Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 6
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR6 Rækjur • Hörpuskel • Túnfiskur Laxaflök • Marineraður fiskur • Ferskar fisksteikur • Kúlaður steinbítur • Ekta hjallaþurrkaður harðfiskur • Siginn fiskur frá Drangsnesi • Íslenskar gullauga kartöflur Íslensk hreindýra- og nautasteik 120 gr lamba-, nauta-, og hreindýraborgarar • Gott verð! • Sérvalið úrvals lambakjöt • Einstakt og austfirskt! FLOTTUR STÓR HUMAR 5.500 kr.kg ( 1 kg. í öskju ) Heitur matur í hádeginu frá 11.30 - 13.30 Grillsagað lambakjöt 1.100 kr.kg ( 6-8 kg. í poka ) Örugglega bestu kaupin Sælkerar • Grillmeistarar Í fyrsta sinn í Reykjavík sérvalið austfirskt gæðakjöt DÓMSMÁL Ákæra á hendur Ann- þóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum mönn- um fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ákæran er afrakstur lögreglu- rannsóknar sem komst í fréttir þegar ráðist var í viðamikla ras- síu víða á höfuðborgarsvæðinu um miðjan mars. Árásirnar þrjár voru mjög alvarlegar, eins og lesa má um hér fyrir neðan. Annþór er ákærður fyrir að standa að þremur þeirra og Börkur að tveimur. Annþór og Börkur sitja sem kunnugt er í gæsluvarð- haldi, grunað- ir um að hafa va ldið sam- fanga sínum á Litla-Hrauni áverkum sem drógu hann til dauða fyrir tveimur vikum. Þeir neita því alfarið. Búast má við að þeir verði leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag ásamt öðrum ákærðum í líkamsárásarmálinu. Í dag er svo önnur ákæra þing- fest í Héraðsdómi Reykjaness á hendur fimm mönnum, sem gefið er að sök að hafa ráðist á mann á dekkjaverkstæði í Hafnarfirði í september 2010, slegið hann með kylfu í höfuðið og hrint honum á glervasa sem brotnaði. Tveir þeirra eru einnig ákærðir með Annþóri og Berki. stigur@frettabladid.is Tíu manns fyrir dóm í dag vegna ofbeldis Ákæra á hendur tíu mönnum, með Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson í broddi fylkingar, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Taldir hafa staðið fyrir þremur grófum líkamsárásum. Í varðhaldi grunaðir um manndráp. ANNÞÓR KARLSSON Ákæran snýr að þremur árásum og er Annþór lykilmaðurinn í þeim öllum. Börkur í tveimur. BÖRKUR BIRGISSON Ákæran snýr að þremur árásum. Annþór var lykilmaður í þeim öllum og Börkur í tveimur þeirra. Samkvæmt ákærunni eru árásirnar þessar: Þrjár hrottafengnar líkamsárásir 4. janúar 2012 – Annþór og Börkur fóru í félagi við sjö meðákærðu að heimili í Mosfellsbæ þar sem voru fjórir menn innandyra. Annþór og Börkur fóru inn og hleyptu í kjölfarið hinum sjö inn í húsið. Þar réðust níumenningarnir á fjórmenningana með hættu- legum vopnum og bareflum, þar á meðal golfkylfum, sleggju, handlóðum og tréprikum. Allir mennirnir slösuðust, tveir sýnu verst. Einn þeirra sköflungs- brotnaði meðal annars og krefst tveggja og hálfrar milljónar króna í miskabætur frá fjórum ákærðu. Hann er eini mað- urinn í öllu málinu sem gerir bótakröfu. BANDARÍKIN Gosdrykkjamál í lítrastærð heyra mögulega brátt sögunni til í New York í Banda- ríkjunum. Borgarstjórinn, Michael Bloomberg, vill banna sölu á sykruðum drykkjum í umbúð- um sem eru stærri en tæpur hálfur lítri. Bannið, sem er liður í baráttunni gegn offitu, á að ná til skyndibitastaða, kaffi- húsa, götusala, kvikmyndahúsa og íþróttaleikvanga, samkvæmt frétt í New York Times. Drykkjarvöruframleiðendur gagnrýna tillöguna og segja það óréttlátt að borgarstjórinn bendi á gosdrykki sem söku- dólg. Yfir helmingur íbúa New York er feitur eða of þungur. - ibs Borgarstjóri New York: Bann við sölu á gosi í stórum umbúðumÖRYGGISMÁL Fjöldi útkalla á sjó á Skjálfandaflóa hefur farið vax- andi á síðustu árum. Af þessum sökum hyggst Björgunarsveitin Garðar á Húsavík endurnýja björgunarbát félagsins. Þegar hefur verið samið við breskt sjó- björgunarfélag um kaup á opnum harðbotna slöngubát. „Þetta er sérhannaður björg- unarbátur þar sem áreiðanleiki, sjóhæfni og öryggi