylgjulengd
með hvað við vildum gera. Þar sem
við erum útlendingar í útlöndum
fórum við sjálfkrafa að bera saman
hegðunarmunstur samfélagsins
sem við ölumst upp í og það sem
við búum í núna,“ segir Jóhannes,
betur þekktur sem Jói, en hann og
Hildur hafa verið búsett í Ósló í eitt
ár og Erna í tæp þrjú.
Plakat sýningarinnar hefur
vakið athygli en þar má sjá þre-
menningana án fata og málaða
í rauðum, hvítum og bláum lit,
sameigin legum fánalitum Noregs
og Íslands. Þeim fannst ekki hægt
að útfæra plakatið á myndrænni
hátt. „Við erum nakin vegna þess
að þannig erum við eins hlutlaus og
hægt er að vera. Það er ekki hægt
að sjá hvernig við klæðumst og þá
er kannski erfiðara að setja okkur í
þennan fyrir fram ákveðna ramma.
Þar sem klæðnaður er ekki bara til
að halda á okkur hita í nútímanum,“
segir Jói en nafn sýningarinnar
lýsir hugsuninni á bak við hana
ásamt því að vera vísun í sameigin-
legt skemmtiefni beggja landa. -áp
Pósa nakin fyrir sýningu í Ósló
NAKIN Jói, Hildur og Erna setja upp sýn-
ingu um hvernig er að vera Íslendingur í
Noregi sem verður opnuð í Ósló í júní.
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CC Flax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum
aldri og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið
lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg
minni fitumassa en þær konur sem skortir
eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni.
www.celsus.is
Slegið í gegn í vinsældum,
frábær árangur !
Mulin hörfræ – Lignans
Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Sunnudaga á Stöð 2
Golden Globe - Besti dramaþáttur ársins