áhafnarmeð- lima er haft að leiðarljósi og eru kostir hans umfram núverandi bát umtalsverðir,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Norðurþings sem kveður verkefnið stórt fyrir björg- unarsveit af stærðargráðu Garðars og hyggst styrkja sveitina til kaup- anna með átta hundruð þúsunda króna framlagi. Þá hefur Kiwanis- klúbburinn Skjálfandi boðið aðstoð sína í málinu. - gar Nóg að gera á Skjálfandaflóa: Björgunarsveit endurnýjar bát EFNAHAGSMÁL Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Samherja og tengdra félaga um að húsleit og haldlagning Seðlabankans á gögnum á tveimur starfsstöðvum samstæðunnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðla- bankanum yrði gert að skila öllum haldlögðum og afrituðum gögnum. Seðlabankinn framkvæmdi hús- leit á skrifstofum Samherja á Akur- eyri og í Reykjavík þann 27. mars síðastliðinn. Tilefni leitarinnar var grunur um brot á lögum um gjald- eyrisviðskipti, einkum þegar kom að verðlagningu á karfa sem seld- ur var til dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Seðlabankinn telur að ósamræmi hafi verið í skilum Sam- herja á erlendum gjaldeyri. Þá vísaði Hæstiréttur frá kröfu samstæðunnar sem laut að lögmæti og framkvæmd rannsóknaraðgerð- anna þar sem þær væru afstaðnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að „vegna mikils umfangs hinna hald- lögðu gagna yrði að játa SÍ [Seðla- bankanum] nokkru svigrúmi við rannsókn þeirra“. Þar segir jafn- framt að Samherja hafi ekki tekist að sýna fram á að einstök skjöl eða önnur gögn hafi verið þýðingarlaus fyrir rannsóknina. - þsj Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Samherja og tengdra félaga: Húsleit Seðlabanka ekki ólögmæt SAMHERJI Seðlabankinn framkvæmdi húsleit hjá Samherja í lok mars. Þor- steinn Már Baldvinsson er forstjóri og einn aðaleigenda Samherja. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hefur þú sótt tónlistarviðburð í Hörpu? JÁ 34,8% NEI 65,2% SPURNING DAGINS Í DAG: Munt þú fylgjast með Evrópu- mótinu í knattspyrnu í sumar? Segðu þína skoðun á Vísir.is. DÓMSMÁL „Ég er ekki viss hvort ég ætlaði að drepa neinn,“ sagði Guð- geir Guðmundsson fyrir dómara í gærmorgun. „En ég er skaðvaldur- inn í þessu máli.“ Guðgeir er ákærður fyrir að hafa veitt Skúla Sigurz, fram- kvæmdastjóra Lagastoða, lífs- hættulega áverka með hnífi í mars síðastliðnum. Þegar dómari spurði hann hvort hann játaði að hafa stungið Guðna Bergsson lögfræð- ing í sama máli, svaraði Guðgeir: „Ég bara man ekkert eftir því, en mjög líklega já.“ - sv Guðgeir um hnífstunguárás: Játaði árásina á Skúla Sigurz 12. október 2011 – Tveir hinna ákærðu í málinu fóru með tvo menn um tvítugt sem þeir töldu sig eiga eitthvað sökótt við á sólbaðsstofu í Hafnarfirði og leiddu þá þar fyrir Annþór. Annþór tók annan kverkataki, hélt honum upp við vegg, sleppti ekki fyrr en hann missti meðvitund og sló hann þá ítrekað í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Annþór sló hinn manninn í höfuð og líkama, skipaði honum að leggjast á gólfið, sparkaði og sló í hann og stóð síðan á höfði hans. Þá krafði hann báða mennina um hálfa milljón með hótunum og hótaði því enn fremur að þeir „færu í áskrift“ hjá honum ef þeir segðu frá brotunum, sem mundi þýða ævilanga skuld við hann. 15. desember 2011 – Annþór og Börkur ruddust vopn- aðir inn á heimili í Grafarvogi ásamt tveimur meðákærðu og öðrum óþekktum mönnum. Innandyra voru þrír menn um og undir tvítugu. Börkur sló einn þeirra með trébarefli í höfuðið, þeir neyddu annan til að leggjast á gólfið, stóðu á höndum hans og neyddu þriðja manninn á staðnum til að kasta af sér vatni yfir þann sem lá á meðan Börkur barði hann í hnakkann með barefli. Þá kröfðust þeir þess að einn mannnanna greiddi þeim hálfa milljón og að annar greiddi þeim 200 þúsund krónur á mánuði um ótiltekinn tíma. Þeir fóru ekki fyrr en mennirnir höfðu gengist við kröf- unum. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.